Photocredit: Saga Sig.  Image from Eldgos, Rán Flygenring.

SÖGUSTUND Á SUNNUDEGI: Norska


11:30
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Rán Flygenring les á norsku úr Eldgos sem nýverið hlaut Barna- og unglingabókmennta verðlaun Norðurlandaráðs og vel valda kafla úr glænýju bókinni Álfar, sem er í sama bókaflokki og Fuglar og Hestar eftir Rán Flygenring og Hjörleif Hjartarson, gefin út af Angustúru.  Eftir upplestur eru gestir hvattir til að teikna – jafnvel í teiknimyndastíl Ránar og njóta nýrrar sýningu barnabókasafnsins sem ber heitið – Undir íshellunni.

Rán Flygenring er af norskum og íslenskum uppruna, fæddist í Osló og ólst upp í Reykjavík. Rán starfar sem sjálfstætt starfandi teiknari og myndhöfundur, stundum í vesturbæ Reykjavíkur og stundum á flakki um heiminn. Rán hefur gefið út hátt í annan tug bóka á Íslandi og í Þýskalandi, bæði ein og í samstarfi við aðra höfunda og bækur hennar og samstarfsfólks verið þýddar á fjölda tungumála. Hún hefur einnig látið til sín taka á sviði snarteikninga á ráðstefnum og fundarhöldum sem og notkun myndrænnar greiningar í stefnumótun og jafnréttismálum. Þá hefur hún málað bæði fjallgöng og veggmyndir, teiknað frímerki og bjórdósir, stofnað lundahótel, teiknað borgarlausnir og leikstýrt myndböndum. Rán hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.

Aðgengi: Öll salerni hússins eru kynhlutlaus. Aðgengi að barnabókasafni fyrir hjólastóla er í gegnum sýningarsalinn Hvelfing og gott er að biðja starfsmann á Bókasafni um leiðsögn.

Photocredit: Saga Sig. Image from Eldgos, Rán Flygenring.

Viðburðurinn er styrktur af Norska sendiráðinu.