HÖFUNDAKVÖLD með Satu Rämö


19:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Við erum stolt af því að kynna Höfundakvöld með Nordic Noir þema sem fer fram í Elissu sal Norræna hússins. Lilja Sigurðardóttir mun leiða samtal við Satu Rämö, þar sem þau ræða höfunda- og bókmenntaverk Satu. Samtalið fer fram á íslensku.

Satu Rämö fæddist í Finnlandi árið 1980 og flutti til Íslands fyrir rúmum tveimur áratugum sem skiptinemi í hagfræði. Í stað þjóðarhagfræði endaði hún á því að læra um íslenska menningu, bókmenntir og goðafræði áður en hún hóf farsælan feril sem rithöfundur, stafrænn höfundur og leiðbeinandi. Hún hefur gefið út fjölmarga metsölu- og verðlaunatitla í Finnlandi, allt frá ferðahandbókum um Ísland til hugvekjandi endurminninga og íslenskrar prjónabókar. Satu býr með fjölskyldu sinni á Ísafirði. Frumraun hennar í skáldskap var bókin HILDUR, fljótt á eftir komu RÓSA & BJÖRK, sem komu út í Finnlandi vorið 2023, síðan JAKOB, í nóvember 2023. Útgáfurétturinn á HILDUR-þríleiknum hefur þegar verið seldur til nokkurra landa, þar á meðal Þýskalands, Hollands, Frakklands, Danmerkur, Svíþjóð, Noregs, Íslands, Eistlands og Lettlands. Í Þýskalandi hefur HILDUR verið á metsölulista Der Spiegel í rúma tvo mánuði frá útgáfu bókarinnar.

Lilja Sigurðardóttir

Samtalið við Satu Rämö verður í umsjón Lilju Sigurðardóttur sem vart þarf að kynna. Lilja er glæpasagnahöfundur fædd árið 1972, hún er höfundur skáldsagna, sviðsleikrita, hljóðþátta og handrita og hafa verk hennar hlotið fjölda virtra verðlauna. Satu og Lilja eiga margt sameiginlegt, en athyglisvert er að báðir íslensku Noir-þríleikar þeirra munu fljótlega koma á sjónvarpsskjáina því Reykjavík Noir-þríleikur Lilju (Snare, Trap og Cage) og Hildur-þríleikur Satu verða báðir teknir upp á Íslandi árið 2024.

Á Höfundakvöldum eru ýmist einn eða fleiri höfundar í samtali við sérfræðing á sviði bókmennta. Höfundarnir kynna verk sín og áheyrendum er velkomið að spyrja spurninga í lok erindanna. Á Höfundakvöldum fara samtölin ætið fram á einhverju norrænu tungumálana.

Takið frá næstu dagsetningar sem sjá má hér fyrir neðan. Höfundar verða tilkynntir síðar. 

20 Mars:
með Peter Adolphsen, samtal leitt afJacob Ølgaard Nyboe

16 Apríl
2 Maí

Aðgengi í Elissu sal er gott. Aðgengileg og kynhlutlaus salerni eru á sömu hæð.