Bókmenntaverðlaun

Norræna húsið er skrifstofa fyrir bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Skrifstofan annast alla daglega vinnu við verðlaunin. Vinnan fer fram í samráði við formann dómnefndar verðlaunanna og skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.

Skrifstofa verðlaunanna sendir frá sér fréttabréf fjórum sinnum á ári á skandinavísku. Hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfinu með því að senda beiðni um það til skrifstofustjóra verðlaunanna.

Sofie Hermansen Eriksdatter
Skrifstofustjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

+354 5517036
sofie(at)nordichouse.is

Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020

13 norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Tilkynnt verður um verðlaunahafann á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Reykjavík í október og keppa eftirtalin fagurbókmenntaverk um hnossið.

Danmörk
YAHYA HASSAN 2. Höfundur Yahya Hassan.  Lesa meira hér
HHV, FRSHWN – Dødsknaldet i Amazonas. Höfundur Hanne Højgaard Viemose. Lesa meira hér

Finnland
Vem dödade bambi? Höfundur Monika Fagerholm.  Lesa meira hér
Ihmettä kaikki. Höfundur Juha Itkonen. Lesa meira hér

Færeyjar
Ikki fyrr enn tá. Höfundur Oddfríður Marni Rasmussen. Lesa meira hér

Ísland
Lifandilífslækur. Höfundur Bergsveinn Birgisson. Lesa meira hér
Kláði. Höfundur Fríða Ísberg. Lesa meira hér

Noregur
Den gode vennen. Höfundur Bjørn Esben Almaas. Lesa meira hér
Vi er fem. Höfundur Matias Faldbakken. Lesa meira hér

Samíska tungumálasvæðið
Juolgevuođđu. Höfundur Niillas Holmberg. Lesa meira hér

Svíþjóð
Marginalia/Xterminalia. Höfundur Johan Jönson. Lesa meira hér
W. Höfundur Steve Sem-Sandberg. Lesa meira hér

Álandseyjar
När vändkrets läggs mot vändkrets. Höfundur Mikaela Nyman. Lesa meira hér

Dómnefndir skipaðar fulltrúum frá löndunum hafa tilnefnt verk til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020.

Tilkynnt um verðlaunahafann 27. október
Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020 verður kynntur á verðlaunahátíð í Reykjavík þann 27. október í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 350 þúsund danskar krónur.

Lesa meira um bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020 hér

The winner of The Nordic Councils Literature prizes 2019

Danski rithöfundurinn Jonas Eika hefur hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2019 fyrir smásagnasafnið Efter Solen.

Jonas Eika hlýtur verðlaunin fyrir verk sem minnir okkur á að bókmenntirnar eru færar um annað og meira en að spegla það sem við þekkjum nú þegar.

Rökstuðningur dómnefndar

Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 er ungur rithöfundur en smásagnasafn hans Efter Solen kom dómnefndinni á óvart og heillaði hana með hnattrænu sjónarhorni, næmum og myndrænum stíl og getu til að tala inn í pólitískar áskoranir samtímans, án þess þó að lesandanum finnist hann á nokkurn hátt leiddur áfram. Jonas Eika skrifar um veruleika sem lesandinn kannast við, hvort sem sögusviðið er Kaupmannahöfn, Mexíkó eða Nevada – meðal spákaupmanna, heimilislausra drengja eða fólks sem trúir á geimverur. En ljóðrænir töfrar liggja í loftinu. Raunveruleikinn opnar á aðra möguleika, aðrar víddir. Þar bíður okkar eitthvað dásamlegt og fullt vonar sem minnir okkur á að bókmenntirnar eru færar um annað og meira en að spegla það sem við þekkjum nú þegar.

Nánar um verðlaun Norðurlandaráðs

Mynd: Magnus Fröderberg/norden.org

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt allt frá árinu 1962, þau eru veitt fyrir fagurbókmenntir sem ritaðar eru á norrænu tungumáli. Það geta verið skáldsögur, leikrit, ljóða-, smásagna- eða ritgerðasöfn og önnur bókmenntaverk.
Markmið verðlaunanna er að auka áhuga Norðurlandabúa á bókmenntum og tungumáli nágrannalandanna og á sameiginlegri menningararfleifð Norðurlanda. Nánari upplýsingar um verðlaunin finnur þú á vefsíðu Norðurlandaráðs www.norden.org.

 

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn haustið 2013. Þau eru veitt norrænu bókmenntaverki, skrifuðu fyrir börn og unglinga á einhverju tungumála Norðurlandanna.
Tilnefningar til verðlaunanna eru opinberaðar að vori og tilkynnt er um sigurverk á Norðurlandaráðsþingi sem fram fer um mánamótin október-nóvember.
Verðlaunin eru ein fimm verðlauna sem Norðurlandaráð veitir ár hvert en þekktust þeirra hafa verið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Norðurlandaráð undirstrikar með verðlaununum mikilvægi barna- og unglingabókmennta á Norðurlöndunum. Rík hefð er fyrir bókmenntum, ætluðum börnum og unglingum, á
Norðurlöndunum og nægir þar að nefna sagnaheima H.C. Andersens, Tove Jansson og Astrid Lindgren sem þekktir eru ungmennum um allan heim. Verðlaunin eru veitt til bókmenntaverks sem komið hefur út undanfarin 2-4 ár. Tilnefningar til verðlaunanna, og verðlaunaverkið sjálft, endurspeglar því það ferskasta og besta sem
norrænar barna- og unglingabókmenntir hafa upp á að bjóða hverju sinni. Dómnefnd, skipuð fulltrúum frá öllum Norðurlöndunum, velur sigurverkið.

 

Handhafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 er Kristin Roskifte fyrir myndabókina Alle sammen teller. Kristin Roskifte hlýtur verðlaunin fyrir verk sem er öðruvísi og einstakt innan sinnar bókmenntagreinar.

Rökstuðningur dómnefndar
Verðlaunabókin í ár hefur dálítið torræðan titil. Hann vísar öðrum þræði til þess að bókin fellur í flokk barnabóka sem kenna börnum tölustafi og innihalda gjarnan ríkulegar myndskreytingar, en hefur einnig aðra og mikilvægari merkingu: að allir teljist með og hafi vægi; að allt fólk sé einstakt og einhvers virði. Myndum af litríkum persónum fer fjölgandi með hverri síðu. Í fyrstu sjáum við einn strák sem horfir upp til stjarnanna og að lokum þúsund manns sem virða fyrir sér sjaldséða halastjörnu. Þó að teikningarnar séu stílhreinar og persónurnar margar hefur hver þeirra einstaklingsbundin sérkenni sem gera lesandanum kleift að þekkja hana aftur. Ein af annarri birtast persónurnar í ýmiss konar ólíku samhengi og umhverfi, hver með sitt eigið, einstaka líf. Texti bókarinnar er bæði ljóðrænn og kíminn, kveikir forvitni lesandans og styður við túlkun hans á myndskreytingunum. Með Alle sammen teller setur Kristin Roskifte texta og myndir í samhengi sem er öðruvísi og einstakt í flokki barnabóka af þessu tagi. Þessa bók er hægt að lesa margoft og koma stöðugt auga á eitthvað nýtt.

Ljósmyndari: Magnus Fröderberg

 

Vefsíða 

Norrænar barna- og unglingabókmenntir

Á Norðurlöndunum njóta börn og ungmenni virðingar sem virkir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Norræn ungmenni eru hvött til sjálfstæðrar hugsunar, sköpunargleði og þess að standa vörð um rétt sinn. Þetta endurspeglast í góðum norrænum barna- og unglingabókmenntum. Þær bera virðingu fyrir lesendum sínum og takast á við heimsmynd þeirra hverju sinni, hvort sem er með jarðbundnum lýsingum á hversdeginum eða villtum ævintýrum í ókunnum víddum.
Norrænar barna- og unglingabókmenntir geta verið skemmtilegar, umhugsunarverðar, upplífgandi og fræðandi. Stundum eru þær líka sorglegar, beittar og sláandi. Þær umfaðma breiðan hóp fólks, allt frá ungabörnum með fyrstu hörðu bókina í höndunum til flókinna frásagna fyrir þroskaða einstaklinga á mörkum fullorðinsáranna.

Mynd: Leifur Vilberg Orrason

Hér eru tilnefningarnar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020

Nútímaleg dæmisaga um önd sem býr í borg og getur ekki lengur flogið, ljóð í dagbókarformi um harðstjóra á eigin heimili og son hans og saga um óbugandi perluveiðimann sem leitar sérstaks augasteins eru á meðal þeirra 14 verka sem tilnefnd eru til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020.

Þetta eru myndabækurnar, unglingabækurnar og ljóðasöfnin sem tilnefnd eru til barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna í ár:

Danmörk
Ud af det blå. Höfundar Rebecca Bach-Lauritsen og Anna Margrethe Kjærgaard. Lesa meira hér
Min øjesten. Höfundar Merete Pryds Helle og Helle Vibeke Jensen. Lesa meira hér

Finnland
Vi är Lajon! Höfundar Jens Mattsson og Jenny Lucander. Lesa meira hér
Sorsa Aaltonen ja lentämisen oireet. Höfundar Veera Salmi og Matti Pikkujämsä. Lesa meira hér

Færeyjar
Loftar tú mær? Höfundur Rakel Helmsdal. Lesa meira hér

Grænland
Orpilissat nunarsuarmi kusanarnersaat. Höfundar Juaaka Lyberth og Maja-Lisa Kehlet. Lesa meira hér

Ísland
Villueyjar. Höfundur Ragnhildur Hólmgeirsdóttir. Lesa meira hér
Egill spámaður. Höfundur Lani Yamamoto. Lesa meira hér

Noregur
Draumar betyr ingenting. Höfundur Ane Barmen. Lesa meira hér
Når er jeg gammel nok til å skyte faren min? Höfundar Åse Ombustvedt og Marianne Gretteberg Engedal. Lesa meira hér

Samíska tungumálasvæðið
Guovssu guovssahasat. Höfundar Karen Anne Buljo og Inga-Wiktoria Påve. Lesa meira hér

Svíþjóð
Hästpojkarna. Höfundur Johan Ehn. Lesa meira hér
Trettonde sommaren. Höfundur Gabriella Sköldenberg. Lesa meira hér

Álandseyjar
Segraren. Höfundur Karin Erlandsson. Lesa meira hér

Dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum tilnefndi verk til barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna.

Tilkynnt um verðlaunahafann 27. október
Handhafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verður kynntur þann 27. október á verðlaunahátíð í Reykjavík í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 350 þúsund danskar krónur.