MATR

MATR er huggulegt og fjölskylduvænt kaffihús í Norræna húsinu sem rekið er af Árna Ólafi Jónssyni, kokki og sjónvarpsmanni, sem margir kannast við úr matarþáttunum Hið blómlega bú. Kaffihúsið er eins árs tilraunaverkefni þar sem Árni ætlar að kanna hversu langt hann getur farið með hugtakið ruslfrítt.  Áhersla er á notalegheit, norræna matargerð, nýtni og virðingu við hráefni.

Opnunartímar MATR og Norræna hússins

Frekari upplýsingar og matseðil má finna á www.matr.is

MATR Hosts

MATSEÐILL

Boðið er upp á gómsæta rétti í hádeginu en yfir daginn er sænska hugtakið „fika“ haft að leiðarljósi; það að slaka á og njóta þess að fá sér kaffi og með því í góðra vina hópi.

MATR er tilvalinn staður til að fá sér ljúfa hressingu, kaffisopa, glugga í blöðin og njóta um leið alls þess sem Norræna húsið hefur upp á að bjóða. Á neðri hæð hússins er til að mynda eitt flottasta barnabókasafn landsins sem er vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar.