Beiðni um bókun á rými

Við hvetjum áhugasama til þess að fylla út beiðni um leigu á sal eða senda fyrirspurnir á booking@nordichouse.is. Skrifstofa bókanna er opinn alla virka daga á milli kl. 13:00 og 15:00.

Ráðstefnu- og tónleikasalur (60 – 80 sitjandi)

Stór salur sem tekur 80 manns í sæti og nýtist hann hvort heldur er til funda-, ráðstefnu- og tónleikahalds, fyrir móttökur og kvikmyndasýninga. Myndvarpi, stórt tjald, tölva, nettenging og hágæða ráðstefnuhljóðkerfi er að finna í salnum.

Verðskrá fyrir leigu á sal

Salurinn er leigður út þriðjudaga – sunnudaga milli 9:00 og 17:00. Athugið að salurinn er fullbókaður til 1. febrúar 2020. Ekki er tekið við bókunum eins og er fyrir tímabilið 1. apríl 2022 – 1. ágúst 2022 vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

Leiga hálfur virkur dagur (4 klst.) kr. 60.000
Leiga heill virkur dagur (allt að 8 klst) kr. 80.000

Leiga hálfur dagur helgi (4 klst.) kr. 80.000
Leiga heill dagur helgi (8 klst.) kr. 110.000

Verð fyrir að streyma viðburðum er kr. 50.000 fyrir 2 klst. kr. 10.000 bætist við hverng klukkutíma eftir það.
Verð fyrir viðverum tæknimanna á viðburðum er kr. 60.000 fyrir daginn.
Uppsetning á sal og tækni er innifalin í leiguverði.

Aukalegur kostnaður getur bæst við ef umfang viðburða er mikið og er eftir samkomulagi.

Fundaraðstaða

Í Norræna húsinu eru tvö fallega útbúin og björt fundarherbergi með góðu útsýni sem nýtast vel fyrir minni fundi eða hópavinnu. Herbergin eru leigð út þriðjudaga – sunnudaga milli 9:00 og 17:00.

Alvar Aalto stofa tekur 14-16 manns í sæti.  Til staðar er 75 tommu flatskjár, lokað internet fyrir fundargesti, fjarfundarbúnaður með vefmyndavél og Chromecast.
Verð fyrir hálfan dag (4 klst.) kr. 24.000
Verð fyrir heilan dag (8 klst.) kr. 35.000

Aino Aalto stofa tekur 8-10 manns í sæti. Til staðar er 65 tommu flatskjár, og lokað internet fyrir fundargesti.
Verð fyrir hálfan dag (4 klst.) kr. 22.000
Verð fyrir heilan dag (8 klst.) kr. 30.000

Veitingar

Sono sér um veitingarsölu fyrir ráðstefnur og stærri fundi. Vinsamlegast hafið beint samband við sonomatseljur@sonomatseljur.is.

Send this to a friend