Norræna húsið óskar eftir lærlingum

Langar þig að vera lærlingur hjá Norræna húsinu? 

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto.

 Hæfniskröfur 
Gerð er krafa um framúrskarandi kunnáttu í sænsku, dönsku eða
norsku ásamt kunnáttu í ensku. Mikilvægt er að einstaklingurinn
hafi góða almenna tölvukunnáttu og sé fær að tjá sig í ræðu og riti.
Við leitum að sjálfstæðum, áreiðanlegum og hugmyndaríkum
einstaklingi sem er:

-forvitinn og fús til að læra nýjar hluti
-getur aðstoðað við undirbúning og frágang eftir viðburði
-Tekur frumkvæði og getur unnið sjálfstætt

Við bjóðum upp á:
– hvetjandi og jákvætt umhverfi
– Þjálfun með frábæru starfsfólki

 

Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi.
Umsókn skal vera á dönsku, sænsku, norsku eða ensku.
Við umsóknum tekur Sigrún Einarsdóttir þjónustustjóri
info@nordichouse.is  
Lærlingsstaðan er sjálfboðastarf og getur varað í allt að
4 til 5 mánuði. Umsóknarfrestur fyrir veturinn 2018 er 20. september 2017.

Sjá nánari upplýsingar