VINNUSTOFA: Túlkum frið með litum


13:00 - 15:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Öll eru hjartanlega velkomin á vinnustofuna „Túlkum frið með litum: Framtíðarsýn í formi skapandi mynda”.

Vinnustofan er skipulögð af úkraínska sprotafyrirtækinu Color Up Peace sem vinnur að friði og hafa frá árinu 2016, notað sjónræna listræna nýsköpun í þágu friðar. Color Up Peace hefur innleitt starfsemi í um 15 löndum, búið til og innleitt sérstaka stuðningsáætlun fyrir Úkraínumenn í Finnlandi og nú er verkefnið væntanlegt til Færeyja og Reykjavíkur. Engin fyrri reynsla í listsköpun er nauðsynleg til að taka þátt. Þó að verkefnið leggi áherslu á að styðja Úkraínu er fólk með mismunandi bakgrunn velkomið og er vinnustofan tækifæri til að tengjast öðrum þátttakendum með svipaða sýn og mynda samfélag. Gestum gefst einnig færi á að fá innsýn í störf Color Up Peace í öðrum löndum.
Vinnustofan verður á ensku, með úkraínskri þýðingu ef þörf krefur.

Það sem fer fram á námskeiðinu:

• Skapandi verkefni litað og teiknað, sýndar ljósmyndir og hægt að fara á sýndarsýningu.

• Gestir fá sérstakar litabækur tileinkaðar Úkraínu eftir Color Up Peace.

• Gefnar verða leiðbeiningar um hvar hægt er að nálgast úrræði á netinu fyrir frekara friðar- og frelsis uppbyggingarstarf.

 

Aðgengi í Elissu sal er gott. Aðgengileg og kynhlutlaus salerni eru á sömu hæð.