Söng- og ljóðasmiðja fyrir börn í vetrarfríi


14:00 - 15:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Í smiðjunni fá börn tækifæri til að læra og hlusta á norræn lög við ljóð norrænna barna. Einnig fá börn tækifæri til að semja eigin ljóð um náttúruna, umhverfið, loftslagið, framtíðarsýn og drauma. Þau börn sem vilja, geta sett nýju ljóðin sín beint inn á veraldarvefinn á heimasíðuna ljodfyrirloftslagid.is þegar þau eru tilbúin.

Smiðjan er í boði Óperudaga – ókeypis og öll velkomin.
SKRÁNING: hrafnhildur@nordichouse.is

Kennarar smiðjunnar eru Bryndís Guðjónsdóttir og Vera Hjördís Madsdóttir.

Aðgengi: Barnabókasafnið er aðgengilegt frá Bókasafni þar sem farið er niður tröppur. Fyrir hjólastóla er aðgengi með lyftu frá aðallhæð og þaðan í gegnum Hvelfingu sýningarsal. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð hússins og eru öll salerni kynhlutlaus. Rampur leiðir að Norræna húsinu frá bílastæði og er sjálfvirkur hnappur hjá aðaldyrum.