NeoArte: Synthesizer of Arts


19:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Í nútímanum eru landamæri milli hinna mismunandi skapandi greina að mást út. Tónsmiðir skrifa vídeóverk og myndlistarfólk skapar hljóðinnsetningar. Það er orðið æ erfiðara að greina á milli, en auðveldara verður að sjá samnefnara. Við setjum okkur í hlutverk ratsjár – reynum að benda fingri á breytingarnar – dálítið eins og sónar – könnum við óþekktar slóðir. Eins og hljóðgervill listarinnar – sem skapar nýja eiginleika.

NeoArte – Synthesizer of Arts listahátíðin er til þess gerð að veita innblástur og styðja við sköpun. Hugmyndin bak við hátíðina er samhljómur listarinnar þvert á miðla. Þetta er vettvangur sem tengir listafólk úr mismunandi áttum með því að skapa fyrir það vettvang og tækifæri til að mynda tengsl og samstarf.

*Sjá Dagskrá*


Hátíðin hefur verið haldin á hverju ári í Gdansk í Póllandi frá árinu 2012. Stofnendur hátíðarinnar eru meðlimir pólska strengjakvartettsins NeoQuartet en þau hlutu hin virtu verðlaun Pomeranian Artistic Award árið 2019 og eru vel þekkt sem ein af mest áberandi hljómsveitum í pólskri samtíma(tón)list. Árið 2023 lagði NeoArte land undir fót, en í mars 2023 var hátíðin haldin í Osló, og nú kemur hún til Reykjavíkur.

NeoArte – Synthesizer of Arts í Reykjavík varir í 3 daga (22.-24. mars), en boðið verður upp á ýmsa tónleika, gjörninga, innsetningar, pallborðsumræður. Auk þess verður yngri gestum boðin þátttaka í vinnustofum í samtímatónsmíðum. Allir viðburðir hátíðarinnar verða í Norræna húsinu.

Tónsmiður hátíðarinnar verður hinn framúrskarandi tónsmiður Bergrún Snæbjörnsdóttir, en margmiðlunarverk hennar verða sýnd á fyrsta degi hátíðarinnar. Þátttakandi listafólk kemur ýmist frá frá Íslandi, Noregi og Póllandi, en í hópi þeirra fjölmörgu sem fram mun koma eru S.L.Á.T.U.R., Halla Steinunn, Reykjavik Ensemble, Piotr Kaliński, Filip Ignatowicz, Intelligent Instruments Lab, and Spectro Duo. Auk þessa munu NeoQuartet sýna afrakstur tveggja ára kennsluverkefnis fyrir ung tónskáld – sex frumsýningar margmiðlunarverka fyrir strengjakvartett.

Við munum hafa tækifæri á að hlýða á fjölda verka frá tónskáldum frá Íslandi, Noregi og Póllandi. Mikilvægur partur af hátíðinni verður spuni og áhersla verður lögð á nýja tækni, meðal annars gervigreind. Allir tónleikarnir verða þverfaglegir listviðburðir þar sem áheyrendur verða ekki bara hluti af listaverkinu, heldur taka virkan þátt í að móta það.

The NeoArte – Synthesizer of Arts í Reykjavik er partur af Neo Voyager project, en það er verkefni sem stutt er af Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegn um EEA and Norway Grants. 

Aðgengi að Elissa (salur) er gott og aðgengileg salerni eru á sömu hæð. Öll salerni hússins eru kynhlutlaus.