Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022

Gróðursetning á marhálmi í Danmörku, endurheimt á framræstu votlendi á Íslandi, elsta UNESCO-lífhvolf sem enn er til í Svíþjóð og sjálfboðasamtök sem endurheimta ár og vatnsföll í Finnlandi. Alls eru sex verkefni tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs sem í ár leggur áherslu á náttúrumiðaðar lausnir.

Sex tilnefningar

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022:

Tilkynnt um verðlaunahafa í nóvember
Tilkynnt verður um vinningshafa umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs þann 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 300.000 danskar krónur.

Um þema ársins:

Þema ársins er náttúrumiðaðar lausnir – alhliða svar við hinum stóru umhverfisáskorunum samfélagsins. Með þessu þema viljum við vekja athygli á því að náttúran og náttúrustjórnun getur lagt lóð sín á vogarskálarnar með alhliða lausnum við loftslagsvandanum og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni ásamt því að tryggja árangursríka loftslagsaðlögun í borgarumhverfi og um leið bæta heilbrigði og velferð fólks.

Lesið meira um Umhverfisverðlaunin og tilnefningarnar hér.