Jólasögur fyrir fullorðna


20:00 - 22:00
Aðgangur ókeypis

Jólin eru ekki bara hátið barnana með jólasveinum og gjöfum, sykursjokki og bjölluhljómi, það er líka tíminn þegar myrkrið kemur með óveður og óvætti og við fullorðnir verðum líka að leggja okkar að mörkum í baráttunni við skammdegið. Hvernig gerum við það ef ekki með sterku glöggi og hvetjandi norrænum sögum.

Komið á jólaupplestur í Norræna húsinu á SÓNÓ, Matseljur þar sem hægt verður að fá sér styrkjandi jólaglögg og annað gott. Lesið verður á dönsku, norsku og sænsku.

AÐGENGI: Sónó Hefur gott aðgengi og á sömu hæð eru aðgengileg salerni. Öll salerni hússins eru kynhlutlaus.