Sendiráð Svíþjóðar á Íslandi leitar að kynningarfulltrúa

Sendiráð Svíþjóðar í Reykjavík stuðlar að víðtækum og nánum samskiptum Svíþjóðar og Íslands og aðstoðar sænska ríkisborgara. Starfsfólk sendiráðsins samanstendur af sendiherra og ritara, sem koma frá Svíþjóð, auk þriggja staðbundinna starfsmanna í fullu starfi. Nánari lýsingu á starfsemi okkar er að finna á vefsíðunni www.swedenabroad.com.

Mikilvægt er að umsækjandi hafi gott vald á töluðu og rituðu íslensku máli ásamt góðri kunnáttu á sænsku sem er tungumál vinnustaðarins.
Nánari upplýsingar um starfið má lesa hér á sænsku.

Fyrir frekar spurningar um starfið, hafið samband við Gunnar Ólafsson, núverandi handhafa embættisins, eða Joanne Hurman, ritara, í síma 520 1230.
Ferilskrá og kynningarbréf ásamt öðrum viðeigandi gögnum sendist til ambassaden.reykjavik(at)gov.se fyrir mánudaginn 7. nóvember.