Nýr kafli í sögu Norræna hússins: Elissa Aalto

Í ár eru 100 ár frá fæðingu arkitektsins Elissa Aalto. Hún spilaði stórt hlutverk í finnskri byggingarsögu bæði með eigin verkefnum og gegnum sín störf við endurbætur, viðhald og verndun húsa eftir eiginmann sinn Alvar Aalto. Hún spilaði lykilhlutverk við byggingu Norræna hússins í Reykjavík.

Í gegnum sögu Norræna hússins hefur sjónum verið beint að Alvar Aalto og nánu og jöfnu samstarfi hans við fyrri konu hans Aino Aalto. Þrátt fyrir að Aino hafi látist 20 árum áður en Norræna húsið var vígt er það hún sem hefur haft nærveru í húsinu. Við erum með tvö fundarherbergi sem eru nefnd eftir Aino og Alvar – það minna heitir Aino og það stærra heitir Alvar. Við erum meira að segja með tvo fugla í tjörninni fyrir utan sem kallast Aino og Alvar. Elissa hefur hins vegar ekki áður komið við sögu, þangað til nú.

Þegar við hófum undirbúning fyrir fyrirhugaðar endurbætur á húsinu fundum við upplýsingar um Elissu í skjalasafninu, í skjölum, á teikningum og í handskrifuðum bréfum. Þar kom glögglega fram hve mikilvægu hlutverki hún gengdi við byggingu hússins. Það var Elissa, í nánu samstarfi við arkitektinn Ilona Lehtinen, sem fullgerði byggingateikningar hússins. Það var hún sem stýrði framkvæmdumí umboði Alvars Aalto, þegar á sjöunda áratugnum. Eftir andlát Alvars árið 1976 sá hún um alla stjórnun allt fram til dauðadagsins árið 1994, og stóð fyrir öllum breytingum og endurbótum í Norræna húsinu fyrstu 25 árin.

Í tilefni af þessari duldu sögu og afmælisári Elissu var í síðustu viku haldið málþing undir yfirskriftinni Kvenkyns frumkvöðlar og sögulegar byggingar. Í lok dagskrár var skálað fyrir Elissu og hennar mikilvæga framlagi í sögu Norræna hússins, um leið og við afhjúpuðum að nefna stóra hátíðarsal hússins Auditorium Elissa.

Að upphefja verk karlmanna í skugga kvenna er dæmigert fyrir módernisma, en nú eru tíma að breytast og konurnar verðskuldað að stíga úr þeirra skugga.