FJÖLSKYLDUSTUND: Plast fiskar og furðuverur


13:00 - 15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Plast fiskar og plast lífverur af ýmsum stærðum og gerðum verða til í skapandi smiðju fyrir alla fjölskylduna sem listamaðurinn Þórdís Erla Zoega leiðir. Litríkt plast fær nýtt líf og með skapandi aðferðum breytist plastið í fjölbreytta dýraflóru og öðlast nýtt líf. Þórdís vinnur með fjölbreyttan efnivið í sinni list og hönnun en hún er einnig hönnuður yfirstandandi sýningar á barnabókasafni Norræna hússins sem nefnist: ,,Undir íshellunni” og fjallar um dýr og plöntur sem lifa í Norður íshafi.

 

Aðgengi: Barnabókasafnið er aðgengilegt hjólastólum í gegnum Hvelfingu sýningarrými. Nauðsynlegt er að hafa samband við starfsmann á bókasafni og fá leiðbeiningar þar. Salerni með góðu aðgengi er á aðalhæð og öll salerni í húsinu eru kynhlutlaus.