Tilkynningar

Pan-ArcticVision 2024, BEINT frá NUUK!

10 listamenn frá norðurslóðum 10 samfélög á norðurslóðum 10 heimskautalög – ein Pan-Arctic sýn! / allt um lykjandi Þetta eru tímar aukinnar alþjóðlegrar spennu á norðurslóðum. Það er stríð í Evrópu. Helstu stjórnmálaöfl heimsins horfa til norðurs bæði eftir aðgangi að náttúruauðlindum og stefnumótandi áhrifum. Samfélög á norðurslóðum upplifa sig oft sem vígvöll fyrir völd […]

Langar þig að taka þátt í HönnunarMars 2025?

Ætlaru að taka þátt í HönnunarMars og langar að sýna í Norræna húsinu? Við köllum eftir tillögum að sýningum á HönnunarMars 2025, sem fer fram dagana 2. – 6. apríl. Norræna húsið hefur verið mikilvægur sýningarstaður á hátíðinni í gegnum tíðina  en undanfarið hafa staðið yfir framkvæmdir í húsinu sem nú er lokið og mun því vera […]

Tímabundnar breytingar á opnunartímum

Kæru gestir. Vegna umfangsmikilla framkvæmda við húsið höfum við ákveðið að skerða opnunartíma á virkum dögum og hafa lokað næstu helgar, til og með 6. Júní. Þetta á einnig við um kaffihúsið Sónó Matseljur. Þó verða nokkrir viðburði haldnir í húsinu utan þessara opnunartíma og eru þeir auglýstir sérstaklega á heimasíðu okkar. 18-19 Maí – […]

Starfsnám: Vi söker praktikanter!

Som praktikant i Nordens hus är du en del av ett dynamiskt team, som arbetar med kulturutbyte mellan Island, Norden och de baltiska länderna i form av samarbetsprojekt med kulturinstitutioner, konstnärer och forskare i hela regionen. Nordens hus har en bred verksamhet och arrangerar kontinuerligt utställningar, evenemang, konferenser och festivaler med inriktning på konst, kultur och […]

Sjónlistadagurinn í Norræna húsinu

Sjónlistadagurinn í Norræna húsinu Sýning á verkum nemenda 4. og 6. bekkjar Fellaskóla Sjónlistardagurinn er samnorrænn myndlistardagur barna og ungmenna sem haldin er hátíðlegur ár hvert. Dagurinn þjónar þeim tilgangi að sýna og upphefja myndlist og möguleika listgreina. Markmiðið er að dagurinn verði haldin hátíðlegur á öllum Norðurlöndunum í skólum, söfnum og stofnunum. Á Íslandi er […]

Til hamingju með daginn Samar!

Í dag, 6. febrúar, fögnum við þjóðhátíðardegi Sama til minningar um fyrsta landsfund Sama sem haldinn var í Þrándheimi þennan dag árið 1917. Í tilefni dagsins lítum við til baka á Arctic Waves sem fór fram hér í Norræna húsinu og þá frábæru samísku tónlistarmenn sem komu þar fram. Njóttu tónlistar þessara mögnuðu listamanna í […]

Jólakveðja

Norræna húsið þakkar fyrir samstarfið, skemmtilega og mikilvæga viðburði á liðnu ári. Þrátt fyrir yfirstandandi endurbætur höfum við fengið stöðugan straum gesta sem hafa tekið þátt í viðamikilli dagskrá með áherslu á sjálfbærni og fjölbreytileika á Norðurlöndum. Við hlökkum til að ljúka við endurbætur á húsinu á komandi ári og halda áfram góðu samstarfi með […]

Þau hlutu verðlaun Norðurlandaráðs 2023

Við óskum öllum sigurvegurum verðlauna Norðurlandaráðs innilega til hamingju! Verðlaun Norðurlandaráðs 2023 voru afhent við glæsilega athöfn í Óperu- og balletthúsinu í Ósló á þriðjudagskvöld 31. október. Tónlist, dans og gleði verðlaunahafanna voru í fyrirrúmi þegar verðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í beinni útsendingu frá Ósló. Norsku krónprinshjónin voru viðstödd auk norrænna ráðherra, þingmanna og fulltrúa lista- […]

Dómnefndarfundir norrænu barna- og ungmenna bókmenntaverðlaunanna

Nú standa yfir fundir dómnefndar Norrænu barna- og ungmenna bókmenntaverðlaunanna í þeim tilgangi að velja verðlaunabók fyrir árið 2023. Bókin sem verður fyrir valinu verður tilkynnt þann 31. október. Í gær heimsótti dómnefndin bókasafn Norræna hússins og lauk heimsókninni með kvöldmat á Sónó matseljum. Hér að neðan er hægt að fá innsýn í ferlið sem […]

Alþjóðleg Barnamenningarhátíð í Norræna húsinu

Alþjóðleg Barnamenningarhátíð í Norræna húsinu 18.-23. apríl 2023 Norræna húsið vinnur að fjórum verkefnum sem miðast við börn á aldrinum 12-17 ára undir þemanu Alþjóðleg Barnamenningarhátíð. Verkefnin eru ólík en eiga það sameiginlegt að stuðla að menningarlæsi í gegnum ólíka sköpun. Ísland hefur á örskömmum tíma orðið afar fjölþjóðlegt samfélag. Mikilvægt er að við kynnumst […]

Norræna húsið í Reykjavík: Laus staða í 50% starfshlutfalli

Í Norræna húsinu í Reykjavík er skrifstofa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Við leitum nú að staðgengli fyrir skrifstofustjóra okkar. Starfið er 50% og um tímabundna ráðningu er að ráða til tímabilsins 1.8.2023 – 31.3.2024. Vinnustaðurinn er í Norræna húsinu í Reykjavík en starfið fer fram í nánu samtali við menningar- og samskiptadeildir […]

KONUR Í STRÍÐI: Finndu rödd þína á stríðstímum

Hvernig hefur stríðið í Úkraínu áhrif á samfélög og einstaklinga? Í átta heimildarmyndaþáttum er rætt við konur frá Úkraínu, Hvíta-Rússlandi, Rússlandi og Eystrasaltslöndunum sem búsettar eru á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum. Við reynum að varpa ljósi á áhrif stríðsins í Úkraínu á samfélög almennt og þar með lýðræðið í okkar heimsálfu og síðast en ekki […]

TILNEFNINGAR TIL BÓKMENNTAVERÐLAUNA NORÐURLANDARÁÐS 2023

14 norrænar skáldsögur, frásagnir, esseyjur og ljóðabækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Þessi mögnuðu verk koma frá öllum norrænu löndunum og málsvæðunum. Tilkynnt verður um verðlaunahafann þann 31. október í Osló. Öll verkin sem tilnefnd eru í ár má lesa sem nokkurs konar óð til lífsins – þessa harmræna, kynngimagnaða og undursamlega lífs sem […]

OPIÐ FYRIR TILNEFNINGAR TIL UMHVERFISVERÐLAUNA

OPIÐ FYRIR TILNEFNINGAR TIL UMHVERFISVERÐLAUNA NORÐURLANDARÁÐS. Almenningi er boðið að senda inn tillögur að tilnefningum. Þema ársins er sjálfbær framleiðsla og notkun á textíl. TILNEFNA Framleiðsla og notkun á textílefnum hefur í för með sér mikil og neikvæð áhrif á umhverfið og loftslagið. Með þema ársins vill dómnefndin vekja athygli á því að Norðurlönd geti […]

R.E.C Arts Reykjavík & Norræna húsið bjóða 13-17 ára til þátttöku

Listamanna og aktívista samtökin R.E.C Arts Reykjavík, í samstarfi við Norræna húsið, vinna að verkefni sem leitast við að skapa listrænan vettvang fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára, sem eru með minnihlutabakgrunn.* Nemendum úr ólíkum skólum er boðin þátttaka í verkefni sem mun þróast út frá áhugasviði einstaklinga sem taka þátt. Þátttaka er ókeypis og […]

Hápunktar í 60 ára sögu Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1962 og fagna því 60 ára afmæli á þessu ári. Í sex áratugi hafa bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verið veitt til bókmenntaverka sem feta nýjar slóðir og setja ný bókmenntaleg viðmið. Lesa meira. Skrifstofa Bókmenntaverðlaunanna er til húsa í Norræna húsinu í Reykjavík og nú hefur Sofie Hermansen Eriksdatter, skrifstofustjóri Bókmenntaverðlauna […]

Verðlaunahafar Norðurlandaráðs 2022

Nora Dåsnes, Solvej Balle, Karin Rehnqvist, Valdimar Jóhannsson, Sjón, Hrönn Kristinsdóttir, Sara Nassim og sveitarfélagið Mariehamn veittu verðlaunum Norðurlandaráðs 2022 viðtöku við verðlaunaathöfn í beinni útsendingu frá Musikhuset í Helsinki þriðjudagskvöldið 1. nóvember. Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut kvikmyndaverðlaunin og umhverfisverðlaunin hlaut sveitarfélagið Mariehamn á Álandseyjum fyrir Nabbens våtmark. Bókmenntaverðlaunin hlaut hin danska Solvej Balle fyrir […]

Norræna húsið óskar eftir skjalaverði

Norræna húsið óskar eftir skjalaverði Norræna húsið í Reykjavík er rótgróinn vettvangur Norðurlanda fyrir listir, menningu, tungumál og samfélagsumræðu. Sjálfbærni er lykilatriði í starfsemi hússins. Við leggjum áherslu á CO2 hlutleysi í okkar verkefnum, jafnrétti og fjölbreytileika. Í Norræna húsinu er boðið upp á framsækna og viðeigandi listræna, bókmenntalega og félagslega dagskrá allt árið um […]

Sendiráð Svíþjóðar á Íslandi leitar að kynningarfulltrúa

Sendiráð Svíþjóðar í Reykjavík stuðlar að víðtækum og nánum samskiptum Svíþjóðar og Íslands og aðstoðar sænska ríkisborgara. Starfsfólk sendiráðsins samanstendur af sendiherra og ritara, sem koma frá Svíþjóð, auk þriggja staðbundinna starfsmanna í fullu starfi. Nánari lýsingu á starfsemi okkar er að finna á vefsíðunni www.swedenabroad.com. Mikilvægt er að umsækjandi hafi gott vald á töluðu […]

LESTRARKLÚBBUR Í NORRÆNA HÚSINU

LESTARKLÚBBUR Í NORRÆNA HÚSINU: FYRIR OKKUR SEM ELSKUM AÐ LESA GÓÐAR BÆKUR. Skráðu þig í lestrarklúbb Norræna hússins á fallegasta bókasafni Reykjavíkur þar sem við tölum saman um norrænan skáldskap. Lestrarklúbbnum er stýrt af Susanne Elgum sem starfar á bókasafninu. Við lesum á skandinavísku og tölum saman á „blandinavísku“  þegar við hittumst á bókasafninu. Við […]

JÖFN TÆKIFÆRI FYRIR BÖRN MEÐ ÞROSKARÖSKUN Á NORÐURLÖNDUM

Þriðjudaginn 27. september næstkomandi stendur Ráðgjafar- og greiningarstöð, í samstarfi við Norrænu menningargáttina og Norrænu velferðarmiðstöðina, fyrir málþingi í Helsinki, Finnlandi sem ber heitið Jöfn tækifæri fyrir börn með þroskaröskun af erlendum uppruna á Norðurlöndum (e. Equal opportunities for children of foreign origin with developmental disorders in the Nordics). Börnum af erlendum uppruna með þroskaröskun […]

Lausar stöður fyrir starfsnema

Lausar stöður fyrir starfsnema (Tök á minnst einu norrænu tungumáli er nauðsynlegt fyrir þessa stöðu). För 2023 söker vi tre praktikanter inom tre separata program.  Som praktikant i Nordens hus är du en del av ett dynamiskt team, som arbetar med kulturutbyte mellan Island, Norden och de baltiska länderna i form av samarbetsprojekt med kulturinstitutioner, […]

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022

Gróðursetning á marhálmi í Danmörku, endurheimt á framræstu votlendi á Íslandi, elsta UNESCO-lífhvolf sem enn er til í Svíþjóð og sjálfboðasamtök sem endurheimta ár og vatnsföll í Finnlandi. Alls eru sex verkefni tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs sem í ár leggur áherslu á náttúrumiðaðar lausnir. Sex tilnefningar Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022: Sund Vejle Fjord (Danmörk) […]

Velkomin á setningu Lettneska skólans í Reykjavík

Velkomin á setningu Lettneska skólans í Reykjavík í Norræna húsinu þann 26. ágúst kl. 19:00. Forseti Lettlands og eiginkona hans, sendiherra Lettlands í Noregi, munu heiðra okkur með nærveru sinni og kynnast starfsemi skólans. Viðburðurinn er ætlaður einstaklingum og fjölskyldum með börn. Þeir sem hafa ekki skráð börn í skólann geta gert það hér: https://www.surveymonkey.com/r/XWC96Z5 […]

Samstarf Norræna hússins og Artists at Risk

Við bjóðum úkraínska sýningarstjórann Yuliiu Sapiha velkomna til Íslands. Yuliia er nú starfandi sýningarstjóri í Norræna húsinu í Reykjavík eftir að hún flúði stríðið í Úkraínu í júlí 2022. Hún kemur til Norræna hússins í gegnum verkefnið Artists at Risk (AR). Yuliia er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri sem vinnur fyrst og fremst með borgarrými, listina sem […]

Innleiðing á nýju bókasafnskerfi

Kæru gestir. Það verður nokkur röskun á þjónustu hjá okkur á tímabilinu 31. maí – 13. júní vegna innleiðingar nýs bókasafnskerfis á landsvísu. Hvað þýðir það? Ekki verður hægt að nota sjálfsafgreiðsluvélar á tímabilinu. Útlán og skil verða einungis framkvæmd hjá starfsmanni bókasafns Við tökum vel á móti ykkur og þökkum þolinmæðina.     

17. maí – Þjóðhátíðardagur Noregs.

Á þjóðhátíðardegi Norðmanna minnast þeir viðtöku stjórnarskrár Noregs er fram fór á Eidsvoll 17. maí 1814. Fjöldi Norðmanna býr á Íslandi og þann 17. maí munu margir þeirra koma saman og halda daginn hátíðlegan. Nordmannslaget, félag Norðmanna og vina þeirra á Íslandi, efnir til hátíðardagskrár þennan dag og mun hluti hennar eiga sér stað hér […]

På tværs af Norden 3

På tværs af Norden 3 På tværs af Norden er þriggja binda safnritaröð sem er hluti af Lyftet, átaksverkefni norrænu menningarmálaráðherranna á sviði barna- og unglingabókmennta. Meginverkefnið felst í árvissu þverfaglegu málþingi um norrænar barna- og unglingabókmenntir samtímans sem gefur af sér þrískipt safnrit um þemu málþingsins og önnur málefni sem við eiga. Textarnir í […]

Laus störf kynningar- og samskiptastjóra og verkefnastjóra

Norræna húsið auglýsir tvö störf á sviði kynningarmála og verkefnastjórnunar. Norræna húsið er vettvangur norrænna lista, menningar, tungumála og þjóðfélagsumræðu og býður upp á framsækna og þýðingarmikla dagskrá á sviði lista, bókmennta og samfélagslegra málefna allan ársins hring. Öll okkar starfsemi hefur sjálfbærni að leiðarljósi og leggjum við áherslu á jafnrétti og margbreytileika. Kynningar- og […]

Uppskriftir frá Bækur sem bragð er af

Laugardaginn 4. desember héldu þær Silla Knudsen frá Sono og Helga Haraldsdóttir viðburð þar sem gestum gafst kostur á að spreyta sig á uppskriftum af konfekti, sælgæti og heitum drykkjum og upplifa brögð desembermánaðar. Allar uppskriftirnar má nálgast hér.     Möndlur: 300g möndlur 1 ½ bolli vatn 1 bolli hvítur sykur ½ bolli púðursykur […]

Sögusamkeppni innblásin af múmínálfunum!

Börn á öllum aldri eru hvött til að taka þátt í sögusamkeppni Norræna hússins. Þátttakendur eru hvattir til að fá  innblástur frá sögum um Múmínálfana, en sýningin Lesið og skrifað með Múmínáflunum stendur nú yfir á barnabókasafni Norræna hússins. Athugið að hægt er að senda inn bæði skriflega sögu og fyrir yngri er hægt að […]

Ráðgjöf við styrkumsóknir hjá Nordic Culture Point

Fimmtudaginn 4. nóvember milli 9:00 og 14:00 mun Katja Långvik, ráðgjafi hjá Nordic Culture Point veita ráðgjöf við styrkumsóknir í Norræna húsinu. Nordic Culture Point styrkir verkefni á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum og gefst mögulegum umsækjendum tækifæri til að fá ráðgjöf við umsóknir sínar og umsóknarferlið. Nauðsynlegt er að bóka tíma í ráðgjöf með því að […]

Norræna húsið auglýsir eftir fjármálastjóra

Í Norræna húsinu starfar kraftmikið teymi sem nú leitar að fjármálastjóra. Við leggjum mikla áherslu á að finna einstakling sem er traustur, skapandi og lausnamiðaður. Viðkomandi verður bæði að geta unnið sjálfstætt og verið áreiðanlegur liðsmaður. Helstu verkefni og ábyrgð Ábyrgð á gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana og uppgjöra Eftirfylgni með reikningagerð, launaútreikningum og tekjustreymi Umsjón […]

Norrænar bókmenntir í brennidepli á Bókamessunni í Gautaborg 2021

Bókamessan í Gautaborg kynnir dagskrá ársins í dag, 24. ágúst. Í ár eru norrænar bókmenntir í brennidepli sem eitt af þremur sérlegum þemum messunnar. Að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar hefur Norræna húsið í Reykjavík umsjón með skipulagningu spennandi dagskrár með norrænum rithöfundum á Bókamessunni í ár. Bókamessan í Gautaborg er einn af árlegum hápunktum bókmenntalífsins og […]

Barnabókaflóðið er tilnefnt til hönnunarverðlauna í Lettlandi

Bækur byggja brýr milli fólks og staða, bæði raunverulegra og ímyndaðra. Barnabókaflóðið var sett upp í Norræna húsinu í tilefni af 50 ára afmæli hússins 2018. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, rithöfundur og teiknari, var hugmyndasmiður og listrænn stjórnandi sýningarinnar. Börnum var boðið í ævintýraleiðangur um heima barnabókmenntanna og sýningin sló aðsóknarmet. Haldnar voru listasmiðjur á vegum […]

Baltnesk barnamenningarhátíð í Norræna húsinu

Dagana 20. apríl-14. júní fer fram Baltnesk barnamenningarhátíð í Norræna húsinu. Norræna húsið fagnar barnamenningu með því að kynna baltneska menningu á fjölbreyttan og skapandi hátt í samstarfi við einstaklinga með baltneskan bakgrunn. Á fyrstu viku hátíðarinnar verður skólahópum boðið í klippimyndasmiðju sem er tileinkuð sögulegum byggingum gamla bæjarins í Vilníus, höfuðborg Litháens. Þar mun […]

Opnun sýningarinnar „Í síkvikri mótun: Vitund og náttúra.“

Sýningin „Í síkvikri mótun: vitund og náttúra“ opnar í Hvelfingu þann 17.apríl 2021. Opið verður samkvæmt hefðbundnum opnunartíma Hvelfingar frá 10-17 og mun 20 manna fjöldatakmörkun gilda í rýminu. Sýningin er samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Norræna hússins í Reykjavík og er framlag Listaháskólans til ráðstefnu UArctic (Háskóla Norðurslóða) sem verður haldin í Reykjavík í maí […]

Dagur Norðurlanda 23. mars – fjölbreyttir viðburðir út vikuna tengdir norrænni menningu

Dagur Norðurlanda er haldinn hátíðlegur 23. mars ár hvert til að fagna norrænu samstarfi og benda á mikilvægi þess. Í tilefni dagsins í ár býður Norræna húsið upp á fjölbreytta dagskrá út vikuna. Varpað verður ljósi á norræna menningu og norrænan lífsstíl með umræðum, tónleikum, mat, barna- og unglingabókmenntum, ljósmyndakeppni o.fl. Dagskráin er haldin í […]