Bókasafn Norræna hússins lokar tímabundið

Kæru gestir, vegna endurbóta mun Bókasafn og Barnabókasafn Norræna hússins loka tímabundið frá og með 19. Febrúar. Við áætlum að framkvæmdum ljúki strax í Júní.

Þessar endurbætur eru hluti af allsherjar endurbótum á Norræna húsinu sem staðið hafa yfir í köflum frá 2022. Þar sem húsið er friðað af Minjastofnun þá er ekki um að ræða endurbætur sem breyta nokkru varðandi ásýnd hússins, heldur snúast þær um grunninnviði hússins. Öll þessi vinna er í nánu samstarfi við Alvar Aalto stofnunina í Finlandi.

Það er heilmikil vinna að pakka niður heilu bókasafni og við hvetjum því viðskiptavini okkar til þess að fá lánaðar bækur, fleiri en venjulega! Til að aðstoða okkur við þessa vinnu. Hægt verður að fá lánaðar bækur og listaverk til og með Sunnudagsins 18. Febrúar. 

Öll lán á bókum og listaverkum, núverandi og væntanleg, hafa verið lengd sjálfkrafa fram til Júní. Öll bókasafnskort hafa einnig verið framlengd, viðskiptavinum okkar að kostnaðarlausu.

Norræna húsið og veitingastaðurinn SÓNÓ Matseljur verða eins og áður með opið alla daga vikunnar nema mánudaga. Fræðslustarf okkar er mikilvægur hluti af starfsemi okkar og munum við einblýna á að halda þeirri starfsemi áfram og færum því þá viðburði tímabundið upp í Elissa (salur). Allir viðburðir eru skráðir á heimasíðu okkar og einnig á samfélagsmiðla. Ný sýning „Wasteland“ opnar í Hvelfingu þann 10. Febrúar og verður engin röskun starfsemi sýningarrýmisins.

Við þökkum öllum gestum okkar og samstarfsaðilum fyrir þolinmæði og skilning á meðan á þessum framkvæmdum hefur staðið og hlökkum við mjög til þess að bjóða ykkur velkomin á bókasafnið að nýju í Júní. Fylgjast má með framkvæmdum á heimasíðu okkar hér.

Einnig er hægt að skrá sig fyrir mánaðarlegu fréttabréfi Norræna hússins hér til þess að fá fréttir um viðburði, sýningar og stöðu framkvæmda.

Norræna húsið er einstakt kennileiti í Reykjavík og eitt mikilvægustu byggingarlistaverka Íslands. Húsið var teiknað af finnska arkitektinum Alvar Aalto og vígt árið 1968. Það hefur frá upphafi verið miðpunktur norræns samstarfs og kjarni menningarlífs í Reykjavík.