Fjölskyldusmiðja: Bakvið tréð


13:00 - 15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Norræna húsið býður þér á skapandi og hugmyndaríka fjölskyldusmiðju fyrir alla aldurshópa

Smiðjan er innblásin af yfirstandandi sýningu í bókasafninu Tréð og barnabókinni Træið eftir Bárð Oskarsson. Við munum nota pappír, túss, tréliti, lím og skæri til að ímynda okkur hvað gæti og gæti ekki gerst á bakvið tréð við sjóndeildarhringinn. Hér munum við láta ímyndunaraflið ráða ferðinni og tala um hvað er raunverulegt og hvernig við getum vitað það sem við vitum.

Opnunartími og aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið. Aðgengi fyrir hjólastóla er með lyftu og í gegnum sýningarsalinn Hvelfing. Starfsfólk bókasafnsins mun veita frekari upplýsingar. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð hússins. Opnunartími er ÞRI-SUN 10-17. Aðgangur að bókasafninu og öllum viðburðum er ókeypis.

Myndirnar eru úr bókinni Tréð sem Bárður Oskarsson skrifaði og myndskreytti.