HRINGRÁSARJÓL: Jólaskiptimarkaður, föndur og hugvekja

Notað verður nýtt á jólahringrásarmarkaði Norræna hússins og Landverndar!  Dagskrá 12:30 – 12:45 Hugvekja um nægjusemi – Gunnar Hersveinn, heimspekingur og rithöfundur. 12:45 – 13:00 Lokaávarp Landverndar um nægjusaman nóvember og opnað fyrir jólahringrásarmarkaðinn. 13:00 – 16:00 Jólahringrásarmarkaður og vinnustofa opin. Jólahringrásarmarkaður: Það sem nýtist þér ekki lengur gæti vel reynst fjársjóður annars – og […]

SÖGUSTUND Á SUNNUDEGI: Norska

Rán Flygenring les á norsku úr Eldgos sem nýverið hlaut Barna- og unglingabókmennta verðlaun Norðurlandaráðs og vel valda kafla úr glænýju bókinni Álfar, sem er í sama bókaflokki og Fuglar og Hestar eftir Rán Flygenring og Hjörleif Hjartarson, gefin út af Angustúru.  Eftir upplestur eru gestir hvattir til að teikna – jafnvel í teiknimyndastíl Ránar […]

Þau hlutu verðlaun Norðurlandaráðs 2023

Við óskum öllum sigurvegurum verðlauna Norðurlandaráðs innilega til hamingju! Verðlaun Norðurlandaráðs 2023 voru afhent við glæsilega athöfn í Óperu- og balletthúsinu í Ósló á þriðjudagskvöld 31. október. Tónlist, dans og gleði verðlaunahafanna voru í fyrirrúmi þegar verðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í beinni útsendingu frá Ósló. Norsku krónprinshjónin voru viðstödd auk norrænna ráðherra, þingmanna og fulltrúa lista- […]

Úkraínsk kvikmynda dagskrá

Velkomin á úkraínska kvikmynda dagskrá.  *íslensk þýðing kemur síðar* In solidarity with Ukrainian filmmakers, l’Institut français presents a selection of contemporary Ukrainian films intended for free screenings internationally, for 2023 and 2024. These films illustrate the vitality of the Ukrainian film industry for the past ten years, as it has gained increasing recognition at prestigious […]

Fjölskyldustund – Hvalir íshafsins

Grænlandshvalur, Hvíthvalur og Náhvalur eru meðal tegunda sem lifa af í Norður íshafi og verður umhverfi þeirra skoðað í skapandi og fræðandi smiðju fyrir alla fjölskylduna. Hvalir róta í sjónum og ýfa upp mat fyrir aðra fiska – þeir hjálpa til að framleiða súrefni og eru lykil dýr í að halda jafnvægi í viðkvæmu vistkerfi […]

Sjálfsmyndir og snarteikningar: Krot- og krassnámskeið

Er hægt að nota penna sem gleraugu? Getum við yddað athyglina eins og blýant? Rán Flygenring leiðir þátttakendur í gegnum ýmsar skrítnar og skemmtilegar æfingar og verkefni sem hún notar sjálf til að skerpa skilningarvitin og skrásetja daglegt líf og umhverfi í orð og myndir. Hér snýst málið ekki um að teikna vel, heldur horfa […]

SÖGUSTUND Á SUNNUDEGI: Barnabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Velkomin á sögustund fyrir alla fjölskylduna. Við munum lesa úr verðlaunabók barnabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Eldgos eftir Rán Flygenring. Lesið verður á íslensku. Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2023 hlýtur Rán Flygenring fyrir myndabókina Eldgos. Rán Flygenring hlýtur verðlaunin fyrir myndabók fulla af sjónrænum sprengikrafti um áhrifin sem villt og óhamin náttúra hefur á fólk. Mynd og texti […]

BRÉF FRÁ ÍSLANDI: Tónleikar með Johanna Sjunnesson og Mikael Lind

Sænsk- íslenska dúóið Johanna Sjunnesson og Mikael Lind fara með okkur í tónlistarferðalag um tíma og rúm með sellói og rafhljóðfærum í ambient andrúmslofti. Kraftmiklir sellótónar Johanna Sjunnesson blandast saman við rafhljóð Mikael Lind og saman skapa þau tónlist innblásna af sænskri popptónlist nútímans. Á þessum tónleikum fáum við einnig frumflutning á nýrri plötu tvíeykisins […]

SHOPTALK #3 með Varna

Verið velkomin á þriðja viðburðinn í Shoptalk seríunni, með listamanninum Varna.  Viðburðurinn er 90 mínútur og mun Varna ræða um verk sín og bjóða uppá spurningar í lokin. Hvað er „Shoptalk“? Ólíkt hefðbundnum listamannaspjöllum, þar sem myndlistarmenn stíga á svið til að ræða verk sín og ferli, víkkar „Shoptalk“ sjóndeildarhringinn til að rýna í skapandi huga […]

AÐ BRJÓTA ÍSINN: Samtal um bókmenntir og hafið

Hvernig geta bókmenntir, myndskreytingar og rannsóknir miðlað upplýsingum um það sem leynist undir íshellunni á áhugaverðan og hrífandi sem fræðir og grípur áhuga barna, ungs fólks og fullorðina? Verið velkomin á samtal í Norræna húsinu þann 21. Nóvember klukkan 19:00 þar sem við munum ræða við þrjá aðila sem eiga það sameiginlegt að hafa gefið […]

Fjölskyldustund: Lettneskt föndur á þjóðhátíðardegi

Þjóðhátíðardegi Lettlands fagnað í Norræna húsinu laugardaginn 18. nóvember kl. 13-15! Á laugardaginn fagna lettnesk börn á Íslandi 105. afmæli Lettlands. Lettneski skólinn í Reykjavík í samstarfi við Norræna húsið bjóða gesti og sérstaklega barnafjölskyldur velkomna á skapandi verksmiðju þar sem hver og einn, óháð aldri, getur útbúið sér hátíðlegt heimilisskraut í tilefni dagsins. Í […]

ARCTIC WAVES: Dagur 2.

ARCTIC WAVES: DAGSKRÁ – FIMMTUDAGUR, 2. NÓVEMBER   Miðaverð 2000 kr – Iceland Airwaves armbönd gilda 20:00 Nuija 21:00 Tarrak 22:00 Niilas

LAUSAR STARFSNEMASTÖÐUR

För våren 2024 söker vi tre praktikanter inom tre separata program.  Som praktikant i Nordens hus är du en del av ett dynamiskt team, som arbetar med kulturutbyte mellan Island, Norden och de baltiska länderna i form av samarbetsprojekt med kulturinstitutioner, konstnärer och forskare i hela regionen. Nordens hus har en bred verksamhet och arrangerar kontinuerligt utställningar, […]

ARCTIC WAVES

Vertu með á Arctic Waves: tónlistarhátíð norðurslóða! Við fögnum tónlist norðurslóða í Norræna húsinu í Reykjavík á Iceland Airwaves 2023. Tónlistarmenn frá Grænlandi, Kanada og Sápmi munu koma saman og bjóða upp á einstakt tækifæri til að kanna grípandi heim tónlistar norðurslóða á Arctic Waves. Við erum spennt að kynna nokkra af bestu tónlistarmönnum norðurslóða í […]

Endurskoðuð tíska – Fjölskyldustund

Smiðja þar sem óhefðbundin og endurnýtt efni verða notuð í hönnun. Börn og fjölskyldur þeirra fá að kynnast fiskineti og seglaefni við gerð fjölnota poka og lyklakippa. Vinnustofan er haldin í tengslun við Nordic Youth Summit í Hörpu sem leggur áherslu á sjálfbærni í tísku og nýja sýningu barnabókasafnsins: Undir íshellunni  sem beinir sjónum að […]

Unearthed: Sýning í Gróðurhúsi

Unearthed – Uppgrafið, ný sýning í gróðurhúsinu sem stendur dagana 2. Desember til 10. Desember. Verið velkomin á opnun sýningarinnar þann 2. Desember klukkan 14:00. Þann 9. Desember verður ganga um Rauðhóla með jarðfræðingi, listamanni og sýningarstjóra. Öll velkomin.* Fyrir 5200 árum varð eldgos. Með miklum sprengikrafti dreifðist hraun alla leið til Reykjavíkur. Á leið sinni […]

Esseyja / Island Fiction: Útgáfuhóf

Verið velkomin á útgáfuhóf bókarinnar Esseyja / Island Fiction í Norræna húsinu, þriðjudaginn 14. nóvember á gosafmæli Surtseyjar. Í þessari fallegu útgáfu er fléttað saman listaverkum, ferðasögum og textum sem fjalla um margslungnar hliðar á tilveru og sögu Surtseyjar í 60 ár. Húsið opnar kl. 16:30 þar sem gestir geta nælt sér í árituð eintök og […]

SHOPTALK #2

Hvað er „Shoptalk“? Ólíkt hefðbundnum listamannaspjöllum, þar sem myndlistarmenn stíga á svið til að ræða verk sín og ferli, víkkar „Shoptalk“ sjóndeildarhringinn til að rýna í skapandi huga tónlistarmanna, dansara, danshöfunda og fjölda annarra skapandi listamanna annarra en þeirra sem fást við sjónlistir. Markmið þessarar „Shoptalk“ seríu er að vera vettvangur fyrir alla, hvort sem […]

Escaping Fast Fashion: How you can act for change

Vissir þú að fólk á Norðurlöndum kaupir meira af fötum en aðrir í heiminum og neysla okkar hefur aukist á síðustu 20 árum? Það er kominn tími til að skoða verslunarvenjur okkar og leita að sjálfbærari valkostum. Vertu með þar sem við finnum nýja stefnu í gegnum gagnvirka viðgerðarvinnustofu og förum yfir nokkrar áherslupunkta til […]

OPNUN: Sequences – Get ekki séð: Vatn

Verið velkomin á opnun á Sequences – Get ekki séð: Vatn, í Hvelfingu Norræna hússins kl 18:00.  Sýningunni „Get ekki séð“ er skipt í fjóra kafla: Jarðvegur, Neðanjarðar, Vatn og Frumspekivíddin og eru þeir sýndir í Kling og Bang, Nýlistasafninu, Norræna húsinu og Safnahúsinu. Kaflarnir fjórir veita innsýn í rýmin og andartökin sem mannlegt auga nemur […]

SEQUENCES XI – Get ekki séð: VATN

VATN Sýningin sprettur úr myrkri sem umlykur. Hún fæddist út frá þeirri tilfinningu að heimurinn sé að molna í höndum okkar, á meðan hvassviðrið þyrlar síðustu dropunum af dreggjum hans enn lengra. Við sjáum ekki sívaxandi ógn vistfræðilegrar eyðileggingar, rétt eins og við sjáum ekki mögulegar nýjar leiðir og líf sem gæti kviknað úr rústum […]

RIFF: Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík

RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík – er einn stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburðurinn á Íslandi. RIFF er sjálfstæð og óháð kvikmyndahátíð sem rekin er án hagnaðar. Þetta er tuttugasta ár RIFF! Hátíðin í ár fer fram dagana 28.09 til 8.10 og er dagskráin mjög fjölbreytt að venju, kvikmyndasýningar, pallborðsumræður, vinnustofur, tónleikar og sýningar. Dagskrána í […]

Vetrarfrí – Undir Íshellunni

Íshafið, jöklar, plast og lífverur sem lifa af á kaldasta svæði jarðarinnar, er þema skapandi verkefna í vetrarfríi grunnskóla. Einnig verður myndlistarsýningin Sequences skoðuð, þar sem vídeólist er í forgrunni. Á námskeiðinu fara börnin í ferðalag um hringrás vatns, velta fyrir sér plasti í umhverfinu og manngerðu landslagi. Farið verður um sýningarnar í Norræna húsinu […]

Sögustund á sunnudögum – Finnska

  Verið velkomin í sögustund á finnska fyrir allar fjölskyldur í barnabókasafni Norrænu hússins. Inari Ahokas les finsku bókina Aino vill fá að vera með, eftir Kristiina Louhi. Þetta er bók um Aino, litla stelpu sem vill ekki að mamma hennar fari út án hennar, hún vill að mamma hennar verði heima og leiki við hana. […]

FJÖLSKYLDUSTUND: Hvað verður um plastið?

Freyr Eyjólfsson frá Sorpu kemur og heldur fræðslu og vinnustofu um plast fyrir forvitna. Plast verður einnig endurnýtt á skapandi hátt og gamlir brúsar breytast í blómavasa og skúlptúra. Aðgengi: Til að komast inná barnabókasafn í hjólastól þarf að taka lyftu frá aðalhæð hússins niður í Hvelfingu sýningarrýmið og þar er rampur sem leiðir inná […]

MÝRIN 14. oktober: Fjölskyldudagskrá

Á KAFI ÚTI Í MÝRI: MÝRIN 2023. Alþjóðleg barna-og unglingabókmenntahátíð í Norræna Húsið Frítt er inn á alla viðburði og skráning fer fram á myrinfestival@gmail.com Dagskrá: Myrin.is  Laugardagur 14. október: Fjölskyldudagskrá 10:00 – 10:45 – NEÐANSJÁVARSLÖKUN MEÐ EVU RÚN Fyrir 8-12 ára. Eva Rún Þorgeirsdóttir höfundur bókarinnar um Skeljaskrímslin leiðir slökun í neðansjávarhelli barnabókasafnsins á íslensku. Staðsetning: Barnabókasafn Norræna hússins. […]

MÝRIN 13. oktober: Vinnustofur fyrir skólahópa

Á KAFI ÚTI Í MÝRI: MÝRIN 2023. Alþjóðleg barna-og unglingabókmenntahátíð í Norræna Húsið Frítt er inn á alla viðburði og skráning fer fram á myrinfestival@gmail.com Dagskrá: Myrin.is  Föstudagur 13. október: Vinnustofur fyrir skólahópa 9:00 – 9:50 SÖGUR AF HAFSBOTNI MEÐ KRISTÍNU BJÖRGU Fyrir 8. til 10. bekk. Með Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur höfundi Dulstafaþríleiksins. Höfundur les upp úr sögum sínum […]

MÝRIN 12. oktober: MÁLÞING

Á KAFI ÚTI Í MÝRI: MÝRIN 2023. Alþjóðleg barna- og unglingabókmenntahátíð í Norræna Húsið Frítt er inn á alla viðburði og skráning fer fram á myrinfestival@gmail.com Dagskrá: Myrin.is Fimmtudagur 12. október: MÁLÞING Fyrirlestrasalur | Málþingið fer fram á ensku nema annað sé tekið fram. 9:00 – 9:10 – SETNING MÝRARINNAR 2023 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra flytur setningarávarp. 9:15 – 9:45 – […]

VESTNORRÆNI DAGURINN: áhrif dönsku og ensku á móðurmálið

Á málþinginu verður fjallað um tengsl íslensku, færeysku, grænlensku og norsku við dönsku og ensku og varpað ljósi á stöðu tungumálanna í samtímanum. Kynnt verður til sögunnar nýtt fræðirit um tungumál og menningu á vestnorræna svæðinu, sem ber heitið Sprog- og kulturkontakt i Vestnorden. Om det færøske, grønlandske, islandske og norske sprogs møde med dansk. […]

LEIÐSÖGN OG SÍÐASTA SÝNINGARHELGI: Grímur

Velkomin á leiðsögn, Sunnudaginn 24. September kl 15:00 um sýninguna GRÍMUR.  Sýningarstýran Ynda Eldborg mun leiða gesti um sýninguna, fara yfir valin verk og ræða sögulegt mikilvægi sýningarinnar. Leiðsögnin verður á íslensku. Lesið meira um sýninguna hér.  Verk frá sýningunni GRÍMUR eftir listamennina Gøran Ohldieck og Kjetil Berge Aðgengi: Andyri og Elissa (Salur) eru aðgengileg […]

Dómnefndarfundir norrænu bókmenntaverðlaunanna

Nú standa yfir fundir hjá dómnefnd Norrænu bókmenntaverðlaunanna í þeim tilgangi að velja verðlaunabók fyrir árið 2023. Bókin sem verður fyrir valinu verður tilkynnt þann 31. október. Í gær heimsótti dómnefndin bókasafn Norræna hússins og lauk heimsókninni með kvöldmat á Sónó matseljum. Tveir af meðlimum dómnefndarinnar, þau Stefan Kjerkegaard frá Danmörku og Sanna Klein frá Færeyjum, […]

STUTTMYNDASÝNING: í samvinnu við Y gallerý

STUTTMYNDASÝNING með Laura Sundermann and Krzysztof Honowski: í samvinnu við Y gallerý. Sýningin er haldin í tengslum við sýninguna Nightmare Fuel sem stendur í Y gallerý.    Sýning stuttmynda: 19:00 – 19:35 Q & A með listamönnum: 19:35 – 20:00 (á ensku) Beasts of No Nation eftir Krzysztof Honowski ásamt Laura Sundermann (9:28 mín) Stuttmyndar esseyja um hópamyndun, þjóðernishyggju […]

SHOPTALK #1 með Þorbjörgu Jónsdóttur og Lee Lorenzo Lynch

SHOPTALK#1  Hvað er „Shoptalk“? Ólíkt hefðbundnum listamannaspjöllum, þar sem myndlistarmenn stíga á svið til að ræða verk sín og ferli, víkkar „Shoptalk“ sjóndeildarhringinn til að rýna í skapandi huga tónlistarmanna, dansara, danshöfunda og fjölda annarra skapandi listamanna annarra en þeirra sem fást við sjónlistir. Markmið þessarar „Shoptalk“ seríu er að vera vettvangur fyrir alla, hvort […]

HJERTELYD: ungbarnaópera

Hjertelyd er ungbarnaópera fyrir börn á aldrinum 0-2,5 árs og forráðamenn þeirra. Í Hjertelyd er litlum og stórum áhorfendum boðið í ferðalag inn í blíðan og rólegan skynjunarheim. Börnin geta kannað umhverfi sitt á öruggan hátt meðan tónlistin hljómar í kring og stórir og dúnmjúkir koddar og önnur mjúk og ullarkennd efni umkringja rýmið. Það er pláss […]

FJÖLSKYLDUSTUND: Bókaormurinn á Vestnorræna deginum

Stuttur lestur á færeysku og íslensku úr bókum sem hlutu tilnefningar til Norrænu barnabókmenntaverðlaunanna. Færeyski tónlistarmaðurinn Sakaris Emil Joensen les úr fallegu bókinni Strikurnar sem tilnefnd er í ár til Norrænu barnabókmenntaverðlaunanna og er eftir Dánial Hoydal og Anniku Øyrabø. Hann mætir einnig með ukulele og spilar nokkur vel valin færeysk barnalög að lestri loknum. […]

BÍÓSÝNING & SÖGUSTUND: Ronja Ræningjadóttir

Ronja Ræningjadóttir: Sýning á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð & sögustund 6+ / Fjölskyldumynd, Ævintýri, Drama |  Tage Danielsson | 1984 | Svíþjóð | 126 mín. | Íslensk talsetning Sunnudaginn 29. október sýnum við klassísku myndina um Ronju Ræningjadóttur í ELISSU sal. Sýningin er hluti af Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð í Reykjavík í samstarfi við Bíó Paradís. Myndin er sýnd í […]

Dómnefndarfundir norrænu barna- og ungmenna bókmenntaverðlaunanna

Nú standa yfir fundir dómnefndar Norrænu barna- og ungmenna bókmenntaverðlaunanna í þeim tilgangi að velja verðlaunabók fyrir árið 2023. Bókin sem verður fyrir valinu verður tilkynnt þann 31. október. Í gær heimsótti dómnefndin bókasafn Norræna hússins og lauk heimsókninni með kvöldmat á Sónó matseljum. Hér að neðan er hægt að fá innsýn í ferlið sem […]

Fundur Fólksins: Sjálfbært fæðuval fyrir heilsuna og umhverfið

Sjálfbært fæðuval fyrir heilsuna og umhverfið – tækifæri til framtíðar Við ættum að borða meira grænmeti og minna kjöt bæði heilsunnar vegna og loftslagsins vegna. Í fyrsta skipti snúast norrænu næringarráðleggingarnar bæði um hvaða matur er góður fyrir heilsuna – og fyrir umhverfið. Norrænu næringarráðleggingarnar eru afrakstur fimm ára vinnu þar sem um 400 vísindamenn […]

Fundur Fólksins: Húsnæðisstefna í þágu allra

Húsnæðisstefna í þágu allra – hvernig tryggjum við jafnari tækifæri? Í takt við sífellt aðþrengdari húsnæðismarkað hefur framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði orðið að lykiláherslu í húsnæðisstefnum Norðurlandanna. Í opinberri stefnumótun er kveðið á um að útvega eigi nýtt húsnæði í mismunandi verð- og leiguflokkum með það að markmiði að ná til breiðari hluta […]

Fundur Fólksins: Samfélagsvitund og lýðræði

Samfélagsvitund og lýðræði – hvernig eflum við þáttöku ungmenna í félagsstarfi?  Ísland og Norðurlöndin eru þekkt fyrir öflugt og jákvætt frístundastarf, og ungmenni hafa kost á að ganga í fjöldan allan af félögum og klúbbum. Slík félög eru oftar en ekki staður þar sem ungt fólk getur eflt sjálfstraustið, eignast nýja vini og sinnt áhugamálum […]

FUNDUR FÓLKSINS: Lýðræðishátíð 2023

Lýðræðishátíðin Fundur fólksins mun eiga sér stað í Norræna húsinu 15. og 16. September. Lýðræðishátíðin Fundur fólksins er þinn vettvangur! SJÁ ALLA DAGSKRÁ Fjölmargir þátttakendur hafa boðað komu sína á hátíðina í ár og munum við sjá fjölbreytt umræðuefni, viðburði og samtöl auk skemmtidagskrár á meðan á hátíðinni stendur. Stjórnmál, menning, listir, grasrótin, virkni, umræður, reynslusögur […]

Sögustund á sunnudögum – Norska

Verið velkomin á sögustund á norsku fyrir alla fjölskylduna í barnabókasafni Norræna hússins.  Lesin verður saga í tengslum við nýja sýningu á barnabókasafni sem byggð er á bókinni „Undir Íshellunni“, sýningin fjallar um dýrin og plönturnar sem búa í sjónum. Eftir lesturinn verður í boði að föndra eitthvað skemmtilegt saman.

GRÍMUR: Leiðsögn með sýningarstýru

Velkomin á leiðsögn, Laugardaginn 2. September kl 15:00 um sýninguna GRÍMUR.  Sýningarstýran Ynda Eldborg og Steinunn Sigþrúðar Jónsdóttir sagnfræða, munu leiða gesti um sýninguna, fara yfir valin verk og ræða sögulegt mikilvægi sýningarinnar. Lesið meira um sýninguna hér.  Aðgengi: Andyri og Elissa (Salur) eru aðgengileg öllum, aðgengilegt salerni er á hæðinni og öll salerni hússins […]

Undir Íshellunni

Undir Íshellunni – Ný sýning á barnabókasafni Verið velkomin á barnabókasafn Norræna hússins þar sem öllum er boðið að leika, læra og lesa í ævintýralegu neðansjávarumhverfi sem við höfum skapað inn á milli bókanna.  Sýningin er sérstaklega miðuð að börnum og fjölskyldum þeirra og er hluti að fræðslustarfi Norræna hússins fyrir börn og ungmenni. Kynnið […]

OPNUN: Sýningin Grímur opnar eftir 40 ára bið

Verið velkomin á sýningaropnun.  Fimmtudag 10. Ágúst.  kl 17:00 – 19:00 Listamaðurinn Kjetil Berge verður viðstaddur opnunina. Norska sendiráðið býður uppá veitingar. – – – Árið 1983 komu til landsins tveir norskir myndlistamenn þeir Göran Ohldieck og Kjetil Berge. Tilgangur ferðar þeirra var að setja upp stóra sýningu í sal Norræna hússins GRÍMUR/MASKER – yfir 200 […]

OLLIANNA: sögustund & fjölskyldustund

Ollianna er ný myndabók frá Gro Dahle um að velta því fyrir sér hvort þú sért strákur eða stelpa og hvað gerist ef þú þorir að vera þú sjálfur. Höfundarnir taka upp stór þemu eins og kyn og sjálfsmynd. Bókin er fallega myndskreytt af Kaia Dahle Nyhus og eru tilfinningar Olíönnu dregnar fram með einföldum […]