FJÖLSKYLDUSTUND: Lettneskt jólaskraut & jólakósý


13:00 - 15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Hvað er líkt með lettnesku og íslensku jólaskrauti? Föndur, piparkökur og tónlist: við búum til skraut sem er fallegt á jólapakka og á jólatréin.

Lettneski skólinn í Reykjavík í samstarfi við Norræna húsið bjóða gesti og sérstaklega barnafjölskyldur velkomna á skapandi smiðju þar sem þjóðlegt lettneskt jólaskraut verður gert úr náttúrulegum efnum. Gestir læra að gera kerti úr býflugnavaxi og sérstakt jólaskraut sem kallast PUZURS sem notað er til að skreyta loft og glugga og táknar alheiminn. Farið verður í leiki með söng og dansi og þjóðlegur lettneskur jólaréttur – gráar baunir með beikoni – verður smakkaður.

*Latvian*
Trešajā adventes svētdienā, 17. decembrī, plkst. 13-15 ikviens un jo īpaši ģimenes ar bērniem ir aicināti uz latviešu tradicionālo Ziemassvētku rotājumu darbnīcu, ko sadarbībā ar Ziemeļu māju piedāvā Reikjavīkas Latviešu skola. Norises vieta – Norræna húsið, Sæmundargata 11, 101 Reykjavík. Kopā veidosim puzurus un bišu vaska sveces, dziedāsim dziesmas un iesim rotaļās. Visi dabūs nogaršot tradicionālu latviešu Ziemassvētku ēdienu – pelēkos zirņus ar speķi. Uz tikšanos!

Ókeypis aðgangur og öll velkomin!

Aðgengi: Öll salerni hússins eru kynhlutlaus. Aðgengi að barnabókasafni fyrir hjólastóla er í gegnum sýningarsalinn Hvelfing og gott er að biðja starfsmann á Bókasafni um leiðsögn.