testest

Framtíð?

Í dag er hin árlega ráðstefna um íslensk utanríkismál haldin í Norræna húsinu. Ráðstefnan er haldin í sameiningu af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Utanríkisráðuneytinu og yfirskrift hennar er„Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?”

Þetta er spurning sem vert er að bera upp og það er alveg á hreinu að alþjóðasamvinna stendur á krossgötum eftir heimsfaraldurinn sem við höfum upplifað síðastliðið ár. Sumpart stöndum við nær hvort öðru eftir þessa sameiginlegu upplifun og þær stafrænu lausnir sem hafa orðið hluti af daglegu lífi en á hinn bóginn höfum við víða séð landamæri lokast og þjóðernishyggju hasla sér völl.

Þegar við tölum um framtíðina verðum við að tala um börn og ungmenni. Þau hafa áhyggjur. Áhyggjur þeirra snúast ekki um hvort framtíð þeirra sjálfra sé björt. Þau hafa áhyggjur af því að eiga enga framtíð. Unga fólks dagsins í dag er velupplýst og skynugt. Í fyrsta sinn í sögunni færist þekking ekki frá eldri kynslóðunum til þeirra yngri heldur öfugt. Ungmennin nota aðra miðla og aðferðir til umræðu en við eigum að taka þau alvarlega. Fyrirbrigðið er í sjálfu sér þekkt -nýir vettvangar til umræðu hafa í gegnum söguna tekið að myndast þegar hinir eldri gefa ekki lengur nægilegt rými.

Við stöndum á krossgötum og við verðum að geta endurskilgreint færni og þekkingu og skoðað hvernig hæfileika þarf til í samfélagi framtíðarinnar. Á hvaða hátt getum við greitt veginn fyrir þau ungu? Það er ekki nóg að spyrja þau álits, þau verða að fá að taka þátt í bæði umræðu og ákvarðanatöku.

Framtíðin er barnanna og ungmennanna og það er á okkar ábyrgð að sjá til þess að þau missi ekki vonina.