Norræna húsið óskar eftir skjalaverði

Norræna húsið óskar eftir skjalaverði

Norræna húsið í Reykjavík er rótgróinn vettvangur Norðurlanda fyrir listir, menningu, tungumál og samfélagsumræðu. Sjálfbærni er lykilatriði í starfsemi hússins. Við leggjum áherslu á CO2 hlutleysi í okkar verkefnum, jafnrétti og fjölbreytileika. Í Norræna húsinu er boðið upp á framsækna og viðeigandi listræna, bókmenntalega og félagslega dagskrá allt árið um kring.

Við leitum að einstaklingi með reynslu af skjalavörslu til að flokka og skrá skjalasafn Norræna hússins. Sem skjalavörður í Norræna húsinu munt þú sjá um varðveislu margvíslegra gagna og taka þátt í að þróa aðgengileika og vörslu skjalasafns Norræna hússins. Starfið býður upp á sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleika með áherslu á faglega og persónulega þróun í starfi.

Áhugasamir umsækjendur þurfa að sækja um starfið á vefsvæðinu https://www.norden.org/is/career .

Helstu verkefni og ábyrgð
Skráning og skjalavarsla á skjalasafni Norræna hússins.
Skipuleggja flokkunaraðferð sem hentar skjalagerðum í núverandi skjalasafni Norræna hússins.
Móta skjalaferla fyrir afhendingu á efnislegu og stafrænu efni Norræna hússins.
Afhending á öllu skjalasafni Norræna hússins eldra en 30 ára til Þjóðskjalasafns.
Hýsing og geymsla annarra gagna, m.a. bókhaldsgögn.
Stafræn hýsing á ljósmyndasafni hússins.
Aðstoð við þjónustuborð Norræna hússins, með föstum vöktum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Viðeigandi háskólamenntun.
Haldbær reynsla af skjalavörslu, og góð þekking á tengdum ferlum.
Góð færni í íslensku, ensku, og skandinavísku.
Hæfileiki til að skipuleggja og vinna sjálfstætt.
Vandvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum.