Höfundakvöld: Peter Adolphsen


19:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Við erum stolt af því að kynna norrænt bókmenntakvöld í sal Norræna hússins í samvinnu við Háskóla Íslands. Danski höfundurinn Peter Adolphsen mun eiga í samtali við Jacob Ölgaard Nyboe, þar sem þeir ræða höfundarverk Peter og þá sérstaklega væntanlega skáldsögu hans „Ellepigen Pif og 42, den tavse guru“ – skáldsagan er forvitnileg blanda af karnevalískri fantasíu og raunsærri sjálfsævisögu.

Samtalið fer fram á dönsku.

Peter Adolphsen (f. 1972) þreytti frumraun sína árið 1996 með ‘Små historier’, en fjórum árum síðar fylgdi í kjölfarið ‘Små historier 2’ (2000). Árið 2020 kom út annað framhald: Små historier 3, sem, eins og fyrstu tvær, er skrifuð í stuttum prósa. Peter útskrifaðist frá Rithöfundaskólanum árið 1995 þar sem hann var svo kennari á árunum 2008-2010. Árið 2019 voru honum veitt æviheiðursverðlaun Listasjóðsins fyrir tilraunakenndan skáldskaparprósa sem og barnamyndabækur sínar.

Jacob Ølgaard Nyboe

Samtalinu verður stýrt af Jacob Ølgaard Nyboe sem hefur Ph.D. í dönskum bókmenntum. Jacob starfar sem lektor við tungumála- og menningardeild Háskóla Íslands.

Þessi viðburður er haldin í samstarfi við:

Á Höfundakvöldum eru ýmist einn eða fleiri höfundar í samtali við sérfræðing á sviði bókmennta. Höfundarnir kynna verk sín og áheyrendum er velkomið að spyrja spurninga í lok erindanna. Á Höfundakvöldum fara samtölin ætið fram á einhverju norrænu tungumálana.

Takið frá næstu dagsetningar sem sjá má hér fyrir neðan. Höfundar verða tilkynntir síðar. 

16 Apríl

2 Maí

Aðgengi í Elissu sal er gott. Aðgengileg og kynhlutlaus salerni eru á sömu hæð.