Tónleikar og spjall með SUPERCOIL – Pink Ribbon


17:00 - 18:30
Salur
Aðgangur ókeypis

Í samstarfi við Brakkasamtökin og Krabbameinsfélagið býður Norræna húsið á tónleika ásamt umræðu með SUPERCOIL.

Fyrir tónleikana verður stutt ávarp frá Krabbameinsfélaginu, og því næst pallborðsumræður sem Amalie Guldberg Thomsen, nemi í heimspeki og starfsnemi hjá Norræna húsinu, stjórnar.

Um verkefniðSUPERCOIL er tilraunaverkefni sem sameinar list og vísindi með það að markmiði að kanna erfðamengið í gegnum tónlist. Það er samstarfsverkefni milli Esther Þorvaldsdóttur, sem fékk hugmyndina að verkefninu út frá reynslu sinni af stökkbreytingu í BRCA2 geninu sínu, Robin Morabito (einnig þekktur sem Bob Hermit), og Hrafnkels Arnar Guðjónssonar (Agent Fresco, BÖSS). Þau blanda saman hljóði, vísindum og persónulegri reynslu til að skapa tónlist. Tónlist þeirra er samblanda af raftónlist, samtímatónlist og rokki og fer inn á fjölmarga tónlistarstíla.

Þau búa til mörg af sínum eigin hljóðfærum, þar á meðal rafhljóðfæri með e-textílefnum – mjúkum efnum sem líkjast amínósýrum og DNA-keðjum – og skapa óljós mörk milli lífrænna hljóða og gervihljóða. Esther notar einnig hugbúnað Robin til að búa til núritun (ens. live coding) þar sem hún segir frá BRCA sögu sinni. Verk þeirra innihalda óvenjuleg hljóð, sundurliðaðar raddupptökur og óhefðbundnir effectar, sem skapa hljóðheim sem er jafn óútreiknanlegur og stökkbreytingarnar sem veittu því innblástur.

Töst og Fentimans bjóða upp á bleika drykki í tilefni tónleikanna. 

Verkefnið er styrkt af Samfélagssjóði Landsbankans og Tónskáldasjóði Bylgjunnar og Stöðvar 2.

Aðgengi: Aðgengi fyrir hjólastóla í Elissu er gott, en lítill þröskuldur er inn í salinn. Kynhlutlaus og aðgengileg salerni eru á sömu hæð. Viðburðurinn fer fram á ensku.