Arkitektúr sem afl í kennslu        


15:30 - 17:00
Salur
Aðgangur ókeypis
Kennurum, fræðslufulltrúum, foreldrum og þeim sem hafa áhuga á miðlun og þróun kennsluefnis er boðið til að hlýða á erindi þar sem Guja Dögg Hauksdóttir og Pihla Meskanen miðla af reynslu sinni og frumkvöðlastarfi í þróun á kennslu í byggingarlist. 

Kennsla í byggingarlist snertir á margvíslegum þáttum sem stuðla að því að þroska þverfaglegar úrlausnir verkefna, auka gildi fagurfræðilegra- og huglægra þátta og styrkja persónuleg tengsl nemanda við viðfangsefni sitt. Umhverfi hefur mikil áhrif á hugsun okkar og líðan en ekki síður á sjálfsmynd og menningarlega heimsmynd. Meðvitund um áhrifaþætti umhverfis, er valdeflandi og mikilvægt tæki til að opna augu barna og ungmenna fyrir gagnrýnni hugsun.

Ókeypis er inn á viðburðinn sem í heild sinni er einn og hálfur klukkutími og gefur rými fyrir spurningar og samtal. Boðið verður uppá léttar veitingar. Viðburðurinn fer fram á ensku.


Guja Dögg
kynnir nýja bók sína Borg og bý ásamt því að miðla af víðtækri reynslu sinni af þróun og miðlun á byggingarlist. Borg og bý er án efa frumkvöðlaverk í íslensku námsumhverfi, unnin úr víðtæku þróunarstarfi höfundar sem hófst í Finnlandi fyrir 20 árum en þá buðu stjórnendur Alvar Aalto Academy í Finnlandi Guju Dögg að taka þátt í endurskoðun á námskrá finnskra grunnskóla, ásamt Pihlu Meskanen, skólastjóra og stofnanda arkitektaskólans ARKKI. Borg og bý setur fram margreynd verkefni í þrjú rit sem henta grunnskólanemendum á yngsta, mið- og efsta stigi grunnskóla. Hvert rit er byggt upp af innleiðandi hluta með texta sem setur efni, nálgun og markmið hvers rits, í stærra samhengi og verkefna hluta, eftir gefnum áherslum.

Ritröðin Borg og bý verður til sölu, á tilboðsverði, eftir viðburðinn!

Í erindi sínu mun Pihla Meskanen kafa ofan í það hvernig arkitektúr og hönnunarmenntun getur stuðlað að þróun framtíðarfærni og hæfni. Hún byggir á þriggja áratuga reynslu sem kennari í arkitektúr og skapandi námskrárgerð og mun bjóða upp á fjölbreytt úrval áþreifanlegra dæma frá Arkki. Meskanen mun sýna hvernig Arkki námskráin felur ekki aðeins í sér STEAM (vísindi, tækni, verkfræði, listir, stærðfræði) heldur einnig hugvísindi og félagsvísindi, sem náðst hefur með þverfaglegum verkefnum þar sem arkitektúr tekur fyrsta sæti, sem er frábrugðið hefðbundnum áherslum um listir í STEAM nálguninni. Ennfremur snertir hún taugavísindi í léttum dúr í tengslum við greinandi og skapandi hugsun og afhjúpar þá innsýn sem liggur að baki einkunnarorðum Arkki „Play, Create, Succeed!

Lesið meira um Arkki á heimasíðu þeirra hér. 

Guja Dögg Hauksdóttir & Pihla Meskanen
Guja Dögg er arkitekt í byggingarlist frá Arkitektaskólanum í Árósum, Danmörku. Hún hefur unnið að sköpun og miðlun byggingarlistar á breiðum vettvangi, þ.m.t. þáttagerð fyrir sjónvarpið, pistlagerð fyrir útvarpið, akademískt og listrænt rannsóknastarf á alþjóðlegum vettvangi, fyrirlestrahald og skrif, sýningarstjórnun og hönnun, auk þróunarstarfs í kennslu.        
Pihla Meskanen er með meistaragráðu í arkitektúr og B.A. í menntunarfræðum. Hún er meðstofnandi Arkki School of Architecture for Children and Youth, sem stofnaður var árið 1993 í Finnlandi. Með þriggja áratuga vinnu með Arkki, hefur Meskanen gegnt lykilhlutverki í breytingu á námskrá finnsks skólakerfis með því að þróa skapandi námskrár og leyfisveitingu fyrir Arkki námsáætlanir í 10 löndum um allan heim, í gegnum Arkki International, sem hún stofnaði árið 2013. Verkefnið er knúið áfram af þeirri trú að verkefnabundin, praktísk menntun í arkítektúr sé öflugur hvati til að þróa hæfileika til þess að leysa vandamál. Meskanen sér fyrir sér arkitektúrmenntun sem styrkingar afl fyrir börn og ungmenni til að verða skapandi frumkvöðlar framtíðarinnar, óháð því hvaða starfsferil þau hafa valið.

Aðgengi í Elissa (salur) er gott. Aðgengileg og kynhlutlaus salerni eru á sömu hæð. Viðburðurinn fer fram á ensku.

Mynd: fengin af heimasíðu Arkki.