Tilkynningar

Verðlaunahafar Norðurlandaráðs 2022

Nora Dåsnes, Solvej Balle, Karin Rehnqvist, Valdimar Jóhannsson, Sjón, Hrönn Kristinsdóttir, Sara Nassim og sveitarfélagið Mariehamn veittu verðlaunum Norðurlandaráðs 2022 viðtöku við verðlaunaathöfn í beinni útsendingu frá Musikhuset í Helsinki þriðjudagskvöldið 1. nóvember. Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut kvikmyndaverðlaunin og umhverfisverðlaunin hlaut sveitarfélagið Mariehamn á Álandseyjum fyrir Nabbens våtmark. Bókmenntaverðlaunin hlaut hin danska Solvej Balle fyrir […]

Norræna húsið óskar eftir skjalaverði

Norræna húsið óskar eftir skjalaverði Norræna húsið í Reykjavík er rótgróinn vettvangur Norðurlanda fyrir listir, menningu, tungumál og samfélagsumræðu. Sjálfbærni er lykilatriði í starfsemi hússins. Við leggjum áherslu á CO2 hlutleysi í okkar verkefnum, jafnrétti og fjölbreytileika. Í Norræna húsinu er boðið upp á framsækna og viðeigandi listræna, bókmenntalega og félagslega dagskrá allt árið um […]

Sendiráð Svíþjóðar á Íslandi leitar að kynningarfulltrúa

Sendiráð Svíþjóðar í Reykjavík stuðlar að víðtækum og nánum samskiptum Svíþjóðar og Íslands og aðstoðar sænska ríkisborgara. Starfsfólk sendiráðsins samanstendur af sendiherra og ritara, sem koma frá Svíþjóð, auk þriggja staðbundinna starfsmanna í fullu starfi. Nánari lýsingu á starfsemi okkar er að finna á vefsíðunni www.swedenabroad.com. Mikilvægt er að umsækjandi hafi gott vald á töluðu […]

LESTRARKLÚBBUR Í NORRÆNA HÚSINU

LESTARKLÚBBUR Í NORRÆNA HÚSINU: FYRIR OKKUR SEM ELSKUM AÐ LESA GÓÐAR BÆKUR. Skráðu þig í lestrarklúbb Norræna hússins á fallegasta bókasafni Reykjavíkur þar sem við tölum saman um norrænan skáldskap. Lestrarklúbbnum er stýrt af Susanne Elgum sem starfar á bókasafninu. Við lesum á skandinavísku og tölum saman á „blandinavísku“  þegar við hittumst á bókasafninu. Við […]

JÖFN TÆKIFÆRI FYRIR BÖRN MEÐ ÞROSKARÖSKUN Á NORÐURLÖNDUM

Þriðjudaginn 27. september næstkomandi stendur Ráðgjafar- og greiningarstöð, í samstarfi við Norrænu menningargáttina og Norrænu velferðarmiðstöðina, fyrir málþingi í Helsinki, Finnlandi sem ber heitið Jöfn tækifæri fyrir börn með þroskaröskun af erlendum uppruna á Norðurlöndum (e. Equal opportunities for children of foreign origin with developmental disorders in the Nordics). Börnum af erlendum uppruna með þroskaröskun […]

Lausar stöður fyrir starfsnema

Lausar stöður fyrir starfsnema (Tök á minnst einu norrænu tungumáli er nauðsynlegt fyrir þessa stöðu). För 2023 söker vi tre praktikanter inom tre separata program.  Som praktikant i Nordens hus är du en del av ett dynamiskt team, som arbetar med kulturutbyte mellan Island, Norden och de baltiska länderna i form av samarbetsprojekt med kulturinstitutioner, […]

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022

Gróðursetning á marhálmi í Danmörku, endurheimt á framræstu votlendi á Íslandi, elsta UNESCO-lífhvolf sem enn er til í Svíþjóð og sjálfboðasamtök sem endurheimta ár og vatnsföll í Finnlandi. Alls eru sex verkefni tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs sem í ár leggur áherslu á náttúrumiðaðar lausnir. Sex tilnefningar Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022: Sund Vejle Fjord (Danmörk) […]

Velkomin á setningu Lettneska skólans í Reykjavík

Velkomin á setningu Lettneska skólans í Reykjavík í Norræna húsinu þann 26. ágúst kl. 19:00. Forseti Lettlands og eiginkona hans, sendiherra Lettlands í Noregi, munu heiðra okkur með nærveru sinni og kynnast starfsemi skólans. Viðburðurinn er ætlaður einstaklingum og fjölskyldum með börn. Þeir sem hafa ekki skráð börn í skólann geta gert það hér: https://www.surveymonkey.com/r/XWC96Z5 […]

Samstarf Norræna hússins og Artists at Risk

Við bjóðum úkraínska sýningarstjórann Yuliiu Sapiha velkomna til Íslands. Yuliia er nú starfandi sýningarstjóri í Norræna húsinu í Reykjavík eftir að hún flúði stríðið í Úkraínu í júlí 2022. Hún kemur til Norræna hússins í gegnum verkefnið Artists at Risk (AR). Yuliia er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri sem vinnur fyrst og fremst með borgarrými, listina sem […]

Innleiðing á nýju bókasafnskerfi

Kæru gestir. Það verður nokkur röskun á þjónustu hjá okkur á tímabilinu 31. maí – 13. júní vegna innleiðingar nýs bókasafnskerfis á landsvísu. Hvað þýðir það? Ekki verður hægt að nota sjálfsafgreiðsluvélar á tímabilinu. Útlán og skil verða einungis framkvæmd hjá starfsmanni bókasafns Við tökum vel á móti ykkur og þökkum þolinmæðina.     

17. maí – Þjóðhátíðardagur Noregs.

Á þjóðhátíðardegi Norðmanna minnast þeir viðtöku stjórnarskrár Noregs er fram fór á Eidsvoll 17. maí 1814. Fjöldi Norðmanna býr á Íslandi og þann 17. maí munu margir þeirra koma saman og halda daginn hátíðlegan. Nordmannslaget, félag Norðmanna og vina þeirra á Íslandi, efnir til hátíðardagskrár þennan dag og mun hluti hennar eiga sér stað hér […]

På tværs af Norden 3

På tværs af Norden 3 På tværs af Norden er þriggja binda safnritaröð sem er hluti af Lyftet, átaksverkefni norrænu menningarmálaráðherranna á sviði barna- og unglingabókmennta. Meginverkefnið felst í árvissu þverfaglegu málþingi um norrænar barna- og unglingabókmenntir samtímans sem gefur af sér þrískipt safnrit um þemu málþingsins og önnur málefni sem við eiga. Textarnir í […]

Laus störf kynningar- og samskiptastjóra og verkefnastjóra

Norræna húsið auglýsir tvö störf á sviði kynningarmála og verkefnastjórnunar. Norræna húsið er vettvangur norrænna lista, menningar, tungumála og þjóðfélagsumræðu og býður upp á framsækna og þýðingarmikla dagskrá á sviði lista, bókmennta og samfélagslegra málefna allan ársins hring. Öll okkar starfsemi hefur sjálfbærni að leiðarljósi og leggjum við áherslu á jafnrétti og margbreytileika. Kynningar- og […]

Uppskriftir frá Bækur sem bragð er af

Laugardaginn 4. desember héldu þær Silla Knudsen frá Sono og Helga Haraldsdóttir viðburð þar sem gestum gafst kostur á að spreyta sig á uppskriftum af konfekti, sælgæti og heitum drykkjum og upplifa brögð desembermánaðar. Allar uppskriftirnar má nálgast hér.     Möndlur: 300g möndlur 1 ½ bolli vatn 1 bolli hvítur sykur ½ bolli púðursykur […]

Sögusamkeppni innblásin af múmínálfunum!

Börn á öllum aldri eru hvött til að taka þátt í sögusamkeppni Norræna hússins. Þátttakendur eru hvattir til að fá  innblástur frá sögum um Múmínálfana, en sýningin Lesið og skrifað með Múmínáflunum stendur nú yfir á barnabókasafni Norræna hússins. Athugið að hægt er að senda inn bæði skriflega sögu og fyrir yngri er hægt að […]

Ráðgjöf við styrkumsóknir hjá Nordic Culture Point

Fimmtudaginn 4. nóvember milli 9:00 og 14:00 mun Katja Långvik, ráðgjafi hjá Nordic Culture Point veita ráðgjöf við styrkumsóknir í Norræna húsinu. Nordic Culture Point styrkir verkefni á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum og gefst mögulegum umsækjendum tækifæri til að fá ráðgjöf við umsóknir sínar og umsóknarferlið. Nauðsynlegt er að bóka tíma í ráðgjöf með því að […]

Norræna húsið auglýsir eftir fjármálastjóra

Í Norræna húsinu starfar kraftmikið teymi sem nú leitar að fjármálastjóra. Við leggjum mikla áherslu á að finna einstakling sem er traustur, skapandi og lausnamiðaður. Viðkomandi verður bæði að geta unnið sjálfstætt og verið áreiðanlegur liðsmaður. Helstu verkefni og ábyrgð Ábyrgð á gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana og uppgjöra Eftirfylgni með reikningagerð, launaútreikningum og tekjustreymi Umsjón […]

Norrænar bókmenntir í brennidepli á Bókamessunni í Gautaborg 2021

Bókamessan í Gautaborg kynnir dagskrá ársins í dag, 24. ágúst. Í ár eru norrænar bókmenntir í brennidepli sem eitt af þremur sérlegum þemum messunnar. Að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar hefur Norræna húsið í Reykjavík umsjón með skipulagningu spennandi dagskrár með norrænum rithöfundum á Bókamessunni í ár. Bókamessan í Gautaborg er einn af árlegum hápunktum bókmenntalífsins og […]

Barnabókaflóðið er tilnefnt til hönnunarverðlauna í Lettlandi

Bækur byggja brýr milli fólks og staða, bæði raunverulegra og ímyndaðra. Barnabókaflóðið var sett upp í Norræna húsinu í tilefni af 50 ára afmæli hússins 2018. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, rithöfundur og teiknari, var hugmyndasmiður og listrænn stjórnandi sýningarinnar. Börnum var boðið í ævintýraleiðangur um heima barnabókmenntanna og sýningin sló aðsóknarmet. Haldnar voru listasmiðjur á vegum […]

Baltnesk barnamenningarhátíð í Norræna húsinu

Dagana 20. apríl-14. júní fer fram Baltnesk barnamenningarhátíð í Norræna húsinu. Norræna húsið fagnar barnamenningu með því að kynna baltneska menningu á fjölbreyttan og skapandi hátt í samstarfi við einstaklinga með baltneskan bakgrunn. Á fyrstu viku hátíðarinnar verður skólahópum boðið í klippimyndasmiðju sem er tileinkuð sögulegum byggingum gamla bæjarins í Vilníus, höfuðborg Litháens. Þar mun […]

Opnun sýningarinnar „Í síkvikri mótun: Vitund og náttúra.“

Sýningin „Í síkvikri mótun: vitund og náttúra“ opnar í Hvelfingu þann 17.apríl 2021. Opið verður samkvæmt hefðbundnum opnunartíma Hvelfingar frá 10-17 og mun 20 manna fjöldatakmörkun gilda í rýminu. Sýningin er samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Norræna hússins í Reykjavík og er framlag Listaháskólans til ráðstefnu UArctic (Háskóla Norðurslóða) sem verður haldin í Reykjavík í maí […]

Dagur Norðurlanda 23. mars – fjölbreyttir viðburðir út vikuna tengdir norrænni menningu

Dagur Norðurlanda er haldinn hátíðlegur 23. mars ár hvert til að fagna norrænu samstarfi og benda á mikilvægi þess. Í tilefni dagsins í ár býður Norræna húsið upp á fjölbreytta dagskrá út vikuna. Varpað verður ljósi á norræna menningu og norrænan lífsstíl með umræðum, tónleikum, mat, barna- og unglingabókmenntum, ljósmyndakeppni o.fl. Dagskráin er haldin í […]

Norræna Húsið lokað í dag 24.Febrúar

Norræna húsið verður lokað í dag 24. Febrúar vegna skjálftavirkni á Reykjanesskaga. The Nordic House is closed today the 24th of February due to seismic activity on the Reykjanes peninsula. Nordens hus er lukket i dag den 24. februar på grund af seismisk aktivitet på Reykjanes-halvøen.

Öflugt barnastarf framundan í Norræna húsinu

Öskudagur í Norræna húsinu 17.2.2021 Ungir gestir sem koma í barnasýninguna Eggið á Öskudaginn og gera sögupersónu með aðstoð safnkennara fá eitthvað sætt að launum. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að vera með grímur. Vinsamlega skráið ykkur hér. Vetrarfrí – ókeypis námskeið fyrir börn á öllum aldri 22.–23. febrúar Leirsmiðja — 
Hvað óttast þú […]

Covid-19

Velkomin í Norræna húsið. Okkur er umhugað um öryggi gesta okkar og förum í hvívetna eftir gildandi sóttvarnarreglum yfirvalda gildandi-takmarkanir-i-samkomubanni. Opnunartími Upplýsingar um opnunartíma og breytingar á honum vegna Covid-19 má finna hér. Örugg heimsókn Við biðjum gesti okkar vinsamlegast að: Halda 2ja metra regluna og aðrar takmarkanir sem í gildi eru, bæði gagnvart öðrum […]

Opnunartími á hátíðsdögum

Uppstigningardagur 21. maí OPIÐ 10-17  (MATR opið 12-16) Hvítasunnudagur 31.maí  OPIÐ 10-17  (MATR lokað) Annar í hvítasunnu 1. júní LOKAР (mánudagur) Þjóðhátíðardagur Íslendinga 17. Júní LOKAÐ Frídagur verslunarmanna  3. ágúst- LOKAÐ Skoða viðburðadagatal   Fyrir nánari upplýsingar sendið póst á info@nordichouse.is

Norræna húsið opnar að nýju þriðjudaginn 5. maí

Norræna húsið opnar að nýju þriðjudaginn 5. maí 2020 þegar samkomubannið hefur verið rýmkað. Starfsemin fer varlega af stað og verður í samræmi við leiðbeiningar Almannavarna. Opnunartími hússins er kl. 10-17. Húsið er lokað á mánudögum. Fyrir utan fastan opnunartíma hússins: MATR kaffihús verður opið frá 12-16. Lokað á mánudögum. Hvelfing opnar 16. maí með […]

Norræna húsið hættir heimsendingum

Norræna húsið hefur þurft að hætta heimsendingum á bókum vegna covid-19.   Nordens Hus kan ikke låne ud flere bøger Efter vejledning fra sundhendsministeriets advokater, har bibliotekerne på Island besluttet at stoppe alt udlån. Dette betyder beklageligvis at vi heller ikke kører udlånsmaterialer ud længere. Vi takker alle jer som lavede materiale bestillinger og brugte […]

NORRÆNA HÚSIÐ LOKAR Í FJÓRAR VIKUR   

Vegna fyrirliggjandi ákvörðunar um samkomubann höfum við ákveðið að aflýsa öllum viðburðum í húsinu næstu fjórar vikurnar og loka Norræna húsinu fyrir almenningi frá 14. mars- 14. apríl. Hægt verður að ná í starfsfólk eins og venjulega í gegnum síma og með tölvupósti á vinnutíma. Öll útlán á bókasafni lengjast sjálfkrafa til 30. april. Við […]

MATR – Nýtt kaffihús í Norræna húsinu

MATR opnar í Norræna húsinu þriðjudaginn 3.mars MATR er forn ritháttur á orðinu matur og einnig nafn á eins árs tilraunaverkefni í ruslfríum og vistvænum veitingarekstri í Norræna húsinu. MATR mun bjóða upp á huggulega og fjölskylduvæna stemmningu þar sem áhersla verður lögð á norræna matargerð, nýtni og virðingu fyrir hráefninu. Á MATR verður boðið […]

Sýningarsalur Norræna hússins opnar að nýju þann 24. janúar 2020

Sýningarsalur Norræna hússins opnaði að nýju þann 24. janúar 2020 með finnsku myndlistarsýningunni LAND HANDAN HAFSINS. Í mars 2019 var sýningarsal Norræna hússins lokað vegna vatnsleka. Í kjölfarið hófust umtalsverðar viðgerðir á rýminu og salurinn endurnýjaður í upphaflegri mynd. Lagt hefur verið nýtt gólfefni og  loftræstikerfi ásamt því sem opnað hefur verið á milli tveggja […]

Norræna húsið er lokað yfir hátíðirnar

Kæru viðskiptavinir, Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum allar góðar stundir á árinu sem er að líða. Jólakort Vinsamlegast athugið að Norræna húsið er lokað frá 24. desember 2019 til 7. janúar 2020. Þann 24. janúar 2020 bjóðum við til veislu og sýningaropnunar þegar Norræna húsið kynnir nýtt fjölskylduvænt veitingahús og endurbætt sýningarými. Nánari […]

Norræna húsið auglýsir eftir móttöku- og þjónustufulltrúa  í sýningarsal

Hefur þú áhuga á menningu og listum? Norræna húsið auglýsir eftir móttöku- og þjónustufulltrúa  í sýningarsal. Um er að ræða hluta- og helgarvinnu.  Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl […]

Barnabókaflóðið opnar að nýju

Barnabókaflóðið silgdi inn á barnabókasafn Norræna hússins Við höfum opnað á ný Barnabókaflóðið, nú í breyttri mynd á barnabókasafninu okkar. Verið öll hjartanlega velkomin. Barnabókaflóðið er ævintýraleg gagnvirk sýning fyrir börn á aldrinum 5-11 ára Sýningin er opin alla virka daga frá 13-17 helgar 10-17 Aðgangur er ókeypis  Nánari upplýsingar

Nýr forstjóri Norræna hússins Sabina Westerholm

Nýr forstjóri tók til starfa í Norræna húsinu 2. janúar 2019.  Sabina Westerholm (FI) var áður framkvæmdastjóri Stiftelsen Pro Artibus sem hefur að markmiði að styðja myndlist á svæðum í Finnlandi þar sem töluð er sænska.​  Sabina stefnir að því að þróa frekar starfsemi í Norræna húsinu fyrir börn og ungmenni: – Ég vil að Norræna […]

500 skólabörn heimsóttu Barnabókaflóðið

List fyrir alla stóð fyrir skólaheimsóknum ríflega 500 barna úr 2.-5. bekk á sýninguna Barnabókaflóðið í Norræna húsinu. Barnabókaflóðið er gagnvirk sýning um ævintýraheim barnabókmenntanna þar sem börnin fá tækifæri til að nota ímyndunaraflið og semja sína eigin sögu. Sýningin verður opin til aprílloka 2019. Vinnustofurnar  Listrænn stjórnandi sýningarinnar, rithöfundurinn og teiknarinn Kristín Ragna Gunnarsdóttir, […]

Norræn dagskrá á Lýsu 2018 – Hofi Akureyri –

Norðurlönd í fókus, Norræna félagið og Halló Norðurlönd standa fyrir dagskrá á samfélagshátíðinni LÝSU á Akureyri um helgina! Dagskráin hefst kl. 11:15 þegar forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir tilkynnir tilnefningar ársins til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018. FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 11:15 – 12:00 HAMRAGIL Tilkynnt um tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnir opinberlega um tilnefningar til […]

OPIÐ fyrir UMSÓKNIR: Pikknikk Tónleikaraðar Norræna hússins 2018

Vilt þú spila tónlist í Vatnsmýrinni í sumar? Pikknikk Tónleikaröðin er einn vinsælasti viðburður Norræna hússins og fastur liður í menningardagskrá þess. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins á sumrin og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur. Frítt er inn á alla tónleikana og einkum vinsælt er að sitja á […]

APPLICATIONS FOR ICE HOT REYKJAVÍK

CALL FOR APPLICATIONS FOR ICE HOT REYKJAVÍK 2018 IS NOW OPEN! The call for application to perform and present work at ICE HOT Reykjavík opens today and closes 31st of January 2018. The platform will take place 12th–16th of December 2018 in the capital of Iceland, Reykjavík. All Nordic contemporary dance artists working and living […]

Opnunartími í desember og janúar

Kæru viðskiptavinir, Norræna húsið er lokað frá 24. desember 2017 til og með 1. janúar 2018. AALTO Bistro verður opið: Miðvikudag 27. desember – Laugardag 30. desember kl. 11:30 – 21:30 alla dagana Norræna húsið Virka daga: 09:00 – 17:00 Miðvikudaga: 09:00 – 21:30 Helgar: 10:00-17:00 Móttaka Virka daga: 09:00 – 17:00 Miðvikudaga: 09:00 – […]

Ókeypis skólavist

Lýðháskólanám í Færeyjum september – desember 2017 Lýðháskólinn í Færeyjum býður tveimur ungmennum frá Íslandi skólavist, þeim að kostnaðarlausu. skráning á: haskulin@haskulin.fo   Hefur þú áhuga á því að fara í Lýðháskóla í Færeyjum? Þá er þetta kjörið tækifæri fyrir þig.  Í Lýðháskóla Færeyja er engin námsáætlun, engin próf og engin pressa. Í Lýðháskóla Færeyja færðu […]

Listaverkauppboð til styrktar Ordskælv

Listaverkauppboð fyrir Ordskælv verður haldið 18. september kl. 15:30-17:oo (dönskum tíma) í Árósum. Hægt er að fylgjast með uppboðinu á Facebook síðu Ordskælv: fb.com/ordskaelv Nánari ypplýsingar á dönsku: Med originale værker af anerkendte nordiske kunstnere som Knud Odde (DK), Gabríela Friðriksdóttir (IS), Patrik Gustavsson (SE). Download katalog over alle værker på www.ordskaelv.org fra den 5. september. […]

Open Call – órafmagnað Iceland Airwaves Off-venue

Norræna húsið hefur opnað fyrir umsóknir fyrir hljómsveitir og tónlistarfólk til að taka þátt í órafmögnuðum Airwaves off-venue tónleikum, föstudaginn 3. nóvember 2017. Allir geta sótt um, en húsið leggur áherslu á að miðla menningu frá Norðurlöndunum. Hljómsveitir eða tónlistarfólk sem býr í norrænum – eða eystrasalts löndunum, eða eru af norrænu þjóðerni en eru […]

Níu skúlptúrar í marmara og gleri í Nauthólsvík

Níu skúlptúrar í marmara og gleri  Verði öll hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Capture the Blue eftir norska listamanninn Torild Malmedal í Nauthólsvík. Sýningin verður til sýnis frá 18. júní til 16. ágúst 2017. Norski sendiherran Cecilie Landsverk opnar sýninguna formlega kl. 15:00. Fram koma, tónlistarkonan Björg Brjánsdóttir, Knut Ødegaard ljóðsskáld og  dansarar stíga sporið við tónlist […]