HRINGRÁSARJÓL: Jólaskiptimarkaður, föndur og hugvekja


12:30 - 16:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Notað verður nýtt á jólahringrásarmarkaði Norræna hússins og Landverndar! 

Dagskrá
12:30 – 12:45 Hugvekja um nægjusemi – Gunnar Hersveinn, heimspekingur og rithöfundur.
12:45 – 13:00 Lokaávarp Landverndar um nægjusaman nóvember og opnað fyrir jólahringrásarmarkaðinn.
13:00 – 16:00 Jólahringrásarmarkaður og vinnustofa opin.
Jólahringrásarmarkaður:
Það sem nýtist þér ekki lengur gæti vel reynst fjársjóður annars – og öfugt! Komdu t.d. með bækur, leikföng, spil og skiptu fyrir eitthvað annað. Tilvalið tækifæri til þess að finna umhverfisvænar jólagjafir sem þú getur sett undir tréð með góðri samvisku. Við biðjum þátttakendur vinsamlegast aðeins að koma með hluti sem eru í góðu og nothæfu ástandi.
Skiptimarkaðsflokkarnir eru:
• Leikföng
• Spariföt og prjónuð föt
• Jólaskraut
• Bækur og spil
• Hlutir fyrir heimilið
Jólavinnustofa:
Búðu til þitt eigið umhverfisvæna jólaskraut úr gömlum alfræðiorðabókum frá bókasafni Norræna hússins!
Viðburðurinn er hluti af Aðventudagskrá Norræna hússins og hvatningarátaki Landverndar um Nægjusaman Nóvember.
Við hlökkum til að sjá ykkur og bendum einnig á að Sónó Matseljur verða með sérstakan jólamatseðil og jóladrykki í boði.

AÐGENGI: Elissa Salur Hefur gott aðgengi og á sömu hæð eru aðgengileg salerni. Öll salerni hússins eru kynhlutlaus.