Persónuverndarstefna Norræna hússins

Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga þinna sé eins örugg og réttindi þín eins vel vernduð og kostur er.

Við förum reglulega yfir ferla okkar og meðferð persónuupplýsinga. Teljir þú þrátt fyrir það að ekki hafi verið farið með erindi þitt eða réttindi í samræmi við lagaskyldu biðjum við þig um að láta okkur vita, gjarnan með tölvupósti með efnislýsingunni „kvörtun“.

Hægt er að senda okkur erindi á info@nordichouse.is

 

Fréttabréf

Hafir þú skráð þig í áskrift á fréttabréfi Norræna hússins vistum við netfangið þitt í þeim tilgangi að senda þér fréttir og tilkynningar um viðburði í húsinu. Við munum ekki gefa netfangið þitt áfram, selja það eða leigja út til annarra.
Við hönnum og sendum úr fréttabréf Norræna hússins með netpóstforritinu Campaign Monitor. Netpóstforritið fylgir ströngum persónuverndarreglum. Nánari upplýsingar um stefnu þeirra má finna á Campaign Monitor help Center.

Þú getur sagt upp áskrift á fréttabréfi okkar hvenær sem er með því að nota tengilinn neðst í fréttabréfinu sem segir Unsubscribe.

Umsókn um lán eða leigu á rými í Norræna húsinu

Þegar þú fyllir út umsókn um leigu eða lán á rými í Norræna húsinu vistast upplýsingarnar þínar sjálfkrafa í gagnagrunni okkar. Gagnagrunnur okkar er geymdur hjá netþjónustuaðilanum 1984 ehf. Upplýsingar sem skráðar eru í umsóknir eru aðeins notaðar til þess að afgreiða bókanir og undir engum kringumstæðum er þeim deilt með utanaðkomandi aðilum.
Ef þú óskar þess að upplýsingum þínum sé eytt úr gagnagrunni okkar biðjum við þig að senda okkur póst á info@nordichouse.is með efnislýsingunni „Eyða persónuupplýsingum“.

Reikningar

Upplýsingar á reikningum sem sendir eru til Norræna hússins og frá Norræna húsinu eru geymdar samkvæmt reglugerðum um bókhald.
Norræna húsið áskilur sér rétt til að breyta stefnu sinni ef þörf krefur.

Takk fyrir að heimsækja vefinn okkar.