JÓLAKATTARINS SLÓÐ: Brúðuleikhús


15:00 - 16:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Jólakattarins Slóð er 40 mínútna löng brúðuleiksýning sem fjallar um íslensku jólasveinana, Grýlu, Leppalúða og Jólaköttinn með augum Bandarísks ferðalangs og hundsins hans.  

Sýningin verður flutt með handbrúðum og strengjabrúðum, með lifandi tónlist banjó og munnhörpu. Sýningin verður á ensku en er tilvalin fyrir fjölskyldur óháð tungumáli. 

Mark Blashford sérhæfir sig í hefðbundnum brúðuleik, þar á meðal: marionette, skugga, stöngum og handbrúðuleik. Mark er lærður brúðusmiður og hlaut MFA í brúðulistum frá University of Connecticut árið 2017. Hann hefur einnig stundað nám í Þýskalandi, Tékklandi og Bretlandi. Mark, sem áður var búsettur í Chicago, Bandaríkjunum hefur búið í Reykjavík síðan í september 2022. Hann er kennari í Bernd Ogrodnik’s Academy of the Wooden Puppet. Blashford kemur fram í Bandaríkjunum undir nafninu Rootstock Puppet Co. og á Íslandi sem Flóki Brúðuleikhús. Með list sinni vill hann kynna brúðuleikhús sem flytja sögur sem stuðla að gagnkvæmri góðvild og vistfræðilegri vitund til heilla fyrir fólk og umhverfi þess.

AÐGENGI: Elissa (salur) og salernin eru aðgengileg fyrir hjólastóla. Öll salerni eru kynhlutlaus.