Bókanir

Hér finnur þú eyðublöð og upplýsingar um svæði og þjónustur sem er hægt að bóka.

Hittumst í Norræna húsinu!

Norræna húsið býður upp á góða aðstöðu til funda- og ráðstefnuhalds í fallegu umhverfi. Funda- og ráðstefnuþjónusta Norræna hússins nýtist vel fyrir minni fundi og málstofur sem og fyrir stærri samkomur, allt að 90 manns í sæti í einum sal. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og lögum okkur að þörfum hvers og eins. Við hvetjum áhugasama til þess að fylla út umsókn um leigu á sal eða senda fyrirspurnir á booking@nordichouse.is. Skrifstofa bókanna er opinn alla virka daga á milli kl. 13:00 og 15:00.

Ráðstefnu- og tónleikasalur (80 – 90 manna)

Stór salur sem tekur 80 manns í sæti og nýtist hann hvort heldur er til funda-, ráðstefnu- og tónleikahalds, fyrir móttökur, veislur og kvikmyndasýninga. Myndvarpi, stórt tjald, tölva, nettenging og hágæða ráðstefnuhljóðkerfi er að finna í salnum. Val er um ýmis konar uppraðanir á borðum og stólum við bókun á salnum.

Verðlistar

Leiga hálfur virkur dagur (1-4 klst) á tímabilinu 08:00-17:00 kr. 40.000 Leiga heill virkur dagur (allt að 8 klst) á tímabilinu 08:00-17:00 kr. 60.000

Leiga hálfur dagur helgi (1-4 klst) á tímabilinu 12:00-17:00 kr. 50.000 Leiga heill dagur helgi (allt að 8 klst) á tímabilinu 08:00-17:00 kr. 80.000

Fundaraðstaða

Í Norræna húsinu eru tvö fallega útbúin og björt fundarherbergi með góðu útsýni sem nýtast vel fyrir minni fundi eða hópavinnu.

Tímagjald virka daga er kr. 5.000 pr. klukkustund

Alvar Aalto stofa tekur 14-16 manns í sæti.  Til staðar er 75 tommu flatskjár, lokað internet fyrir fundargesti, fjarfundarbúnaður með vefmyndavél og Chromecast.

Aino Aalto stofa tekur 8-10 manns í sæti. Til staðar er 65 tommu flatskjár, og lokað internet fyrir fundargesti.

Grænkeraréttur frá Sono

Veitingar

Sono sér um veitingarsölu fyrir ráðstefnur og stærri fundi. Vinsamlegast hafið beint samband við sonomatseljur@sonomatseljur.is.

Skóla heimsóknir

Norræna húsið leggur áherslu á skapandi fræðslu, samveru og vandaða miðlun norrænna lista og menningar til barna og ungmenna. Gæðastundir fyrir fjölskyldur, skipulagðar skólaheimsóknir og sérsniðnir viðburðir eru í boði allan ársins hring. Fræðsludagskrá Norræna hússins tekur mið af aðalnámskrá grunnskóla og fylgir stefnu Norrænu ráðherranefndarinnar í markvissu alþjóðastarfi sem leggur áherslu á réttindi barna og sjónarmið ungs fólks.

Leik- og grunnskólaheimsóknir eru gjaldfrjálsar

Leiðsagnir

Við tökum á móti hópum í heimsókn eftir samkomulagi.

Send this to a friend