Norræna húsið auglýsir eftir tæknimanni í 100% stöðu – Umsóknarfrestur 27. ágúst 2018

Ert þú sú/sá sem við erum að leita að? Þú….

  • hefur sterka þjónustulund
  • ferð létt með að gera marga hluti í einu
  • hefur skipulagshæfni og góða yfirsýn
  • átt auðvelt með að tileinka þér þekkingu á tækni, tækjum og tólum
  • ert líkamlega sterk/ur og getur lyft þungum húsgögnum

 

Helstu viðfangsefni:

  • Undirbúa allar gerðir viðburða s.s. tónleika, sýningar, ráðstefnur, fundi, vinnusmiðjur o.fl.
  • Umsjón með tæknibúnaði og tryggja að hann sé í lagi fyrir allar gerðir viðburða
  • Setja upp og ganga frá eftir viðburði
  • Umsjón með að húsið líti vel út og að allur aðbúnaður virki
  • Þjónusta og aðstoð við gesti hússins, s.s. listafólk, ráðstefnuhaldara o.s.frv.

 

Hæfniskröfur:

Við leitum að dýnamískri manneskju með reynslu af sambærilegri vinnu og getur verið sá aðili sem stýrir tæknihlið viðburða í húsinu á faglegan hátt. Við leitum sérstaklega af fólki með þekkingu á hljóði, lýsingu og sýningu kvikmynda. Þú þarft að geta talað íslensku og ensku og það er stór kostur ef þú skilur og getur gert þig skiljanlega/nn á einu skandinavísku tungumáli. Við leitum að sjálfstæðum einstaklingi, skipulögðum og áreiðanlegum sem vinnur vel undir álagi.

 

Vinnutími er þriðjudaga til föstudaga frá kl. 13:30 21:30 og aðra hverja helgi. Ath. vinnutími getur verið sveigjanlegur. 

 

Frekari upplýsingar veitir fjármálastjóri Norræna hússins Þórunn Stefánsdóttir í tölvupósti thorunnst@nordichouse.is eða í síma 551 7030.

Umskóknarfrestur er 27. ágúst og skal sækja um starfið á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar, www.norden.org.

Gott er ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.

Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal vera á dönsku, sænsku, norsku eða ensku.

 

Ráðið er í starfið til fjögurra ára með möguleika á framlengingu á samningi önnur fjögur ár skv. reglum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Nánari upplýsingar um húsið er að finna á www.norraenahusid.is

 

Sækja um starfið hér 

Norræna húsið óskar eftir lærlingum

Langar þig að vera lærlingur hjá Norræna húsinu? 

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto.

 Hæfniskröfur 
Gerð er krafa um framúrskarandi kunnáttu í sænsku, dönsku eða
norsku ásamt kunnáttu í ensku. Mikilvægt er að einstaklingurinn
hafi góða almenna tölvukunnáttu og sé fær að tjá sig í ræðu og riti.
Við leitum að sjálfstæðum, áreiðanlegum og hugmyndaríkum
einstaklingi sem er:

-forvitinn og fús til að læra nýjar hluti
-getur aðstoðað við undirbúning og frágang eftir viðburði
-Tekur frumkvæði og getur unnið sjálfstætt

Við bjóðum upp á:
– hvetjandi og jákvætt umhverfi
– Þjálfun með frábæru starfsfólki

 

Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi.
Umsókn skal vera á dönsku, sænsku, norsku eða ensku.
Við umsóknum tekur Sigrún Einarsdóttir þjónustustjóri
info@nordichouse.is  
Lærlingsstaðan er sjálfboðastarf og getur varað í allt að
4 til 5 mánuði. Umsóknarfrestur fyrir veturinn 2018 er 20. september 2017.

Sjá nánari upplýsingar

 

AALTO BISTRO VANTAR LIPURT ÞJÓNUSTUFÓLK!

Viltu vinna á góðum og litlum veitingastað í einu fallegasta húsi borgarinnar, Norræna húsinu?

ÞÁ ER AALTO BISTRO AÐ LEITA AÐ ÞÉR!

AALTO Bistro er að leita að góðum þjónum með reynslu til að vinna með sér í litlum og samhentum hópi.

Snyrtimennska, glaðværð, fágun og íslenskukunnátta skilyrði.

Sendið upplýsingar og fyrirspurnir á aalto@bordstofan.is

www.aalto.is

Norræna húsið óskar eftir að ráða bókara

Norræna húsið óskar eftir að ráða bókara

Starfið sem er bæði fjölbreytt og krefjandi felur meðal annars í sér fjárhagsbókhald, flokkun og merkingar reikninga, innheimtu, samþykktarferla og afstemmingar ásamt öðrum tilfallandi verkefnum tengdum bókhaldi.

Menntunar – og hæfniskröfur:

* Menntun sem nýtist í starfi

* Reynsla af færslu bókhalds og afstemmingum nauðsynleg

* Þekking á dk hugbúnaði kostur

* Góð kunnátta í Excel töflureikni og almenn tölvufærni nauðsynleg

* Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

* Gott vald á íslensku í ræðu og riti ásamt kunnáttu í amk einu Norðurlandmáli

Áhersla er lögð á þjónustulipurð, samstarfshæfileika, þægilega framkomu, trúnað og faglegan metnað.

Um er að ræða hlutastarf sem gæti henta vel með námi eða öðru starfi.

Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2017 og skal umsóknum skilað á netfang Norræna hússins thorunnst@nordichouse.is 

Umsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf.

Viltu vinna í Norræna húsinu í Færeyjum?

Nordens Hus på Færøerne søger medarbejder til administrationen og receptionen

Vi tilbyder
Et spændende job med gode muligheder for faglig og personlig udvikling i et godt og levende kulturelt arbejdsmiljø.

Arbejdsopgaver
Du kommer særlig til at arbejde med opgørelser af husets arrangementer, får ansvar for kasseafregninger og lignende. Udover dette er der tale om deltagelse i alt almindeligt arbejde i receptionen.

Kvalifikationskrav
• Relevant uddannelse indenfor kontorområdet og/eller tilsvarende arbejdserfaring.
• En god sans for tal og opgørelser.
• Gode IT-kundskaber er en fordel.
• Gode sproglige kompetencer, skriftligt og mundtligt, i færøsk, engelsk og et skandinavisk sprog.

Vi forventer at ansøgeren er
• Selvstændig, systematisk og serviceminded.
• Fleksibel, glad for at arbejde i et levende miljø og interesseret i de kulturelle aktiviter.

 

 

Løn- og ansættelsesforhold
I henhold til regler for institutioner under Nordisk Ministerråd og overenskomst mellem relevant fagforening (Starvsmannafelagið) og Finansministeriet på Færøerne. Ansættelsesperioden er 4 år med mulighed for forlængelse – dog højest 8 år i alt.

Der er tale om skiftende arbejdstider, som også omfatter aftner og weekender.

Ansøgningsfrist
Ansøgningsfristen er 14. marts 2016. Tiltrædelse snarest muligt.

Ansøgning
Hvis du ønsker at søge stillingen udfyld venligst vores ansøgningsformular ved at følge linket.

Yderligere oplysninger kan fås ved henvendelse til Sif Gunnarsdóttir, Nordens Hus på Færøerne på telefon
+ 298 351 351.
Nordens Hus i Fæøebe er en institution under Nordisk Ministerråd og Det Færøske Landsstyre. Formålet med Nordens Hus er at formidle nordisk kultur på Færøerne, færøsk kultur til de øvrige nordiske lande og at huse færøske kulturarrangementer på Færøerne. I 2015 var der 382 arrangementer i og udenfor huset. Omkring 60.000 mennesker deltog i arrangmenterne. Der er 15 ansatte i Nordens Hus.