LAUST STARF INNAN TÆKNI- OG VIÐBURÐATEYMIS

Norræna húsið – 50% starf

Norræna húsið óskar eftir að ráða traustan og drífandi einstakling í 50% starf til að hafa umsjón með samskiptum við innri og ytri aðila vegna bókana og skipulags viðburða í Norræna Húsinu. Um er að ræða spennandi starf í því fjölbreytta og fjölþjóðlega menningarumhverfi sem einkennir Norræna Húsið. Starfið felur í sér umsjón og utanumhald með bókunum, skipulagi og mati á tæknilegum þörfum viðburða með viðburðarteymi Norræna Hússins, miðlun upplýsinga tengdum viðburðum milli starfsmanna, samstarfsaðila og viðskiptavina ásamt tilfallandi verkefnum við viðburði.

Norræna Húsið stendur fyrir fjölda viðburða, bæði á eigin vegum en einnig í samstarfi við utanaðkomandi aðila ásamt því að leigja út aðstöðu og tækniþjónustu til einkaaðila. Norræna Húsið er með fjölbreytta aðstöðu fyrir ráðstefnuhald, fundi, upptökur, streymi, tónleikahald, kvikmynda og listsýningar.

SÆKJA UM HÉR

Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og stutt persónulegt kynningarbréf.

Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón með samskiptum við verkefnastjóra innanhúss sem og samskiptum við utanaðkomandi viðskiptavini vegna fyrirspurna og bókana á viðburðarýmum og tækniþjónustu Norræna Hússins.
Halda/skipuleggja fundi vegna viðburða til að samræma og veita ráðgjöf vegna framkvæmdar viðburða og tæknilegra þarfa.
Miðlun upplýsinga tengdum viðburðum innan tækniteymis Norræna Hússins, milli deilda/starfsmanna Norræna Hússins til samstarfsaðila/viðskiptavina og sjá til þess að samhæfing og gæði viðburða sé tryggð.
Vinna við viðburði Norræna Hússins ásamt öðrum verkefnum eftir þörfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi.
Góð samskiptahæfni og geta til að sýna sveigjanleika og nákvæmni.
Haldbær reynsla af umsjónarstörfum tengdum menningarlegu viðburðarhaldi.
Mikil skipulagshæfni, sjálfstæði og frumkvæði.
Hæfni til að geta tjáð sig vel í skrifuðu og töluðu máli.
Færni í íslensku, ensku, og einu af eftirfarandi tungumálum: dönsku, sænsku eða norsku
Góð tölvukunnátta og þekking og áhugi á tæknilegri framkvæmd viðburða er kostur.
Fríðindi í starfi
Samgöngustyrkur
ÍÞróttastyrkur
Matur hjá Sono á afsláttarkjörum
Annað