Baltnesk barnamenningarhátíð í Norræna húsinu

Dagana 20. apríl-14. júní fer fram Baltnesk barnamenningarhátíð í Norræna húsinu.

Norræna húsið fagnar barnamenningu með því að kynna baltneska menningu á fjölbreyttan og skapandi hátt í samstarfi við einstaklinga með baltneskan bakgrunn. Á fyrstu viku hátíðarinnar verður skólahópum boðið í klippimyndasmiðju sem er tileinkuð sögulegum byggingum gamla bæjarins í Vilníus, höfuðborg Litháens. Þar mun listakonan Jurgita Motiejunaite segja börnunum sögu bygginganna og aðstoða þau í að búa til sínar eigin klippimyndir. Klippimyndaverkin munu prýða sýningarvegg í anddyri/Atrium Norræna hússins til 14. júní – lokadags barnamenningarhátíðar.

Mikil breidd er í smiðjum fram undan og má þar nefna hljóðfærasmiðju þar sem gestir kynnast Trejdeksnis, lettnesku ásláttarhljóðfæri og baltneska sagna- og myndasmiðju sem byggir á litháískri þjóðsögu um grassnákinn.

Bókasafn Norræna hússins býður upp á sögustundir á litháísku og lettnesku og bækur á tungumálum Eystrasaltslanda verða aðgengilegar til lestrar á bókasafninu í samstarfi við Móðurmál er máttur. Bækur frá vinsæla lettneska bókaforlaginu Big and Small verða einnig dregnar fram.

Viðburðir hátíðarinnar eru ýmist opnir eða fyrirframbókaðir af skólahópum. Nánari upplýsingar og skráning á opnar vinnustofur hjá Hrafnhildi Gissurardóttur fræðslufulltrúa: hrafnhildur@nordichouse.is.

Baltnesk barnamenningarhátíð

Tilkynningar

Opnun sýningarinnar „Í síkvikri mótun: Vitund og náttúra.“

Sýningin „Í síkvikri mótun: vitund og náttúra“ opnar í Hvelfingu þann 17.apríl 2021. Opið verður samkvæmt hefðbundnum opnunartíma Hvelfingar frá 10-17 og mun 20 manna fjöldatakmörkun gilda í rýminu.

Sýningin er samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Norræna hússins í Reykjavík og er framlag Listaháskólans til ráðstefnu UArctic (Háskóla Norðurslóða) sem verður haldin í Reykjavík í maí 2021 í tilefni af formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Sýningin hefur hlotið styrki úr verkefnasjóði um samvinnu á Norðurslóðum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar (Nordic Council of Ministers) og Norræna menningarsjóðnum (Nordisk Kulturfond).

„Í síkvikri mótun: vitund og náttúra“ varpar fram svipmyndum af upplifunum, hugleiðingum og rannsóknum listamanna á sviði myndlistar, tónlistar, hönnunar og sviðslista, sem búa á hinum síkvika útjaðri norðursins. Náttúran mótar manngert umhverfi og hið manngerða hefur áhrif á náttúruna; hvort tveggja nú í eins konar hröðun sem okkur rekur ekki minni til að hafi átt sér stað áður. Stefnumót þjóðanna fjögurra minnir á mikilvæg og margslungin söguleg samskipti sem hafa mótað menningu og samfélög landanna. Umbreytingar kalla á endurskoðun fyrri viðhorfa, rýni í vitund og sjálfsmynd okkar sem einstaklinga jafn sem þjóða. Það er orsakasamhengi á milli gjörða okkar og atburða í náttúrunni; og öfugt: undir hinum langa boga náttúruafla eru einstök líf, einstök samfélög, einstakar sögur. Atburðir á Íslandi síðustu vikur, mánuði og ár minna okkur á að það er ekki stöðugleikinn sem er eðlilegt ástand, heldur hin stöðuga umbreyting alls; náttúru, manna og samfélaga.

Á sýningunni eiga verk Berglind María Tómasdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson, Emilie Dalum & Michael Richardt, Inuuteq Storch, Jóhan Martin Christiansen, Ólöf Nordal, Tinna Gunnarsdóttir, Rikke Luther og Thomas Pausz. Með þátttöku: Ana Luisa S. Diaz De Cossio og Khetsin Chuchan.
Sýningarstjórar eru Hanna Styrmisdóttir og Hulda Stefánsdóttir. Nemendur á námskeiði í sýningagerð og sýningastjórnun við Listaháskóla Íslands tóku þátt í gerð sýningarinnar.

Hvelfing, sýningarrými Norræna hússins, er opin þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17.

Tilkynningar

Dagur Norðurlanda 23. mars – fjölbreyttir viðburðir út vikuna tengdir norrænni menningu

Dagur Norðurlanda er haldinn hátíðlegur 23. mars ár hvert til að fagna norrænu samstarfi og benda á mikilvægi þess. Í tilefni dagsins í ár býður Norræna húsið upp á fjölbreytta dagskrá út vikuna. Varpað verður ljósi á norræna menningu og norrænan lífsstíl með umræðum, tónleikum, mat, barna- og unglingabókmenntum, ljósmyndakeppni o.fl. Dagskráin er haldin í samstarfi við aðila á borð við Norræna félagið á Íslandi, norræn sendiráð og sendinefndir á Íslandi.

Á deginum sjálfum verða umræður um mikilvægi menningar á Norðurlöndum á kórónuveirutímum með fjölda þátttakenda úr röðum norrænna listamanna, almennings og stjórnmálafólks, boðið verður upp á norrænt bakkelsi í kaffihúsinu MATR og nemendur í 6. bekk fá lifandi fræðslu um dægurmenningu og tungumál í hinum Norðurlöndunum. Á laugardeginum er vinnusmiðja fyrir börn út frá nýrri finnskri barnabók og á laugardagskvöldið verða tónleikar í Norræna húsinu og streymi með danska tónlistarmanninum Tue West og tónlistarkonunni GDRN. Keppt verður um vinsælustu myndirnar sem endurspegla norrænt líf undir myllumerkjunum #dagurnorðurlanda og #nordicdayiceland.

Helstu viðburðir

Ljósmyndakeppnin «norrænt líf»
Til laugardagins 27. mars kl. 15
Keppt verður um vinsælustu myndirnar sem endurspegla norrænt líf undir myllumerkjunum #dagurnorðurlanda og #nordicdayiceland

Hornsteinn eða hornreka? Umræður um virði menningar á Norðurlöndum á krepputímum. Norrænt menningarsamstarf í fortíð, nútíð og framtíð.
Þriðjudaginn 23. mars kl. 17.00-18.15 í streymi

Hvaða hlutverki hefur menningin gegnt í norrænu samstarfi þá hálfu öld sem liðin er frá stofnun Norrænu ráðherranefndarinnar?
Hvaða áhrif hefur kórónuveirufaraldurinn haft á norrænt menningarlíf?
Hvaða hlutverki mun menningin gegna í norrænu samstarfi í framtíðinni?
Þessum spurningum verður velt upp í umræðum norrænna listamanna, íbúa og stjórnmálafólks. Umræðurnar fara fram á skandínavísku. Meðal þátttakenda:
– Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri
– Aldís Mjöll Geirsdóttir, forseti Norðurlandaráðs æskunnar
– Tue West, danskur tónlistarmaður
– Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður í forsætisnefnd Norðurlandaráðs og stjórnarmaður í Norræna menningarsjóðnum
– Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda
– Ann-Sofie Stude, sendiherra Finna á Íslandi
Nánari upplýsingar og hlekkur á streymi

Lifandi fræðsla fyrir 6. bekkinga um dægurmenningu og tungumál í hinum Norðurlöndunum
Þriðjudaginn 23. mars kl. 10-12
Nemendur í 6. bekk Hólabrekkuskóla, sem er vinaskóli Norræna hússins, fá lifandi fræðslu um dægurmenningu og tungumál í hinum Norðurlöndunum. Fræðslan verður í höndum starfsnema Norræna hússins, norrænna sendiráða og sendiskrifstofa á Íslandi. Heimsóknin endar á spurningakeppni á milli nemendanna um Norðurlöndin. Markmið vinaskólaverkefnisins er að gefa nemendum færi á menningarlæsi sem nær út fyrir landsteinana.

Tilnefningar til verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir kynntar
Fimmtudaginn 25. mars kl. 10.30-11.30
Tilnefningarnar kynntar í sal Norræna hússins að viðstöddum barnahópi ásamt fulltrúum dómnefndar og tilnefndra.

Vinnustofa fyrir börn – skapaðu þína eigin tálknamöndru
Laugardaginn 27. mars kl. 13-15
Vinnustofa byggð á nýrri bók finnska rithöfundarins Lindu Bondestam sem fjallar um ævintýri einmana tálknamöndru. Í gegnum ferðalag tálknamöndrunar verða áhrif mannsins á jörðina sýnileg og hægt er að sjá fyrir sér hugsanlega framtíð mannkyns. Mismunandi efni eru notuð til að skapa bæði tálknamöndru og heimili þeirra þar sem ímyndunaraflið ræður för. Skráning nauðsynleg á hrafnhildur@nordichouse.is.

Linda Bondestam er margverðlaunaður myndskreytir en hún er höfundur bókarinnar og sýningarinnar um Eggið sem stendur yfir í Norræna húsinu. Nánari upplýsingar um sýninguna.

Tónleikar Tue West og GDRN
Laugardaginn 27. mars kl. 20
Danski tónlistarmaðurinn Tue West og íslenska tónlistarkonan GDRN koma fram á tónleikum í sal Norræna hússins sem verður jafnframt streymt. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við danska sendiráðið og sendinefnd Evrópusambandsins. Miðar á tónleikana fást á tix.is á 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir nema.
Nánari upplýsingar.

Sögustundir fyrir börn
Laugardag og sunnudag 27. og 28. mars
Sögustundir með upplestri á skrímslabókum Áslaugar Jónsdóttur.
Laugardag kl. 12 á norsku, sunnudag kl. 11 á íslensku, kl. 12.30 á sænsku, kl. 14 á finnsku og kl. 15.30 á dönsku.

Norrænt bakkelsi á boðstólum kaffihússins MATR
Þriðjudag til föstudags kl. 12-16
Kaffihúsið MATR í Norræna húsinu verður með norrænt bakkelsi á boðstólum auk sinna hefbundnu veitinga af ýmsu tagi.

Tilkynningar

Norræna Húsið lokað í dag 24.Febrúar

Norræna húsið verður lokað í dag 24. Febrúar vegna skjálftavirkni á Reykjanesskaga.

The Nordic House is closed today the 24th of February due to seismic activity on the Reykjanes peninsula.

Nordens hus er lukket i dag den 24. februar på grund af seismisk aktivitet på Reykjanes-halvøen.

Tilkynningar

Öflugt barnastarf framundan í Norræna húsinu

Öskudagur í Norræna húsinu

17.2.2021

Ungir gestir sem koma í barnasýninguna Eggið á Öskudaginn og gera sögupersónu með aðstoð safnkennara fá eitthvað sætt að launum. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að vera með grímur.

Vinsamlega skráið ykkur hér.

Vetrarfrí – ókeypis námskeið fyrir börn á öllum aldri

22.–23. febrúar

Stilla úr This is Heaven

Leirsmiðja — 
Hvað óttast þú mest?

09:00–11:30

Leirsmiðja fyrir 8–12 ára þar sem hug­takið ótti og hræðsla eru í aðalhlut­verki. Með því að búa til fígúrur, skrímsli og bakgrunna sem lýsa aðstæðum sem við hræðumst mest, verða þær kannski minna ógnvekjandi. Lýsing og ljós­mynd­un verður notuð til að skrásetja mis­munandi stig ferlisins og á lokadaginn verður gert sameiginlegt ógnvekjandi lokaverk!

Nánar hér

Hreyfimyndasmiðja í tengslum 
við sýninguna Undirniðri

13:00–16:00

Ari H.G. Yates kennir 13 ára og eldri vandaða hreyfi­myndasmiðju þar sem notast verður við leir og annan efnivið. Hann fer í gegnum allt ferli kvik­mynda­gerðar og kennir aðferðir við að skapa bæði sögulínu og myndhandrit. Þema smiðjunar byggist að miklu leiti á sýningunni Undir­niðri. Mælt er með að koma með spjaldtölvu en ekki nauð­synlegt. Áhugasamir eiga kost á fram­halds­námskeiði.

Nánar hér

Föndraðu þína eigin sögupersónu!

10:00–16:30

Eggið, gagnvirk barnasýning sem er byggð á samnefndri barnabók eftir Linda Bondestam, verður opin fyrir börn á aldrinum 3 til 8 ára og fjölskyldur þeirra. Sýningin er staðsett á barnabókasafni Norræna hússins og í tengslum við hana er til staðar efniviður sem hugmyndaríkir gestir geta notað til að föndra sína eigin sögupersónu. Leiðbeinandi verður á staðnum á meðan opnun sýningarinnar stendur og er talandi á íslensku, ensku og sænsku.

Klukkan 11 og 13 báða dagana verður upplestur á bókinni og áheyrendum verður boðin leiðsögn um sýninguna.

Nánar hér

Sögustundir um helgar

Sögustundir á laugardögum eru hafnar á ný og eru í boði á flestum Norðurlandamálunum: norsku, dönsku, íslensku, sænsku og finnsku á laugardögum í barnabókasafni Norræna hússins. Lesið er úr bókum eftir bæði íslenska höfunda og höfunda frá hinum Norðurlöndunum. Eftir upplesturinn er tilvalið að leika sér í Barnahelli en þar er að finna barnabækur, spil, litil og leikföng. Börn á öllum aldri eru hjartanlega velkomin ásamt fjölskyldum sínum.

Sögustundir eru birtar á viðburðadagatali.

Tilkynningar

Covid-19

Velkomin í Norræna húsið. Okkur er umhugað um öryggi gesta okkar og förum í hvívetna eftir gildandi sóttvarnarreglum yfirvalda gildandi-takmarkanir-i-samkomubanni.

Opnunartími
Upplýsingar um opnunartíma og breytingar á honum vegna Covid-19 má finna hér.

Örugg heimsókn
Við biðjum gesti okkar vinsamlegast að:

 • Halda 2ja metra regluna og aðrar takmarkanir sem í gildi eru, bæði gagnvart öðrum gestum og starfsfólki hússins. Upplýsingar um ríkjandi takmarkanir má finna hér.
 • Nota andlitsgrímu – í Norræna húsinu er grímuskylda
 • Forðast handabönd og faðmlög.
 • Hósta í handarkrika og þvo hendur reglulega. Handsprill má finna í öllum vistarverum hússins.
 • Fara eftir og virða þær reglur sem í húsinu eru.

Hvelfing og bókasafnið
Það er EKKI nauðsynlegt að bóka tíma í Hvelfingu eða á bókasafnið nema um skipulagðan viðburð sé að ræða. Starfsfólk fylgist með fjölda gesta þannig að hægt sé að halda gildandi fjarlægðarmörk. Þjónustuborð og húsgögn eru þrifin og sótthreinsuð reglulega. Allar bækur fara í 3ja daga sóttkví þegar þeim er skilað.

Salur
Fyrir viðburði er sætum í sal raðað upp með 1-2 metra millibili. Allir stólar eru þrifnir og sótthreinsaðir reglulega. Til að koma í veg fyrir að röð myndist fyrir viðburði verður Salurinn opnaður tímanlega.

Viðburðir
Við getum aðeins tekið við lágmarksfjölda gesta í einu og því er nauðsynlegt að allir gestir á viðburðum og vinnustofum skrái sig fyrirfram. Þetta gildir líka um viðburði sem eru ókeypis.

Hlekkur á skráningu viðburða má finna í viðburðadagatali hússins. Frekari upplýsingar má nálgast með að senda okkur póst á info@nordichouse.is eða í síma 551-7030

Endurgreiðsla miða
Ef þú finnur fyrir flensueinkennum eða ert í sóttkví vegna COVID-19 biðjum við þig að vera heima og við endurgreiðum þér miðann þinn. Við notum TIX til að endurgreiða miða og gerist það sjálfkrafa um leið og miði er afbókaður.

CAFÉ MATR og SONO matseljur
Fyrir opnunartíma kaffihússins og COVID-19 vinsamlega skoðið Facebook síðu MATR hér.

Fyrir opnunartíma, tímapantanir og COVID-19 reglur fyrir SONO matseljur vinsamlegast skoðið Facebook síðu þeirra hér.

Við þökkum skilninginn og tillitssemina og hlökkum til að sjá ykkur!

Tilkynningar

Opnunartími á hátíðsdögum

 • Uppstigningardagur 21. maí OPIÐ 10-17  (MATR opið 12-16)
 • Hvítasunnudagur 31.maí  OPIÐ 10-17  (MATR lokað)
 • Annar í hvítasunnu 1. júní LOKAР (mánudagur)
 • Þjóðhátíðardagur Íslendinga 17. Júní LOKAÐ
 • Frídagur verslunarmanna  3. ágúst- LOKAÐ

Skoða viðburðadagatal

 

Fyrir nánari upplýsingar sendið póst á info@nordichouse.is

Tilkynningar

Norræna húsið opnar að nýju þriðjudaginn 5. maí

Norræna húsið opnar að nýju þriðjudaginn 5. maí 2020 þegar samkomubannið hefur verið rýmkað. Starfsemin fer varlega af stað og verður í samræmi við leiðbeiningar Almannavarna.

Opnunartími hússins er kl. 10-17. Húsið er lokað á mánudögum.

Fyrir utan fastan opnunartíma hússins:
MATR
kaffihús verður opið frá 12-16. Lokað á mánudögum.
Hvelfing opnar 16. maí með sýningunni ÍSLENSK GRAFÍK.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Tilkynningar

Norræna húsið hættir heimsendingum

Norræna húsið hefur þurft að hætta heimsendingum á bókum vegna covid-19.

 

Nordens Hus kan ikke låne ud flere bøger

Efter vejledning fra sundhendsministeriets advokater, har bibliotekerne på Island besluttet at stoppe alt udlån. Dette betyder beklageligvis at vi heller ikke kører udlånsmaterialer ud længere. Vi takker alle jer som lavede materiale bestillinger og brugte vores dør-til-dør service.

E-bøger og lydbøger 
I disse tider kan vi dog henvise til vores digitale samling på 62.000 e-bøger og lydbøger (https://nordenshus.elib.se/), hovedsageligt på svensk og finsk. Hvis du er låner i Nordens Hus, kan du bruge dit lånerkort eller kennitala til at logge ind, samt din selvvalgte 4-cifrede kode.

 

 

Frá bókasafni, Tilkynningar

NORRÆNA HÚSIÐ LOKAR Í FJÓRAR VIKUR   

Vegna fyrirliggjandi ákvörðunar um samkomubann höfum við ákveðið að aflýsa öllum viðburðum í húsinu næstu fjórar vikurnar og loka Norræna húsinu fyrir almenningi frá 14. mars- 14. apríl. Hægt verður að ná í starfsfólk eins og venjulega í gegnum síma og með tölvupósti á vinnutíma.

Öll útlán á bókasafni lengjast sjálfkrafa til 30. april.

Við bendum á Instagram & Facebook síðu Norræna hússins þar sem við ætlum að halda áfram að birta skemmtilegt efni og miðla norrænni menningu.

Einhverjar spurningar? sendu okkur línu á netfangið: info@nordichouse.is

Tilkynningar

MATR – Nýtt kaffihús í Norræna húsinu

MATR opnar í Norræna húsinu þriðjudaginn 3.mars

MATR er forn ritháttur á orðinu matur og einnig nafn á eins árs tilraunaverkefni í ruslfríum og vistvænum veitingarekstri í Norræna húsinu. MATR mun bjóða upp á huggulega og fjölskylduvæna stemmningu þar sem áhersla verður lögð á norræna matargerð, nýtni og virðingu fyrir hráefninu.

Á MATR verður boðið upp á síðbúinn morgunverð og gómsæta rétti í hádeginu en yfir daginn er sænska hugtakið „fika“ haft að leiðarljósi; það að slaka á og njóta þess að fá sér kaffi og meðí í góðra vina hópi.

Það er sjónvarpskokkurinn og matgæðingurinn Árni Ólafur Jónsson sem stendur í forsvari fyrir þessu nýja og spennandi kaffihúsi.  Árni ætti að vera mögrum kunnugur úr matreiðsluþáttunum Hið blómlega bú sem sýndir voru á stöð tvö fyrir nokkrum árum.

Opnunartími
Þri-sun kl. 10-17.

Tilkynningar

Sýningarsalur Norræna hússins opnar að nýju þann 24. janúar 2020

Sýningarsalur Norræna hússins opnaði að nýju þann 24. janúar 2020 með finnsku myndlistarsýningunni LAND HANDAN HAFSINS.

Í mars 2019 var sýningarsal Norræna hússins lokað vegna vatnsleka. Í kjölfarið hófust umtalsverðar viðgerðir á rýminu og salurinn endurnýjaður í upphaflegri mynd. Lagt hefur verið nýtt gólfefni og  loftræstikerfi ásamt því sem opnað hefur verið á milli tveggja rýma sem áður voru aðskilin.  Steinveggir, tréhurðir og trébitar í loftinu setja svip á mínímalískan salinn sem býður upp á mikla möguleika fyrir myndlist af öllu tagi. Fyrir framan salinn opnar Hönnunarverslun Norræna hússins en hún var áður staðsett á efri hæð hússins. Verslunin mun selja gjafavöru eftir norræna hönnuði og arkitekt hússins, Alvar Aalto.

Hvelfing
Hvelfing er nýtt nafn á sýningarsal Norræna hússins. Hvelfingin er undirstaða hússins og í hvelfingunni eru verðmætustu gripirnir varðveittir. Í sýningarrýminu verður listin hluti af norrænni samfélagsorðræðu. Í Norræna húsinu er lögð mikil áhersla á jafnrétti, sjálfbærni og fjölbreytileika og mun það endurspeglast í sýningarskránni í ár. Sýningarnar verða ýmist settar upp af Norræna húsinu eða í samstarfi við aðra.

Fjórar sýningar eru fyrirhugaðar á árinu 2020
Fyrst verður samsýning finnsks listafólks, Land handan hafsins, sem Pro Artibus stofnunin hefur veg og vanda af. Í apríl opnar sýning í tilefni hálfrar aldar afmælis íslenskrar grafíkur og í sumar stendur húsið að sýningu í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Platform Gátt á hennar vegum sem mun kynna ungt og upprennandi listafólk á Norðurlöndum. Í haust opnum við síðan stóra og glæsilega samsýningu í Norræna húsinu sem fjallar um jafnrétti og kyn í norrænu samhengi. Á sýningunni munu margir af eftirsóttustu listamönnum norðurlandanna sýna. Allar nánari upplýsingar um sýningar hússins verða birtar á vef Norræna hússins þegar nær dregur.

Sagan
Sýningarsalur Norræna hússins var vígður árið 1971, þremur árum eftir að húsið opnaði. Ivar Eskeland, fyrsti forstjóri Norræna hússins, áttaði sig fljótlega á því að skortur var á sýningarrými í Reykjavík og hóf árið 1969 undirbúning að því að innrétta sýningarsal í lausu rými í kjallara hússins. Norðurlöndin tóku þátt í að fjármagna verkið. Árið 1971 var sýningarsalurinn tekinn í notkun og gegndi hann frá upphafi mikilvægu hlutverki í myndlistarlífinu í Reykjavík. Ýmsir áhugaverðir listamenn frá Norðurlöndum hafa sýnt þar í áranna rás. Sem dæmi má nefna Ju- hani Linnovaara, Roj Friberg, Ragnheiði Jónsdóttur og Hafsteinn Austmann.

Tilkynningar

Norræna húsið er lokað yfir hátíðirnar

Kæru viðskiptavinir,

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum allar góðar stundir á árinu sem er að líða.

Jólakort

Vinsamlegast athugið að Norræna húsið er lokað frá 24. desember 2019 til 7. janúar 2020.

Þann 24. janúar 2020 bjóðum við til veislu og sýningaropnunar þegar Norræna húsið kynnir nýtt fjölskylduvænt veitingahús og endurbætt sýningarými.

Nánari upplýsingar um opnunina koma fljótt og verða birtar á vefnum okkar. Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu sent boðskort  www.nordichouse.is

Kveðja
Starfsfólk Norræna hússins

Tilkynningar

Norræna húsið auglýsir eftir móttöku- og þjónustufulltrúa  í sýningarsal

Hefur þú áhuga á menningu og listum?

Norræna húsið auglýsir eftir móttöku- og þjónustufulltrúa  í sýningarsal.
Um er að ræða hluta- og helgarvinnu. 

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto. 

Við leitum að skapandi einstaklingi til að sinna móttöku sýningagesta, svara fyrirspurnum og annast sölu á hönnunarvörum. Önnur verkefni eru m.a skráning gagna, vöktun sýninga og önnur tilfallandi verkefni. Menntun í listum og menningu og/eða reynsla af opinberum störfum er kostur.  Við leitum að sveigjanlegum einstaklingi með mikla þjónustulund sem á auðvelt með að vinna bæði sjálfstætt og í hóp.  Krafa er gerð um að viðkomandi hafi gott vald á íslensku og ensku og er kunnátta í einu norðurlandamáli kostur. 

Frekari upplýsingar veitir Sabina Westerholm forstjóri Norræna hússins í tölvupósti  eða í síma 551 7030. Umsóknum skal skila á ensku ásamt ferilskrá  á netfangið sabina@nordichouse.is Umsóknarfrestur er 22. desember 2019. 

Nánari upplýsingar um húsið er að finna á www.norraenahusid.is  

Laus störf, Tilkynningar, We are hiring

Opnunartími hússins 4. og 6. september 2019

SÉRSTAKIR OPUNARTÍMAR verða þann 4. og 6. september n.k vegna námskeiða sem haldin eru fyrir starfsfólk Norræna hússins. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Miðvikudaginn 4. september er opið 13-17.
Föstudaginn 6. september er opið 10-13.

 

Óflokkað, Tilkynningar

Barnabókaflóðið opnar að nýju

Barnabókaflóðið silgdi inn á barnabókasafn Norræna hússins

Við höfum opnað á ný Barnabókaflóðið, nú í breyttri mynd á barnabókasafninu okkar. Verið öll hjartanlega velkomin.
Barnabókaflóðið er ævintýraleg gagnvirk sýning fyrir börn á aldrinum 5-11 ára
Sýningin er opin alla virka daga frá 13-17 helgar 10-17
Aðgangur er ókeypis 

Nánari upplýsingar

Tilkynningar

Nýr forstjóri Norræna hússins Sabina Westerholm

Nýr forstjóri tók til starfa í Norræna húsinu 2. janúar 2019.  Sabina Westerholm (FI) var áður framkvæmdastjóri Stiftelsen Pro Artibus sem hefur að markmiði að styðja myndlist á svæðum í Finnlandi þar sem töluð er sænska.​  Sabina stefnir að því að þróa frekar starfsemi í Norræna húsinu fyrir börn og ungmenni:

– Ég vil að Norræna húsið sé vettvangur umræðna um málefni sem eru efst á baugi í norrænu tilliti. Mitt markmið er að koma á fót verkefnaheildum um þemu og þvert á listgreinar auk hágæða dagskrár fyrir börn og ungmenni.

Sabina tók við af Mikkel Harder (DK) sem hefur verið forstjóri Norræna hússins frá árinu 2015.

Frétt af vef norden.org 

Tilkynningar

500 skólabörn heimsóttu Barnabókaflóðið

List fyrir alla stóð fyrir skólaheimsóknum ríflega 500 barna úr 2.-5. bekk á sýninguna Barnabókaflóðið í Norræna húsinu. Barnabókaflóðið er gagnvirk sýning um ævintýraheim barnabókmenntanna þar sem börnin fá tækifæri til að nota ímyndunaraflið og semja sína eigin sögu.

Sýningin verður opin til aprílloka 2019.

Vinnustofurnar 
Listrænn stjórnandi sýningarinnar, rithöfundurinn og teiknarinn Kristín Ragna Gunnarsdóttir, tók á móti hópum frá grunnskólum í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Álftanesi, Vogum og Grindavík. Börnin byrjuðu á að klæða sig í búninga og útbjuggu svo sitt eigið vegabréf sem þau stimpluðu í á ferð sinni um völundarhús barnabókanna. Þau hlýddu á ljóðalestur, fóru í ævintýrasiglingu í víkingaskipi inn í heim Norrænnar goðafræði og leystu bráðskemmtileg verkefni. Litskrúðugar sögupersónur spruttu fram, skriðið var inn í skáldafjall og kíkt í bókakrók. Krakkarnir settu saman ljóðlínur, sköpuðu allskyns söguheima og byrjuðu að skrifa eigin ævintýri sem þau geta unnið áfram með í skólanum. Að endingu létu börnin sig dreyma innan um stjörnuþokur og norðurljósadýrð. Í lok heimsóknarinnar voru þau hvött til að æfa sig í að setja sig í spor annarra og halda áfram að skrifa, teikna og lesa spennandi sögur.

Eftir áramót verður boðið upp á leiðsögn um Barnabókaflóðið fyrir skólahópa úr 1.-5. bekk grunnskóla og elstu börn í leikskóla. Leiðsögnin tekur um eina og hálfa klukkustund og mun starfsmaður Norræna hússins sjá um hana. Áhugasamir geta pantað leiðsögn með því að senda tölvupóst á telma@nordichouse.is.

Tilkynningar

Norræna húsið er lokað yfir hátíðirnar

Kæru viðskiptavinir,

Norræna húsið er lokað frá 24. desember 2018 til 2. janúar 2019.

 • Barnabókaflóðið er lokað frá og með 22. desember 2018 og opnar aftur á nýju ári. Nánari tímasetning kemur síðar.
 • Verslun og móttaka eru lokuð frá og með 23. desember 2018 og opnar aftur 2. janúar 2019.
 • Bókasafnið lokar frá og með 20. desember og opnar aftur 7 janúar.
 • Aalto Bistro er lokað frá og með 24. desember og opnar aftur 2. janúar.

 

Gleðileg jól og gæfuríkt ár 
starfsfólk Norræna hússins

Tilkynningar

Norræn dagskrá á Lýsu 2018 – Hofi Akureyri –

Norðurlönd í fókus, Norræna félagið og Halló Norðurlönd standa fyrir dagskrá á samfélagshátíðinni LÝSU á Akureyri um helgina!
Dagskráin hefst kl. 11:15 þegar forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir tilkynnir tilnefningar ársins til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018.

FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER

11:15 – 12:00 HAMRAGIL
Tilkynnt um tilnefningar til Umhverfisverðlauna
Norðurlandaráðs 2018
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnir opinberlega um tilnefningar til
hinna virtu Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Þema verðlaunanna í
ár er verndun lífsins í hafinu. Með þemanu vill norræna dómnefndin vekja
athygli á verkefnum sem styðja hin nýju heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
fyrir 2030 en „lífið í hafinu“ er einmitt 14. markmiðið í dagskrá SÞ.

13:00 – 13:45 LUNDUR
Samvinna Norðurlanda
Bogi Ágústsson formaður Norræna félagsins fjallar um norrænu ríkin í gamni
og alvöru. Hvað Norðurlöndin eigi sameiginlegt, af hverju hafa þau séð sér hag
í vinna svo náið saman, af hverju varnar- og öryggismál eru ekki lengur tabú í
norrænni samvinnu? Hvernig má búast við að samvinnan þróist, er kannski
möguleiki á að draumur sem sænski sagnfræðingurinn Gunnar Wetterberg
setti fram um norrænt sambandsríki verði að veruleika? Hvernig liti slíkt ríki
út, hver yrði höfuðborgin og þjóðhöfðingi, hvaða tungumál ætti að tala og hver
yrði þjóðsöngurinn?

14:00 – 14:30 LUNDUR
Kosningarnar í Svíþjóð
Þingkosningarnar í Svíþjóð fara fram sunnudaginn 9. september n.k. og það
stefnir í spennandi baráttu. Håkan Juholt sendiherra Svíþjóðar á Íslandi og
Bogi Ágústsson formaður Norræna félagsins fara yfir stöðu stjórnmála í
Svíþjóð fyrir kosningarnar. Umræðurnar fara fram á ensku.

16:15 – 17:15 LUNDUR
Jafnlaunavottun
Á Íslandi hefur verið innleidd jafnlaunavottun, en það framtak varð
velferðarnefnd Norðurlandaráðs hvatning til þess leggja fram tillögu um
samnorræna vottun. Stjórnmálafólk og fagaðilar ræða jafnlaunavottun, hvers
vegna var hún færð í lög? Hvernig gengur framkvæmdin og hverjir eru kostir og
gallar við vottunina?
Þátttakendur eru Þorsteinn Víglundsson alþingismaður Viðreisnar og
fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, Katrín Björg Ríkharðsdóttir
framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, Steinunn Þóra Árnadóttir alþingiskona
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og situr í norrænu velferðarnefndinni
og Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðarstofnunar.

18:00 – 20:00 HAMRABORG
UseLess: heimildarmynd og umræður um matar- og tískusóun
Verðlaunamyndin UseLess er glæný heimildarmynd sem fjallar um hvernig
sóun á mat og tískuvarningi hefur orðið að alvarlegu samfélags- og
umhverfisvandamáli heiminum, ekki síst í ríkustu löndum heims. Myndin er
lausnamiðuð og kynnir ýmis ráð sem áhorfendur geta tileinkað sér til að taka
skref í rétta átt.
Framleiðendur myndarinnar, Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir
segja frá tilurð myndarinnar og umræður fara fram að sýningu lokinni. Þátttakendur:
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska; Brynhildur
Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna; Kolbeinn Óttarsson
Proppé, þingmaður VG og fulltrúi Íslands í sjálfbærninefnd Norðurlandaráðs.
Bogi Ágústsson formaður Norræna félagsins stjórnar umræðum.

12:00 – 12:30 LUNDUR
#MeToo samtal
Samfélagsmiðlabyltingin MeToo skók allan
heiminn og bárust fréttir og sögur daglega
af mikilli valdmisbeitingu í öllum geirum.
Enn berast fréttir í tengslum við MeToo, en
hver eru áhrif MeToo á samfélagið? Hvað
eigum við eftir að sjá enn?
Sunna Valgerðardóttir fjölmiðlakona ræðir
við þær Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur
ritara og þingkonu Sjálfstæðisflokksins,
Dóru Björt Guðjónsdóttur oddvita Pírata í
Reykjavík og forseta borgarstjórnar,
Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann
Eflingar og Sögu Garðarsdóttur leik- og
fyndlistakonu um MeToo byltinguna og
áhrif hennar í samfélaginu.

12:45 – 13:30 SVALIR
Velferðartækni
Velferðartækni er samheiti yfir tæknilausnir
sem leggja áherslu á að nýta tækni
og snjalllausnir til að auðvelda fólki að búa
á eigin heimili og við betri lífsgæði þrátt
fyrir öldrun, fötlun eða veikindi.
Velferðartækni miðar að allir geti verið
virkir þátttakendur í samfélaginu eins lengi
og kostur er. Halldór Guðmundsson
framkvæmdastjóri Öldrunarheimila
Akureyrar fjallar um og kynnir þá möguleika
sem velferðartækni býður uppá.

14:00 – 14:45 SETBERG
Kynning á norrænu samstarfi
og verkefnum
Kynningin fer fram í formi örfyrirlestra þar
sem farið verður yfir þau helstu verkefni
sem Norræna félagið og Norræna húsið
standa að. Kynnt verða verkefni eins og
upplýsingaþjónustan Halló Norðurlönd,
Nordjobb, Norden i Skolan, Norræna
bókmenntavikan, Norðurlönd í Fókus og
verðlaun Norðurlandaráðs. Einnig verða
veittar upplýsingar um norræna styrki.

 

Tilkynningar

OPIÐ fyrir UMSÓKNIR: Pikknikk Tónleikaraðar Norræna hússins 2018

Vilt þú spila tónlist í Vatnsmýrinni í sumar?

Pikknikk Tónleikaröðin er einn vinsælasti viðburður Norræna hússins og fastur liður í menningardagskrá þess. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins á sumrin og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur. Frítt er inn á alla tónleikana og einkum vinsælt er að sitja á grasinu í kring og njóta léttra veitinga þar sem tónlistin sameinast náttúrunni í eina fallega heild.

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir Pikknikk tónleikaröðina sumarið 2018.

Við leitum að:
– Tónlist sem hentar vel að flytja utandyra án mikils hljóðkerfis.
– Tónlistarmönnum sem hafa gaman að því að tala við áhorfendur og kynna lög sín.
– Tónlist sem höfðar bæði til íslendinga og til ferðamanna.
– Tónlistarfólki/hljómsveitum sem getur spilað í takmörkuðu rými.
– Tónlist með norræna tengingu. Ath, ekki krafa.

Ef þú hefur áhuga á því að spila á Pikknikk Tónleikaröðinni 2018 sendu tölvupóst á umsjónarmann tónleikanna, Mikael Lind, fyrir 30. mars 2018. Í umsókninni skal koma fram; stutt lýsing á tónlistarmanni/hljómsveit, linkar á tóndæmi og/eða myndbönd. Þátttakendur fá greitt fyrir tónleikana.

Pikknikk Tónleikaröð Norræna hússins
Mikael Lind
Netfang: mikaellind@nordichouse.is

Tilkynningar

APPLICATIONS FOR ICE HOT REYKJAVÍK

CALL FOR APPLICATIONS FOR ICE HOT REYKJAVÍK 2018 IS NOW OPEN!

The call for application to perform and present work at ICE HOT Reykjavík opens today and closes 31st of January 2018. The platform will take place 12th–16th of December 2018 in the capital of Iceland, Reykjavík.

All Nordic contemporary dance artists working and living in one of the Nordic countries and/or receiving funding from one of the Nordic countries are eligible to apply.

The genre presented at all ICE HOT platforms is contemporary dance, in all its variety and forms. ICE HOT Reykjavík encourages applications for both staged work in theatre spaces and other venues as well as site specific on location work. In Reykjavík, we will offer the new option of presenting works in progress or new artistic ideas during our pitch sessions MORE MORE MORE.

We encourage you to consider applying for ICE HOT Reykjavík.

With greetings from
ICE HOT Nordic Dance Platform Partners

APPLY HERE!

Tilkynningar

Opnunartími í desember og janúar

Kæru viðskiptavinir,

Norræna húsið er lokað frá 24. desember 2017 til og með 1. janúar 2018.

AALTO Bistro verður opið:
Miðvikudag 27. desember – Laugardag 30. desember
kl. 11:30 – 21:30 alla dagana

Norræna húsið
Virka daga: 09:00 – 17:00
Miðvikudaga: 09:00 – 21:30
Helgar: 10:00-17:00

Móttaka
Virka daga: 09:00 – 17:00
Miðvikudaga: 09:00 – 21:00
Helgar: 10:00-17:00

Bókasafn
Virka daga: 10:00 – 17:00
Miðvikudaga: 10:00 – 21:00
tel: +354 5517090

Sýningarsalir
Virka daga: 11:00 – 17:00
Miðvikudaga: 11:00 – 21:00

AALTO Bistro
Sun – Þrið: 11:30 – 17:00
Mið – Lau: 11:30 – 21:30
tel. 5510200

Skrifstofur
Mon – Fri: 09:00 – 16:00

Við óskum gestum og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og þökkum samveruna á árinu sem er að líða. 

Kær kveðja Starfsfólk Norræna hússins.

 

 

 

 

 

Tilkynningar

Ókeypis skólavist

Lýðháskólanám í Færeyjum september – desember 2017

Lýðháskólinn í Færeyjum býður tveimur ungmennum frá Íslandi skólavist, þeim að kostnaðarlausu. skráning á: haskulin@haskulin.fo  


Hefur þú áhuga á því að fara í Lýðháskóla í Færeyjum? Þá er þetta kjörið tækifæri fyrir þig. 

Í Lýðháskóla Færeyja er engin námsáætlun, engin próf og engin pressa.

Í Lýðháskóla Færeyja færðu frið og ró til að líta inn á við, út í heim og spá í framtíðinni.

Í Lýðháskóla Færeyja færðu tækifæri til að kynnast nýju fólki, prófa nýja hluti og upplifa nýtt umhverfi.

Í Lýðháskóla Færeyja býrðu í fjóra mánuði á huggulegri heimavist með ungmennum víðsvegar að frá Færeyjum og öðrum Norðurlöndum.

Í Lýðháskóla Færeyja muntu eignast vini fyrir lífstíð.

 

Nánari upplýsingar:

    www.instagram.com/foroyafolkahaskuli

    www.facebook.com/haskulin

    www.haskulin.fo

 

Tilkynningar

Listaverkauppboð til styrktar Ordskælv

Listaverkauppboð fyrir Ordskælv verður haldið 18. september kl. 15:30-17:oo (dönskum tíma) í Árósum. Hægt er að fylgjast með uppboðinu á Facebook síðu Ordskælv: fb.com/ordskaelv

Nánari ypplýsingar á dönsku:

Med originale værker af anerkendte nordiske kunstnere som Knud Odde (DK), Gabríela Friðriksdóttir (IS), Patrik Gustavsson (SE). Download katalog over alle værker på www.ordskaelv.org fra den 5. september.

Bruun Rasmussen Kunstauktioner svinger hammeren til fordel for Ordskælv. Byd på originale værker af anerkendte nordiske kunstnere som Knud Odde (DK), Gabríela Friðriksdóttir (IS), Hannu Väisänen (FI) og Patrik Gustavsson (SE) og hør de unge forfattere læse op af deres personlige fortællinger fra bogudgivelsen „I morgen er aldrig en ny dag“, når de modigt og ærligt inviterer dig ind i deres liv.

Al overskud fra auktionen deles 50/50 mellem de bidragende kunstnere og Ordskælv – et skriveværksted og non-profit forlag, der sætter menneskers egne fortællinger i centrum.

Tak for din støtte! Følg os på fb.com/ordskaelv, hvor de originale værker og program annonceres løbende.

PROGRAM
Tid 18. september 2017, kl. 15.30-17.00
Sted Remisen på Godsbanen

15.30 Velkommen
Zainab Nasrati, næstformand af Ordskælv, byder velkommen.

15.40 Forfatteroplæsninger
Mød Charlotta Rós Sigmundsdóttir (IS), Signe Tue Christensen (DK), og Hanna Liljendahl Juhl (DK), der er tre af de unge forfattere bag den nordiske bogudgivelse ”I morgen er aldrig en ny dag”, og hør dem læse op af deres værker.

16.00 Fundraising auktion
Auktionarius Peter Beck fra Bruun Rasmussen svinger hammeren til fordel for Ordskælv. Kom og byd på originale værker af nordiske kunstnere som bl.a. Knud Odde (DK), Gabríela Friðriksdóttir (IS), Hannu Väisänen (FI) og Patrik Gustavsson (SE) og støt en god sag.

16.55 Tak!
Zainab Nasrati, næstformand af Ordskælv, takker for i dag.

Tilkynningar

Open Call – órafmagnað Iceland Airwaves Off-venue

Norræna húsið hefur opnað fyrir umsóknir fyrir hljómsveitir og tónlistarfólk til að taka þátt í órafmögnuðum Airwaves off-venue tónleikum, föstudaginn 3. nóvember 2017.
Allir geta sótt um, en húsið leggur áherslu á að miðla menningu frá Norðurlöndunum. Hljómsveitir eða tónlistarfólk sem býr í norrænum – eða eystrasalts löndunum, eða eru af norrænu þjóðerni en eru búsett annar staðar í heiminum er velkomið að sækja um.

Tónleikarnir fara fram í aðalsal Norræna hússins og verða órafmagnaðir.

Umsóknarfrestur er til 15. september 2017 og skal umsóknum skilað á netfangið: gunn@nordichouse.is 

Vinsamlegast hafið umsóknina á ensku eða einu skandinavísku tungumáli, merkt: AIRWAVES OFF-ARENA 2017.
Umsóknum skulu fylgja stutt ágrip umsækjanda ásamt linkum á tónlist og/eða myndbönd.

Órafmagnaðir Off-venue tónleikar í Norræna húsinu 3. nóvember 2017, milli klukkan 14:00 og 20:00.  Aðgangur verður ókeypis og allir velkomnir.

FAQ
Q: Is the audience seated or standing?
A: The venue has seats for 80 people with an option for the audience to stand in the back.

Q: Is there a stage?
A: Yes.

Q: Is there a PA?
A: Yes. There is a JBL PA with a 16 channel Soundcraft mixer.

Q: Are there monitors?
A: Yes. There are 4 monitors (3 sends from the mixer).

Q: Are there lights?
A: Yes. It is 4 moving heads.

Q: Is there a back line?
A: No, this is unplugged concerts. We have a Steinway piano (Flygel)

Q: Do you have a keyboard stand?
A: No.

Q: Do you have instrument cables?
A: No. Bring your instruments and cables.

Q: Is it OK to sell merchandise?
A: Yes.

Q: Do you pay for travel and stay?
A: No, this is for artists that already planned to come to Reykjavik.

Q: Is the gig paid?
A: No, and we are really sorry for that.

Tilkynningar

Níu skúlptúrar í marmara og gleri í Nauthólsvík

Níu skúlptúrar í marmara og gleri 

Verði öll hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Capture the Blue eftir norska listamanninn Torild Malmedal í Nauthólsvík.

Sýningin verður til sýnis frá 18. júní til 16. ágúst 2017.

Norski sendiherran Cecilie Landsverk opnar sýninguna formlega kl. 15:00. Fram koma, tónlistarkonan Björg Brjánsdóttir, Knut Ødegaard ljóðsskáld og  dansarar stíga sporið við tónlist eftir Erik Syversen aka Zoundart.  Listakonan Torild Malmedal verður viðstödd opnunina.

www.arttorild.com

Tilkynningar

Volt- nýr menningar- og tungumálastyrkur fyrir börn og ungmenni

Volt- nýr menningar- og tungumálastyrkur fyrir börn og ungmenni
Nordisk kulturkontakt er að fara af stað með nýja norrænan styrkj sem hefur það markmið að markaðssetja menningu og listir frá börnum og ungmennum. Styrkurinn heitir Volt og er umsóknarfresturinn frá 4. maí til 8. júní.

Frekari upplýsingar hér fyrir neðan á ensku: 
The Nordic Council of Ministers have allocated approx. 248 000 €/year to the programme. Children and young people are a priority within the Nordic cultural cooperation. The Nordic Council of Ministers’ vision is that the Nordic Region will be the best place in the world for children and young people, one example being strengthening young people’s rights and participation in society. Volt also places great importance on the kids own creativity and participation in the projects.

Basic demands when applying Volt
Anybody within the fields of culture or education may apply. The criteria specify thatthe project revolves around children and young people aged zero – 25.
 the project’s focus is on increasing language understanding, culture and creativity
 the applicant recides in the Nordic Region
 the cooperation is made up of at least three countries in the Nordic Region
 the project will be conducted in one or several countries in the Nordic Region
The assessment is furthermore based on how much the project furthers Nordic meetings and cooperation through culture and language understanding in the Nordic region. Great importance is placed on the creativity, participation and co-determination of young people in the project and how the project has been anchored among them. You may apply between 10 000 – 70 000 €. There has to be a minimum of 30% co-financing.

More information on the criteria for Volt can be found on the Nordic Culture Point’s website:
English: https://www.nordiskkulturkontakt.org/en/grants/volt
Skandinaviska: https://www.nordiskkulturkontakt.org/sv/grants/volt
Suomi: https://www.nordiskkulturkontakt.org/fi/grants/volt
Contacts for more information: Turið Johannessen, programadvisor
turid.johannessen@nordiskkulturkontakt.org
+358 10583 1023
Ola Kellgren, director, Nordic Culture Point ola.kellgren@nordiskkulturkontakt.org +358 10 583 1001

Tilkynningar

OPIÐ fyrir UMSÓKNIR: Pikknikk Tónleikaraðar Norræna hússins

Vilt þú spila tónlist í Vatnsmýrinni í sumar?

Pikknikk Tónleikaröðin er einn vinsælasti viðburður Norræna hússins og fastur liður í menningardagskrá þess. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins á sumrin og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur. Frítt er inn á alla tónleikana og einkum vinsælt er að sitja á grasinu í kring og njóta léttra veitinga þar sem tónlistin sameinast náttúrunni í eina fallega heild.

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir Pikknikk tónleikaröðina sumarið 2017.

Við leitum að:
– Tónlist sem hentar vel að flytja utandyra án mikils hljóðkerfis.
– Tónlistarmönnum sem hafa gaman að því að tala við áhorfendur og kynna lög sín.
– Tónlist sem höfðar bæði til íslendinga og til ferðamanna.
– Tónlistarfólki/hljómsveitum sem getur spilað í takmörkuðu rými.
– Tónlist með norræna tengingu. Ath, ekki krafa.

Ef þú hefur áhuga á því að spila á Pikknikk Tónleikaröðinni 2017 sendu tölvupóst á umsjónarmann tónleikanna, Mikael Lind, fyrir 20. apríl 2017. Í umsókn skal skal koma fram; stutt lýsing á tónlistarmanni/hljómsveit, linkar á tóndæmi og/eða myndbönd. Þátttakendur fá greitt fyrir tónleikana.

Pikknikk Tónleikaröð Norræna hússins
Mikael Lind
Netfang: mikaellind@nordichouse.is

Tilkynningar

Alþjóðasamvinna á krossgötum – kall eftir ágripum

Hvert stefnir Ísland?

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Félag stjórnmálafræðinga og Norðurlönd í fókus kalla eftir ágripum að erindum fyrir ráðstefnu sem haldin verður miðvikudaginn 19. apríl næstkomandi.

Ráðstefnunni er ætlað að velta upp spurningum tengdum breyttu valdajafnvægi í heiminum og stöðu lítilla ríkja í alþjóðakerfinu í dag. Hvaða áhrif hefur breytt valdajafnvægi á smáríki á norðurslóðum, möguleika þeirra til áhrifa í alþjóðakerfinu og samstarf ríkja innan alþjóðastofnana?

Þurfa smáríki í dag að endurskoða hvernig þau tryggja öryggi sitt og móta stefnu í utanríkismálum? Á þessari ráðstefnu verður fjallað sérstaklega um nokkra málaflokka sem hafa verið mikið í umræðunni og eiga það sameiginlegt að fela í sér hnattrænar áskoranir sem krefjast aukins alþjóðlegs samstarfs.

Kallað er eftir ágripum sem falla undir eitt eða fleiri af eftirfarandi þemum:

 • Hatursorðræða, lýðskrum og sundrung
 • Friður og öryggi
 • Mannréttindi og jafnréttismál
 • Loftslagsbreytingar og fólksflutningar á norðurslóðum

Alþjóðakerfið einkennist af talsverðri óvissu um þessar mundir og ríki heims standa frammi fyrir stærri og erfiðari áskorunum en þau hafa þurft að glíma við lengi. Stór ríki hafa í auknum mæli hundsað alþjóðastofnanir og alþjóðasamninga sem hafa verið grundvöllurinn að regluverki alþjóðasamfélagsins. Í nýlegum forsetakosningum í Bandaríkjunum, og þar á undan þegar kosið var um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, höfum við séð í vaxandi mæli alið á sundrungu þar sem orðræðan hefur skapað gjá á milli ólíkra hópa. Á sama tíma og við sjáum valdamikil ríki sýna einangrunartilburði stöndum við frammi fyrir gríðarlegum áskorunum sem krefjast samvinnu ríkja og leiða af sér aðrar alþjóðlegar áskoranir. Loftslagsbreytingar eru þar á meðal en áhrif þeirra eru ólík eftir svæðum. Á meðan ríki á suðlægari slóðum upplifa til dæmis mikla þurrka og uppskerubresti má til skamms tíma sjá tækifæri hér í norðri sem eru til að mynda tengd landbúnaði, nýtingu náttúruauðlinda og ferðamennsku. Flest ríki og samfélög á norðurslóðum eru friðsæl, byggja á öflugu velferðarkerfi og fjölmörgum tækifærum fyrir fólk til að búa sér gott líf. Þetta hefur ákveðið aðdráttarafl og fjöldi fólks kemur á svæðið, jafnt flóttafólk sem ferðamenn, og fólk í leit að atvinnutækifærum.

Þrátt fyrir vaxandi áskoranir á heimsvísu hefur samstarf ríkja á norðurslóðum einkennst af góðum samskiptum. Norðurskautsráðið hefur verið einn helsti samstarfsvettvangurinn og Ísland tekur við formennsku þess árið 2019. Fyrir smáríki á borð við Ísland er þar um afar stórt verkefni að ræða og er undirbúningur þegar hafinn. Í því samhengi er mikilvægt að fræðasamfélagið ásamt stjórnsýslunni og hagsmunaaðilum leggist á eitt um að leysa það vel úr hendi.

Áhugasömum fræðimönnum og fagaðilum er boðið að senda inn ágrip að hámarki 200 orð að tillögu að um það bil 15 mínútna erindi. Ágripið skal innihalda stutta lýsingu á viðfangsefni og/eða markmiði erindisins og helstu niðurstöðum og lærdómi. Ágripin verða birt á heimasíðu Alþjóðamálastofnunar og nýtt í tengslum við kynningu á ráðstefnunni. Skilafrestur ágripa og tillagna að málstofum er sunnudagurinn 12. mars næstkomandi.

Dagskrárnefnd ráðstefnunnar fer yfir þau ágrip sem berast og velur erindi.

Tilkynnt verður um samþykkt erindi föstudaginn 17. mars 2017. Vinsamlegast skilið ágripum og stuttri ferilskrá (hámark ein bls.) rafrænt til: Margrétar Cela, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands:  mcela@hi.is

Frekari upplýsingar veita Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, ams@hi.is og Margrét Cela.

 

            

Tilkynningar

Opið fyrir tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2017

Þema Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs að þessu sinni eru verkefni sem færa okkur nær úrgangslausu samfélagi. Allir geta sent inn tilnefningar til verðlaunanna. Verðlaunahafinn verður tilkynntur á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki þann 1. nóvember 2017.

Reglur um tilnefningar

Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem gengið hefur á undan með góðu fordæmi með því að samþætta umhverfissjónarmið starfseminni eða á annan hátt unnið mikilsvert starf í þágu umhverfisins. Verðlaunahafinn á að vera norrænn og starfa á Norðurlöndum og/eða í tengslum við aðila utan Norðurlanda.

Þema ársins og tillaga þín

„Með þema ársins viljum við vekja athygli á verkefnum sem færa okkur nær úrgangslausu samfélagi og styðja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030,“ segir í tilkynningu norrænu dómnefndarinnar.

Þekkir þú norrænt fyrirtæki, samtök eða einstakling sem leggur sitt af mörkum til að vekja athygli á, þróa eða nota úrgangslausar lausnir? Þá geturðu sent inn tilnefningu hér og rökstutt hana á í mesta lagi einni A4-blaðsíðu.

Eyðublað fyrir tilnefningar

Tilnefningar til verðlaunanna skulu berast eigi síðar en 19. apríl 2017.

Verðlaunin og afhending þeirra

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs verða birtar í júní en verðlaunin verða afhent í 23. sinn á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs þann 1. nóvember 2017 í Helsinki. Verðlaunahafinn hlýtur 350.000 danskar krónur.

Fyrri verðlaunahafar

2016 Too Good To Go frá Danmörku (stafræn nýsköpun sem ýtir undir sjálfbæran lífsstíl)

2015 Færeyska orkufyrirtækið SEV (græn raforka)

2014 Reykjavíkurborg (víðtækt og markvisst starf að umhverfismálum)

2013 Selina Juul frá Danmörku (barátta gegn matarsóun)

Sjá verðlaunahafa fyrri ára og nánari upplýsingar um verðlaunin..

Umhverfisverðlaunin 

Tengiliðir

Louise Hagemann
Sími +45 21 71 71 41
Netfang loha@norden.org

Heidi Orava
Sími +45 21 71 71 48
Netfang heor@norden.org

Ljósmynd: Handhafi umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2016: Smáforritið Too Good To Go (Danmörk). Ljósmyndari: Magnus Fröderberg/norden.org

Tilkynningar

Danish museum invites Nordic artists to participate in portrait competition

Danish museum invites Nordic artists to participate in portrait competition

Open call: Now is the time to find the best Nordic portraits. The portrait competition “Portrait NOW! 2017”, The Carlsberg Foundation’s Portrait Award, is open for entries. The Carlsberg Foundation’s Portrait Award is a bi-annual competition for Nordic artists established in 2007 and presented by The Museum of National History at Frederiksborg Castle in Denmark.
The aim of the competition is to bring about greater interest for the portrait genre amongst artists and the general public. The competition applies to artists in Denmark, Sweden, Norway, Finland, Greenland, The Faroe Islands, Iceland, and The Åland Islands.

“Portraits allow us to connect with people across time and place. Looking at portraits will make us think about what the potentials and limitations of human life are. We have something fundamentally human in common with those people we see in the portraits. A humanistic space, where we are each other’s companions,” says Mette Skougaard, Director at the Museum of National History at Frederiksborg Castle in Denmark. Mette Skougaard is one of the members of the jury. Other members of the international jury include Ólöf Kristín Sigurðardóttir, Director at Reykjavík Art Museum in Iceland and Pontus Ljungberg, director at Ljungbergmuseet in Sweden. “We look forward to seeing the portraits created for this particular competition. We expect it to be a tough task for the jury to find the best portraits out of many qualified entries,” says Mette Skougaard. The portrait Each artist can submit one portrait to the competition. ‘The portrait’ is understood as a reproduction of a particular person. It need not be naturalistic, but should, however, seek to characterise the person as an individual. The medium used for this reproduction is at the discretion of the artist. The artwork must be based on at least one face to face session with the portraitee. The official entry form and a digital photograph of the art work must be registered on the website www.portrait-now.com by 31 December 2016.

The jury will select the prize winners and the portraits which will form part of a portrait exhibition opening in May 2017 at The Museum of National History at Frederiksborg Castle. 1st Prize is awarded DKK 85,000, and 2nd Prize, 3rd Prize, audience prize and  innovation prizes will also receive awards.

 For more information please contact press officer Katrine Holst – kh@dnm.dk – +45 4820 1442. 

portrait-now.com

Tilkynningar

Hin fimm verðlaun Norðurlandaráðs veitt í Kaupmannahöfn

Vinnare av Nordiska rådets prsier 201 Foto: Magnus Fröderberg/norden.org

Mynd: Magnus Fröderberg/norden.org

Katarina Frostenson, Hans Abrahamsen, Joachim Trier, Eskil Vogt, Thomas Robsahm, Arnar Már Arngrímsson og smáforritið „Too Good To Go“ tóku við verðlaunum Norðurlandaráðs í tónleikahúsi DR í Kaupmannahöfn á þriðjudagskvöld.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Katarina Frostenson hlaut bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabókina Sånger och formler. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: „Í ljóðum hennar – sem eru sveigjanleg, þrátt fyrir stranga uppbyggingu – eiga stöðugar breytingar sér stað, og í þeim kristallast hið margþætta undur lífsins.“
Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs
Daninn Hans Abrahamsen tók við tónlistarverðlaununum fyrir söngbálkinn „Let Me Tell You“. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: „Tilfinningaleg tjáning í verkinu er stórkostlega margbrotin, nákvæm og sterk, einkum í langa söngnum í lokin (líkt og í „Das Lied von der Erde“ eftir Mahler), þar sem hinir mörgu þættir verksins koma saman í heildstæða hugmynd.“
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs
Norski kvikmyndaleikstjórinn og handritshöfudurinn Joachim Trier, handritshöfundurinn Eskil Vogt og framleiðandinn Thomas Robsahm hlutu kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndina Louder Than Bombs á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars:

„Joachim Trier hefur unnið listrænt afrek ásamt teymi sínu þar sem frásagnarlistin nær nýjum hæðum. Flókin uppbygging kvikmyndarinnar, tilfinningaleg dýpt og hæfileiki til að tæta í sundur klisjur ætti að tryggja henni sess á námskrá kvikmyndaskóla um allan heim.“
Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Arnar Már Arngrímsson hlaut verðlaunin fyrir bókina Sölvasaga unglings. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Höfundi tekst í þessari fyrstu bók sinni að búa til persónu sem er áhugaverð, fyndin, óþolandi, leitandi og heillandi. Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar.“
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs
Danarnir Stian Olesen og Klaus B. Pedersen hlutu umhverfisverðlaunin fyrir smáforritið „Too Good To Go“. „Too Good To Go“ hlýtur tilnefningu sem nýskapandi stafræn þjónusta sem stuðlar að því á einfaldan og aðgengilegan hátt að breyta viðhorfum neytenda og verslunarrekenda til matarsóunar og auðlindanýtingar,“ segir í rökstuðningi dómnefndar.
Verðlaun Norðurlandaráðs nema 350 þúsund dönskum krónum. Þau voru afhent í tónleikahúsi danska ríkisútvarpsins (DR) í Kaupmannahöfn í tengslum við þing Norðurlandaráðs.

Nánar

Tilkynningar

Fundur Fólksins

Ingibjörg Gréta Gísladóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Fundar Fólksins.

Fundur fólksins er lífleg tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál og stjórnmál sem haldin verður 2. og 3. september 2016  í Norræna húsinu. Þar munu ólíkir hópar koma saman og ræða þau mál sem á þeim brenna og hvernig samfélag þeir vilja að Ísland verði í framtíðinni. Markmið Fundar fólksins  er að auka tiltrú á lýðræði, stjórnmálum og styrkja uppbyggjandi pólitíska umræðu.

Ingibjörg Gréta Gísladóttir hefur langa og víðtæka reynslu af skipulagningu og markaðssetningu viðburða. Hún er eigandi Rigga.is sem sérhæfir sig í viðburðum og markaðssamskiptum og stýrði nú síðast framkvæmd stórsýningarinnar Verk og vit 2016. Þar á undan var hún framleiðandi RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík 2014-2015. Þá er hún einnig eigandi Reykjavík Runway sem sér um markaðssetningu hönnunar á alþjóðamarkaði.

Ingibjörg er með MsC í Nýsköpun og frumkvöðlafræði við Háskólann á Bifröst. Áður hafði hún lokið leikaraprófi frá Leiklistarskóla Íslands.

Að sögn Ingibjargar er mikið og spennandi verk fyrir höndum við að kynna hátíðina sem að hennar mati er mikilvægur liður í samfélagsumræðunni: „Það er skortur á vönduðum vettvangi sem þessum þar sem allir geta komið saman, rætt málin á jafningjagrundvelli og þróað eðlilegri samskipti við ráðamenn þjóðarinnar“, segir Ingibjörg. „Hátíðin er einstaklega vel tímasett í ár, rétt fyrir kosningar, sem gefur þjóðinni gullið tækifæri til að ræða málin af hreinskilni um hvernig samfélag við viljum búa í.“

Fundur Fólksins er sjálfstæð hátíð og ekki tengd neinum hagsmunaöflum á Íslandi eða annars staðar. Fundur Fólksins var fyrst haldin á Íslandi í júní á síðasta ári en sambærilegar hátíðir eru orðinn ómissandi hluti af hverju sumri á hinum Norðurlöndunum. Sú þekktasta er Almedalsveckan í Svíþjóð sem er einn stærsti og mikilvægasti vettvangur sænskrar samfélagsumræðu.

Aðstandandi hátíðarinnar er Almannaheill og aðrir bakhjarlar eru Norræna húsið, Norðurlönd í fókus, Velferðarráðuneytið, Reykjavíkurborg og Samstarfsráðherra Norðurlanda.

IMG_1412

Ketill Berg Magnússon, stjórnarformaður Almannaheilla og Ingibjörg Gréta Gísladóttir nýráðinn verkefnastjóri Fundar Fólksins.

Heimasíða: í vinnslu
Facebook síða

Tilkynningar

Norrænir menningarstyrkir

Menningargáttin; Nordisk kulturkontakt

Vantar þig styrk?

Nánar á vef KKN   Umsóknarvefur

Norræna menningargáttin eru virk menningarsamtök og nær starfssvið þeirra yfir öll Norðurlöndin.
Samtökin starfa á þremur sviðum og eru með þrjár norrænar styrkjaáætlanir:
1. Menningar- og listaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar.
2. Menningartengda ferðaáætlun milli Norður- og Eystrasaltslandanna.
3. NORDBUK styrkjaáætlunina.

Menningargáttin tekur virkan þátt í því að móta norrænt menningarsamstarf, bæði á Norðurlöndunum og alþjóðavísu. Starfsemin myndar fjárhagslegan, stafrænan og raunverulegan vettvang fyrir menningarsamkomur á Norðurlöndunum.
Norræna menningargáttin eru samtök á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Vefsíðan: http://www.kulturkontaktnord.org/is   og https://applicant.nordiskkulturkontakt.org/

Facebook síðan: https://www.facebook.com/kulturkontaktnord/?fref=ts

 

Norræna húsið veitir ráðgjöf vegna menningargáttarinnar og veitir faglega aðstoð varðandi umsóknir. Vinsamlegast hafið samband við Gunn ( á ensku eða á norsku, dönsku eða sænsku); gunn@nordichouse.is

 

 

Tilkynningar