ARTOTEK

Listlánadeild bókasafns Norræna hússins er glæsilegt safn grafík listaverka eftir norræna grafíklistamenn. Með aðeins lánþegaskírteini í bókasafninu geta allir fengið 3 grafíkverk að láni í 3 mánuði í senn. Lánþegaskírteini kostar 2000 kr. og gildir í 1 ár. Með skírteininu færðu 10% afslátt hjá MATR og í Hvelfingu hönnunarbúð.

Opið þri-sun 10-17. Lokað á mánudögum

Fáðu myndlist að láni í Artoteki Norræna hússins

Artótek eða listlánadeild bókasafns Norræna hússins á sögu sína að rekja til ársins 1972. Það ár ákvað Bandalag norrænna grafíklistamanna að gefa Norræna húsinu 200 grafíkverk eftir norræna grafíklistamenn sem skyldi verða stofn að listlánadeild. Gjöfin var háð því skilyrði að verkin yrðu lánuð út eins og bækur safnsins.

Útlán hófust árið 1976 og þóttu mikil nýjung og mæltust vel fyrir. Töluvert hefur bæst við safnið frá árinu 1976 og verkin nú á 6. hundrað.

Meðal lista­mann sem má finna verk eft­ir í Artoteki Nor­ræna húss­ins eru:

Ragn­heiður Jóns­dótt­ir, Sven­robert Lundquist, Jó­hanna Boga­dótt­ir, Tomo Aalto, Jón­ína Lára Ein­ars­dótt­ir, Kjart­an Guðjóns­son, Sigrún Eld­járn, Lars Gunn­ar Nord­ström, Bragi Ásgeirs­son, Sigrun Guðjóns­dótt­ir, Tryggvi Ólafs­son, Helgi Þorgils, Björg Þór­steins­dótt­ir, Andres Kjær, Baltas­ar, Os­mund Han­sen, Tage Stentoft og fleiri og fleiri.

 

Vertu velkomin til okkar í Artotek Norræna hússins til að skoða úrvalið

Opið þri-sun 10-17. Lokað á mánudögum