VETRARFRÍ: námskeið fyrir 7- 10 ára


10:00 - 12:00
Salur & Hvelfing
Aðgangur ókeypis

Ókeypis námskeið í vetrarfríi fyrir 7-10 ára gömul börn.

Krakkarnir fá að kynnast sýningunni Wasteland sem snýst um sjálfbærni í arkitektúr – ýmsar æfingar verða gerðar í tengslum við byggingarlist og endurunnin efnivið.

Námskeiðið verður bæði 19. og 20. Febrúar á milli klukkan 10:00 – 12:00.
Sniðugt er að mæta með smá hressingu.

Hægt er að skrá sig fyrir annan eða báða daganna með því að senda email til Hrafnhildur(at)nordichouse.is

Aðgengi að Elissu sal er gott fyrir hjólastóla og aðgengileg salerni eru á sömu hæð, öll salerni í húsinu eru kynhlutlaus. Aðgengi að Hvelfingu sýningarsal er gott með lyftu frá aðalinngangi.