Beiðni um bókun á rými

Hér finnur þú eyðublöð og upplýsingar um svæði og þjónustur sem er hægt að bóka.

Framkvæmdir í Norræna húsinu

Kæru gestir vinsamlegast athugið: Vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Norræna Húsinu getum við einungis tekið á móti takmörkuðum fjölda bókana og sinnum einkum eigin viðburðum og viðburðum með samstarfsaðilum.

Við bendum á að SÓNÓ veitingastaður er opinn og og hægt er að bóka bæði veitingar og borð þar á Dinout eða í síma +354 851 6060.

Einnig er velkomið að hafa samband ef óskað er frekari upplýsinga hafið samband við booking@nordichouse.is.

Hittumst í Norræna húsinu!

Norræna húsið býður upp á góða aðstöðu til funda- og ráðstefnuhalds í fallegu umhverfi. Funda- og ráðstefnuþjónusta Norræna hússins nýtist vel fyrir minni fundi og málstofur sem og fyrir stærri samkomur, allt að 90 manns í sæti í einum sal. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og lögum okkur að þörfum hvers og eins. Við hvetjum áhugasama til þess að fylla út umsókn um leigu á sal eða senda fyrirspurnir á booking@nordichouse.is. Skrifstofa bókanna er opinn alla virka daga á milli kl. 13:00 og 15:00.

Ráðstefnu- og tónleikasalur (80 – 90 manna)

Stór salur sem tekur 80 manns í sæti og nýtist hann hvort heldur er til funda-, ráðstefnu- og tónleikahalds, fyrir móttökur, veislur og kvikmyndasýninga. Myndvarpi, stórt tjald, tölva, nettenging og hágæða ráðstefnuhljóðkerfi er að finna í salnum. Val er um ýmis konar uppraðanir á borðum og stólum við bókun á salnum.

Salurinn er laus til leigu þriðjudaga – sunnudaga 9:00 – 17:00. Eins og er tökum við ekki við bókunarbeiðnum fyrir 1. apríl 2022 – 1. ágúst 2022.

Fundaraðstaða

Í Norræna húsinu eru tvö fallega útbúin og björt fundarherbergi með góðu útsýni sem nýtast vel fyrir minni fundi eða hópavinnu.

Alvar Aalto stofa tekur 14-16 manns í sæti.  Til staðar er 75 tommu flatskjár, lokað internet fyrir fundargesti, fjarfundarbúnaður með vefmyndavél og Chromecast.

Aino Aalto stofa tekur 8-10 manns í sæti. Til staðar er 65 tommu flatskjár, og lokað internet fyrir fundargesti.

Grænkeraréttur frá Sono

Veitingar

Sono sér um veitingarsölu fyrir ráðstefnur og stærri fundi. Vinsamlegast hafið beint samband við sonomatseljur@sonomatseljur.is.

Leiðsagnir

Við tökum á móti hópum í heimsókn eftir samkomulagi.