Strengjavera eftir Jack Armitage


Salur
Aðgangur ókeypis

„Strengjavera“ – Hljóðinnsetning eftir Jack Armitage 9. og 10. desember

Strengjavera er innsetning þar sem sjá má kraftmikinn og síbreytilegan hljóðheim endurspegla margbreytileika og fegurð í náttúrunni. Hún er nefnilega kerfi sem stjórnar sér sjálft, eða lífgervigreindarforrit (ens. artificial life program).

Hér hefur Strengjavera tekið yfir flygil Norræna hússins. Áhorfendur fá að sjá óútreiknanleg og dáleiðandi mynstur sem myndast þegar strengir píanósins byrja að titra fyrir tilstilli rafsegla sem Strengjaveran stjórnar. Hún sýnir okkur eftirlíkingar úr lífhermi (ens. biomimetic simulations) og spilar útkomuna á flygilinn jafnóðum.

Tölvukerfi sem stjórna sér sjálf, eins og Strengjaveran, hafa ýmsa möguleika til að aðlagast og þróast í rauntíma og það er einmitt það sem við fáum að sjá með innsetningunni og sömuleiðis heyra í fallegum hljómi píanósins sem hér er notað á nýstárlegan hátt. Með því að má út mörkin milli tækni og náttúru hvetur Strengjavera áhorfendur til að velta fyrir sér sambandinu milli mannlegs sjálfræðis og tölvukerfa sem stjórna sér sjálf.

Sýningartímar:
Laugardagur 9. Desember, 14:00 -19:00
Sunnudagur 10. Desember, 14:00 – 17:00

Jack Armitage (he/they) is a composer, producer, performer and researcher. He produces, performs and live codes music as Lil Data, as part of the PC Music record label, with credits for Charli XCX, Jónsi, Harlecore and more. He is a postdoctoral research fellow in the Intelligent Instruments Lab at Iceland University of the Arts, and has a PhD in Media & Arts Technologies from Queen Mary University of London. His current research concerns self-organising systems, social ecology and human agency in the age of artificial intelligence.

Aðgengi: Aðgengi í Elissu sal er gott. Aðgengileg og kynhlutlaus salerni eru á sömu hæð.