MATR – Nýtt kaffihús í Norræna húsinu

MATR opnar í Norræna húsinu þriðjudaginn 3.mars

MATR er forn ritháttur á orðinu matur og einnig nafn á eins árs tilraunaverkefni í ruslfríum og vistvænum veitingarekstri í Norræna húsinu. MATR mun bjóða upp á huggulega og fjölskylduvæna stemmningu þar sem áhersla verður lögð á norræna matargerð, nýtni og virðingu fyrir hráefninu.

Á MATR verður boðið upp á síðbúinn morgunverð og gómsæta rétti í hádeginu en yfir daginn er sænska hugtakið „fika“ haft að leiðarljósi; það að slaka á og njóta þess að fá sér kaffi og meðí í góðra vina hópi.

Það er sjónvarpskokkurinn og matgæðingurinn Árni Ólafur Jónsson sem stendur í forsvari fyrir þessu nýja og spennandi kaffihúsi.  Árni ætti að vera mögrum kunnugur úr matreiðsluþáttunum Hið blómlega bú sem sýndir voru á stöð tvö fyrir nokkrum árum.

Opnunartími
Þri-sun kl. 10-17.