Norræna húsið auglýsir eftir tæknimanni í 100% stöðu – Umsóknarfrestur 27. ágúst 2018

Ert þú sú/sá sem við erum að leita að? Þú….

  • hefur sterka þjónustulund
  • ferð létt með að gera marga hluti í einu
  • hefur skipulagshæfni og góða yfirsýn
  • átt auðvelt með að tileinka þér þekkingu á tækni, tækjum og tólum
  • ert líkamlega sterk/ur og getur lyft þungum húsgögnum

 

Helstu viðfangsefni:

  • Undirbúa allar gerðir viðburða s.s. tónleika, sýningar, ráðstefnur, fundi, vinnusmiðjur o.fl.
  • Umsjón með tæknibúnaði og tryggja að hann sé í lagi fyrir allar gerðir viðburða
  • Setja upp og ganga frá eftir viðburði
  • Umsjón með að húsið líti vel út og að allur aðbúnaður virki
  • Þjónusta og aðstoð við gesti hússins, s.s. listafólk, ráðstefnuhaldara o.s.frv.

 

Hæfniskröfur:

Við leitum að dýnamískri manneskju með reynslu af sambærilegri vinnu og getur verið sá aðili sem stýrir tæknihlið viðburða í húsinu á faglegan hátt. Við leitum sérstaklega af fólki með þekkingu á hljóði, lýsingu og sýningu kvikmynda. Þú þarft að geta talað íslensku og ensku og það er stór kostur ef þú skilur og getur gert þig skiljanlega/nn á einu skandinavísku tungumáli. Við leitum að sjálfstæðum einstaklingi, skipulögðum og áreiðanlegum sem vinnur vel undir álagi.

 

Vinnutími er þriðjudaga til föstudaga frá kl. 13:30 21:30 og aðra hverja helgi. Ath. vinnutími getur verið sveigjanlegur. 

 

Frekari upplýsingar veitir fjármálastjóri Norræna hússins Þórunn Stefánsdóttir í tölvupósti thorunnst@nordichouse.is eða í síma 551 7030.

Umskóknarfrestur er 27. ágúst og skal sækja um starfið á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar, www.norden.org.

Gott er ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.

Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal vera á dönsku, sænsku, norsku eða ensku.

 

Ráðið er í starfið til fjögurra ára með möguleika á framlengingu á samningi önnur fjögur ár skv. reglum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Nánari upplýsingar um húsið er að finna á www.norraenahusid.is

 

Sækja um starfið hér