Leiðsögn
Norræna húsið: Alhliða listaverk
Stafræn leiðsögn um sögu, menningu og arkitektúr hússins
Handrit: Guðni Tómasson Íslensk talsetning: Bjartmar Þórðarson kvikmyndataka og klipping: Blair Alexander Massie Leikstjórn: Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir Framleitt af Norræna húsinu í Reykjavík
Hljóðleiðsögn um Norræna húsið
Hljóðleiðsögn Norræna hússins er fræðandi og ánægjulegt gagnvirkt ferðalag um arkitektúr og sögu hússins. Hljóðleiðsögnin sem samin er af listfræðingnum Guðna Tómassyni gefur hlustendum nýtt sjónarhorn og betri innsýn í starfsemi og tilgang hússins ásamt því að vera einstaklega góð skemmtun. Hljóðleiðsögnin tekur um 20 mínútur og er einnig til á ensku, finnsku og dönsku.
Vinsamlegast notið spilarann hér fyrir neðan til að hlusta eða fáið tæki lánuð í móttökunni, ykkur að kostnaðarlausu.