Höfundakvöld með Marie Aubert


19:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Það gleður okkur að kynna norskt höfundakvöld í samstarfi við norska sendiráðið og Norla! Gestum er boðið að hlýða á rithöfundinn Marie Aubert í samtali við Silje Beite Løken, saman munu þær ræða höfundaverk Auberts.

Samtalið fer fram á norsku.

Marie Aubert (f. 1979) gaf út frumraun sína í skáldskap árið 2016, smásagnasafnið Get ég komið með þér heim. Síðan þá hefur hún gefið út tvær skáldsögur, Fullorðið fólk (2019) og Ég er eiginlega ekki svona (2022). Með áþreifanlegum lýsingum á flóknum fjölskyldusamböndum og tilfinningalegum glundroða hafa verk hennar hlotið bæði lof gagnrýnenda og notið velgengni.

Fyrsta skáldsaga hennar var tilnefnd til Bóksalaverðlaunanna og hún hlaut gagnrýnendaverðlaun unga fólksins árið 2020. Árið 2023 fékk hún Bjørg Vik-verðlaunin fyrir það sem dómnefndin lýsti sem „einstaklega skörpum athugunum“ þar sem hún afhjúpar hið „smámannlega og skammarlega“ bæði í persónum sínum og lesendum.

Marie lærði við Skrivekunstakademiet í Hordalandi árið 2002 og er hún með BA gráðu í bæði bókmenntum og blaðamennsku. Í dag fléttar hún rithöfundaferil sinn við fjölbreyttan feril í útgáfu, blaðamennsku, fræðiskrifum og kennslu.

Silje Beite Løken (f. 1973) mun leiða samtalið Marie Aubert. Silje hefur þýtt fjölda íslenskra bóka á norsku og starfar sem ráðgjafi í norska sendiráðinu í Reykjavík.

Þessi viðburður er haldin í samstarfi við:

Aðgengi að Elissa (salur) er gott, aðgengileg og kynhlutlaus salerni eru á sömu hæð.