Örnámskeið: Tækni-heimspeki fyrir börn (10-12 ára)


16:00 - 17:30
Salur
Aðgangur ókeypis

Börnum á aldrinum 10-12 ára er boðið í heimspekilega og fjörugt örnámskeið með áherslu á tæknilegt hversdagslíf og samfélag framtíðarinnar.

Hvernig upplifa börn hversdagslega tækni? Hverskonar tæknivæddu samfélagi vilja börn búa í og hvernig verður þetta í framtíðinni? Á þessu örnámskeiði fá börn tækifæri til að segja frá og velta fyrir sér upplifun sinni af heiminum okkar og okkar tæknivædda samfélagi: Ætti gervigreind að sjá um heimavinnuna okkar? Ættum við að vingast við vélmenni? Og hvað ætti ekki að vera stjórnað af tækni? Og hver á að ákveða þetta?

Í gegnum leik og sköpun ætlum við að reyna að ímynda okkur hvernig framtíðin gæti litið út ef börn fengu að ráða. Á þessu stutta námskeiði munum við vinna saman í litlum hópum og segja svo hvert öðru hvernig lífi við viljum lifa í tæknilegri framtíð. Síðan munum við nota gervigreindina til að búa til myndir og reyna þannig að bera saman okkar eigin skapandi hugmyndir við niðurstöður gervigreindarinnar. Kannski fáum við þá nýjar hugmyndir um hvernig framtíðin eigi að líta út? Verða nýju hugmyndirnar betri en þær sem við höfðum áður? Komdu og vertu með til að finna svarið.

Örnámskeiðið verður kennt á auðveldri ensku með danska heimspekinemanum Amalie Guldberg Thomsen, sem nú er starfsnemi í Norræna húsinu í Reykjavík.

Þátttaka er í gegnum skráningu: hrafnhildur@nordichouse.is

Aðgengi: Elissu Salur hefur gott aðgengi fyrir hjólastóla en gott er að hafa í huga að lítill þröskuldur er inn í salinn. Enginn þröskuldur er inn í salinn bókasafnsmeginn við rennihurðina. Aðgengileg salerni eru á sömu hæð.