Skálinn við birkitréin

Norræna húsið opnar SKÁLANN; sjálfbærann og margbreytilegan skála sem getur hýst litla viðburði af öllu tagi. – Skálinn hefur margskonar möguleika fyrir alls kyns útiviðburði sem tengjast fjölbreyttri dagskrá Norræna hússins.

Skálinn er sveigjanlegur vettvangur við Norræna húsið og skapar aðstöðu fyrir fjölbreytta, sjálfbæra og þverfaglega viðburði.

Styrktaraðilar

KEBONY — BYKO — AUÐLIND

BALDUR HELGI SNORRASON

barkstudio.is

Baldur Helgi Snorrason er fæddur í Reykjavík árið 1986. Hann hefur rekið hönnunarstofuna Bark frá því hann útskrifaðist með meistaragráðu í arkitektúr frá Konunglegu arkitektaakademíunni í Kaupmannahöfn árið 2016. Hann hefur unnið með mörk arkitektúrs, hönnunar og myndlistar á ýmsum sviðum. Fjölbreytt verkefnaflóra síðustu ára endurspeglar þverfaglega nálgun Baldurs, en meðal nýlegra verka má nefna: Einkennandi og gagnvirka speglainnsetningu sem markaði opnun Listahátíðar Reykjavíkur 2020 og Sjávarmál, hljóðskúlptúr sem vann nýlega samkeppni um nýtt útilistaverk í Reykjavík.

Smiðir:
Ragnar Már Nikulásson
Sigmar Freyr Eggertsson