Blogg forstjóra

Þarf alltaf að byggja nýtt?

Í fyrsta skipti frá upphafi Norræna hússins er bókasafnið okkar jafn tómt og á myndinni frá því áður en starfsemi hófst í byggingunni. Nú er búið að loka, tímabundið, þessu merka herbergi hússins sem er svo þýðingarmikið fyrir margar kynslóðir norrænna bókaunnenda í Reykjavík og okkur öll sem höfum á einhverjum tímapunkti starfað í húsinu. […]

Af hverju ættum við beina sjónum að list í brennandi stríði?

Fyrir viku gátum við, þökk sé viðbótarstyrk frá Norrænu ráðherranefndinni, opnað sýningu með nýjum verkum sjö úkraínskra samtímalistamanna. Á sýningunni Hvernig komst ég í sprengjuskýlið fáum við að sjá sjónarhorn listamannanna Kinder Album, Mykhaylo Barabash, Jaroslav Kostenko, Sergiy Petlyuk, Elena Subach, Art Group Sviter og Maxim Finogeev á stríð Rússlands gegn Úkraínu. Og hvers vegna […]

Nýr kafli í sögu Norræna hússins: Elissa Aalto

Í ár eru 100 ár frá fæðingu arkitektsins Elissa Aalto. Hún spilaði stórt hlutverk í finnskri byggingarsögu bæði með eigin verkefnum og gegnum sín störf við endurbætur, viðhald og verndun húsa eftir eiginmann sinn Alvar Aalto. Hún spilaði lykilhlutverk við byggingu Norræna hússins í Reykjavík. Í gegnum sögu Norræna hússins hefur sjónum verið beint að Alvar Aalto og […]

Tímabærar endurbætur á Norræna húsinu

Norræna húsið er eitt mikilvægustu byggingarlistaverka Íslands, eina byggingin frá sínum tíma sem teiknuð var af mikils metnum erlendum arkitekt. Húsið hefur reynst vera af háum gæðum, úr vönduðum efnivið sem stenst tímans tönn og húsið er einnig nútímalegt miðað við sinn tíma hvað varðar tæknilegar lausnir. Staðreyndin situr þó eftir – nú eru 54 […]

Fyrsta ár stefnumótandi fræðsludagskrár fyrir börn og ungmenni

Er ég hóf störf sem forstjóri Norræna hússins var það eitt minna meginmarkmiða að þróað yrði framsýnt fræðslustarf fyrir börn og ungmenni tengt starfi hússins. Ég hafði sjálf öðlast reynslu af því að leggja grunninn að fræðslustarfi við listastofnun og var meðvituð um hið aukna gildi sem það færir hverri starfsemi. Eitt af hlutverkum Norræna […]

Nýtt ár, nýir tímar

Lista- og menningarstofnanir gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Rými listarinnar eiga að vera staðir opnir öllum þar sem fólk hefur möguleika á að eiga við og ræða mikilvæg málefni á  fordómalausan máta. Í gegnum listir og menningu birtast hlutir okkur í nýju og skýrara ljósi, listir og menning koma umræðum af stað og spyrja spurninga og […]

Framtíð?

Í dag er hin árlega ráðstefna um íslensk utanríkismál haldin í Norræna húsinu. Ráðstefnan er haldin í sameiningu af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Utanríkisráðuneytinu og yfirskrift hennar er„Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?” Þetta er spurning sem vert er að bera upp og það er alveg á hreinu að alþjóðasamvinna stendur á krossgötum eftir heimsfaraldurinn […]

Eystrasaltslönd í brennidepli: Byggjum brýr með barnastarfi

Nú í vor býður Norræna húsið til baltneskrar barnamenningarhátíðar í tilefni Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Fjölbreytt dagskrá hefur verið skipulögð í samstarfi við litháísku og lettnesku skólana í Reykjavík og skapandi einstaklinga frá Eystrasaltsríkjunum, búsettum á Íslandi. Hluti viðburðanna er ætlaður einstaklingum sem hafa baltnesk tungumál og eistnesku að móðurmáli en aðrir eru opnir almenningi og […]

Sjónarhorn listarinnar

Texti þýddur úr sænsku Frá stofnun sinni árið 1968 hefur Norræna húsið verið mikilvægur vettvangur lista, menningar, tungumála og samfélagsumræðna á Íslandi. Við vinnum samkvæmt sýn norrænu forsætisráðherranna um að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi árið 2030. Á nýliðnum árum höfum við tekið skref til þess að þróa dagskrá okkar efnislega […]

Opin og aðgengileg Norðurlönd

Gleðilegan Dag Norðurlanda! Í ár höldum við upp á 50 ára afmæli Norrænu ráðherranefndarinnar. Frá upphafi hefur Norræna ráðherranefndin haft það markmið að allir skuli eiga þess kost að taka þátt í norrænu samstarfi. Í nýju samstarfsáætlun ráðherranefndarinnar í menningarmálum fyrir tímabilið 2021-2024 er markmiðið eftirfarandi: lista- og menningarstarf sem er aðgengilegt öllum á Norðurlöndum […]

Skiptir listin máli í Norræna húsinu?

Textinn er þýddur úr sænsku Þegar Norræna húsið var vígt árið 1968 var þar ekkert sýningarrými. Ivar Eskeland, fyrsti forstjóri hússins, gerði sér fljótlega grein fyrir því að eitthvað vantaði. Hann beitti sér ötullega fyrir því að opnaður yrði sýningarsalur. Honum tókst að fá aukafjárveitingar frá ríkisstjórnum allra Norðurlandanna og ekki liðu nema þrjú ár […]

Listin í netheimum

Tekstinn er þýddur úr sænsku Föstudaginn 24. janúar opnaði myndlistarsýningin Land handan hafsins í Norræna húsinu en hún var framleidd af Pro Artibus stofnuninni í Finnlandi. Opnunarkvöldið var stórkostlegt, eins og meiri háttar veisla. Innan um myndlist, blóm, mat og vín fögnuðu uppnumdir gestirnir því að sýningarsalur Norræna hússins opnaði að nýju. Kvöldið hverfur mér […]