Barna- og unglingabókmenntaverðlaunin

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt árlega frá árinu 2013. Verðlaunin eru veitt norrænu bókmenntaverki, skrifuðu og eða myndskreyttu fyrir börn og unglinga. Verðlaunin eru ein fimm verðlauna sem Norðurlandaráð veitir ár hvert. Verðlaunaféð er 350.000 danskar krónur. Verðlaunin hlýtur nýtt verk ætlað börnum og unglingum sem þykir skara framúr hvað varðar efnistök, innihald og myndskreytingar.

Dómnefnd skipuð fulltrúum frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Álandseyjum og samíska tungumálasvæðinu, tilnefna 12-14 verk á vordögum og vinningshafinn er svo kynntur að hausti á árlegri verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs.

Frekari upplýsingar um verðlaunin má finna á norden.org

Norræna húsið er skrifstofa fyrir Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Skrifstofan annast alla daglega vinnu við verðlaunin. Vinnan fer fram í samráði við formann dómnefndar verðlaunanna og skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Skrifstofa verðlaunanna sendir frá sér fréttabréf fjórum sinnum á ári á skandinavísku. Hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfinu með því að senda beiðni um það til skrifstofustjóra verðlaunanna.

Sofie Hermansen Eriksdatter
Skrifstofustjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

+354 5517036
sofie(at)nordichouse.is