Af hverju ættum við beina sjónum að list í brennandi stríði?

Fyrir viku gátum við, þökk sé viðbótarstyrk frá Norrænu ráðherranefndinni, opnað sýningu með nýjum verkum sjö úkraínskra samtímalistamanna. Á sýningunni Hvernig komst ég í sprengjuskýlið fáum við að sjá sjónarhorn listamannanna Kinder Album, Mykhaylo Barabash, Jaroslav Kostenko, Sergiy Petlyuk, Elena Subach, Art Group Sviter og Maxim Finogeev á stríð Rússlands gegn Úkraínu.

Og hvers vegna er mikilvægt að beina sjónum að list og menningu  í miðju stríði? Ég skal segja þér hvers vegna.

Það hefur komið í ljós að menning er ákveðið skotmark Rússa í stríðinu gegn Úkraínu. Frá og með 8.2.2023 hefur UNESCO staðfest eyðingu 238 muna frá 24. febrúar 2022: 105 trúarstaði, 18 söfn, 85 byggingar með sögulegt/listrænt gildi, 19 minjar og 11 bókasöfn. Þegar á fjórða degi stríðsins var ráðist á safn tileinkað hinni heimsfrægu úkraínsku listakonu Maríu Prymachenko.

Viljandi árásir á menningu eru ekkert nýtt. Loftárásir þýska flughersins á Guernica í spænskuborgarastyrjöldinni, kerfisbundin eyðilegging nasista á pólskum bókasöfnum og skjalasöfnum í síðari heimsstyrjöldinni og árásir ISIS á menningarmuni eru nokkrar af frægustu tilraunum til að þurrka út menningu í stríði. Að eyðileggja list er að eyða sögu lands, að svipta hana eiginleikum þess að vera þjóð.

Barátta fyrir menningu snýst ekki bara um varðveislu fornaldar heldur einnig um að berjast fyrir nútíð og framtíð. Nú er tíminn þar sem ekki má fela menninguna og listamennirnir verða að halda áfram vinnu sinni, halda áfram að ávarpa hræðilegt ástand með list sinni. Og heimurinn er að bregðast við – aldrei áður hefur úkraínsk list og menning verið jafn áberandi á heimsvísu. Við erum ótrúlega þakklát fyrir þátttöku listamannanna á sýningunni og vonum að sem flestir fái að deila sögum sínum.

Innilegar þakkir til sýningarstjórans, Yulia Sapiga, sem hóf störf hjá Norræna húsinu síðasta sumar í gegnum samtökin Artists at Risk. Þetta hefði aldrei verið hægt án hennar.