
PIKKNIKK – Halla Steinunn Stefánsdóttir
15:00
Gróðurhús
Aðgangur ókeypis
PIKKNIKK #3: Sumartónleikasería í gróðurhúsinu.
Velkomin á sunnudaginn 6. júlí kl. 15:00
Ókeypis aðgangur – taktu vini þína með!
Fiðluleikarinn og tónskáldið Halla Steinunn Stefánsdóttir er fædd á Íslandi en búsett í Svíþjóð. Sköpun hennar tekur útgangspunkt í vistkerfi tónsköpunar, þar með talið tækni og umhverfi. Tónsköpun hennar hefur verið lýst sem „hymn to the natural world“, hvers hljóðheimur er „riveting and wondrous“ (VAN magazine), sem „music of great poetry“ (ComposHer) og „kannski Ginnungagapið, ringulreiðin sem öll tónlist kemur úr!“ (Fréttablaðið). Halla Steinunn hefur unnið að fjölda samstarfsverkefna með flytjendum, tónskáldum, leiklistarfólki, sjónlistafólki og framleiðendum. Hún mun á þessum tónleikum flytja bæði rafakústísk verk en einnig tónlist sem tengist snjallhljóðfæraverkvangi sem hún hefur unnið að við Intelligent Instruments Lab. Sjá nánar: www.hallasteinunn.com
Plantan bístró mun selja mat úti ef veður leyfir.
PIKKNIKK er árleg sumartónleikasería á sunnudögum í Norræna húsinu. Dagskráin árið 2025 er sett saman af Elham Fakouri.
Aðgengi að gróðurhúsinu er ekki gott fyrir hjólastóla en tónleikarnir fara yfirleitt fram utan við gróðurhúsið. Við biðjumst velvirðingar á þessum aðgengistakmörkunum.
Aðgengi að gróðurhúsinu er ekki gott fyrir hjólastóla en tónleikarnir fara yfirleitt fram utan við gróðurhúsið. Við biðjumst velvirðingar á þessum aðgengistakmörkunum.