Samstarf Norræna hússins og Artists at Risk

Við bjóðum úkraínska sýningarstjórann Yuliiu Sapiha velkomna til Íslands.

Yuliia er nú starfandi sýningarstjóri í Norræna húsinu í Reykjavík eftir að hún flúði stríðið í Úkraínu í júlí 2022. Hún kemur til Norræna hússins í gegnum verkefnið Artists at Risk (AR).
Yuliia er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri sem vinnur fyrst og fremst með borgarrými, listina sem félagslega tilraun og fyrir eigið verkefni FOL`GA, götugallerí, sem hefur aðsetur í Lviv, Úkraínu.
Við í Norræna húsinu hlökkum til þessa samstarfs.
ARTISTS at RISK (AR) er sjálfseignarfélag sem starfar á mótum mannréttinda og lista. Síðan 2013 hefur AR byggt upp alþjóðlegt net lista og sjálfseignarstofnana, sveitarfélaga, ríkja og alþjóðastofnana til að aðstoða, flytja og fjármagna listamenn sem eiga á hættu að verða fyrir ofsóknum, kúgun eða eru á flótta undan stríði eða hryðjuverkum.