Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt norrænni stofnun, fyrirtæki eða einstaklingi, sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir umhverfinu í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum umhverfinu til góða.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Tilnefnið til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020

Þema Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020 er líffræðileg fjölbreytni. Nú getur þú sent inn tilnefningar. Verðlaunin nema 350.000 dönskum krónum og eiga í ár að renna til aðila á Norðurlöndum sem hefur lagt eitthvað sérstakt af mörkum til þess að tryggja auðugri náttúru fyrir sameiginlega framtíð okkar.

Frestur til 13. maí

Eyðublað vegna tilnefninga til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020

Tilkynnt verður um verðlaunahafann í Reykjavík 27. október 2020 á þingi Norðurlandaráðs á Íslandi.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Umhverfisverðlaunin voru sett á laggirnar til að efla vitund um náttúru- og umhverfisvernd á Norðurlöndunum. Þau hafa verið veitt frá árinu 1995 og eru afhent við sama tækifæri og önnur verðlaun Norðurlandaráðs.

Þriggja þrepa val á verðlaunahafa

Val á handhafa umhverfisverðlaunanna er þriggja þrepa ferli:

  • Allir geta sent inn tillögur
  • Dómnefndin velur þá sem fara í úrslit (1 eða 2) frá hverju landi
  • Dómnefndin kemur saman og velur verðlaunahafa

Um dómnefndina

Í dómnefndinni eiga sæti 13 fulltrúar: Tveir frá hverju Norðurlandanna og einn frá hverju sjálfstjórnarsvæðanna; Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi.

Verðlaunafé og verðlaunaafhending

Umhverfisverðlaunin nema 350 þúsundum danskra króna (rúmlega 5 mill ISK), sem er sama upphæð og verðlaunin fyrir bókmenntir, tónlist og kvikmyndir.

Verðlaunahafar síðustu ára

  • 2019 Greta Thunberg (Greta afþakkaði verðlaunin)
  • 2018 Náttúruauðlindaráðið í Attu við vesturströnd Grænlands
  • 2017 RePack frá Finnlandi
  • 2016 Too Good To Go frá Danmörku (stafræn nýsköpun sem ýtir undir sjálfbæran lífsstíl)
  • 2015 Færeyska orkufyrirtækið SEV (græn raforka)
  • 2014 Reykjavíkurborg (víðtækt og markvisst starf að umhverfismálum)
  • 2013 Selina Juul frá Danmörku (barátta gegn matarsóun)

Sjá fleiri verðlaunahafa og tilnefningar

 

 

 

Fanney Karlsdóttir

Skrifstofa fyrir Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs hefur verið starfrækt í Norræna húsinu síðan í janúar 2016. Skrifstofan annast öll dagleg störf sem tengjast verðlaununum. Vinnan fer fram í samstarfi við norræna dómnefnd verðlaunanna, sem og skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri verðlaunanna:

Fanney Karlsdóttir
fanney(hjá)nordichouse.is
5517032