Framkvæmdir í Norræna húsinu

Núverandi staða framkvæmda:

Fyrsti áfangi endurbætur á þaki: LOKIÐ
Annar áfangi innanhúss: Janúar – Júní.
Endurbætur hefjast á skrifstofum starfsfólks, almenningsrými verða opnin að venju. Við biðjumst velvirðingar ef eitthvað ónæði hlýst af framkvæmdum.
Framkvæmdir við þriðja áfanga, endurbætur innan og utanhúss verða 2023

Norræna húsið er einstakt kennileiti í Reykjavík og eitt mikilvægustu byggingarlistaverka Íslands. Húsið var teiknað af finnska arkitektinum Alvar Aalto og vígt árið 1968. Það hefur frá upphafi verið miðpunktur norræns samstarfs og kjarni menningarlífs í Reykjavík.

Nú hefur verið ákveðið að ráðast í allsherjarendurbætur á Norræna húsinu sem munu fara fram á tíu ára tímabili en viðamestu framkvæmdunum verður lokið á árunum 2022-2024. Húsið hefur reynst vera af háum gæðum, úr vönduðum efnivið sem stenst tímans tönn og er byggingin í raun nútímaleg miðað við sinn tíma hvað varðar tæknilegar lausnir. Staðreyndin situr þó eftir – nú eru 54 ár liðin síðan Norræna húsið var vígt og húsið er eitt fárra bygginga eftir Alvar Aalto sem ekki hefur gengist undir allsherjarendurbætur.

Það er okkur mikilvægt að húsinu verði ekki lokað alfarið á meðan endurbótunum stendur. Við munum því halda áfram með okkar starf en þó er fullvíst að það verður krefjandi að halda starfseminni gangandi á þessu tímabili. Af þeim sökum munum við á komandi tveimur árum fyrst og fremst einbeita okkur að eigin verkefnum og verkefnum sem þegar hefur verið stofnað til samstarfs við en minna verður um utanaðkomandi viðburði. Við munum einnig þróa viðburðahald utanhúss og nýta möguleika umhverfisins til fulls. Veitingastaður Norræna hússins, SÓNÓ Matseljur verður eins og áður opinn alla daga vikunnar nema mánudaga. 

Mikilvægur hluti þessara framkvæmda felst í upplýsingagjöf um framgang endurbótanna. Þeim upplýsingum munum við miðla í gegnum samfélagsmiðla okkar og hlökkum til að leyfa ykkur að fylgjast með.

Nánar á Bloggi forstjóra

Frétt úr Morgunblaðinu 30. apríl 2022 (PDF)