BABA KARAM


19:00 - 20:00
Salur
Aðgangur ókeypis

„Baba Karam“ er 50 mínútna langur gjörningur og  gleðidansveisla innblásin af samnefndum írönskum dansstíl.

Gjörningurinn fær innblástur frá írönskum heimaveislum, „mehmooni“, og hreyfingum sem áhugadansarar víðsvegar að úr heiminum hafa sent til listahópsins Ful, fagnar hópurinn möguleikum danssins til að umbreyta og gefa forboðnum löngunum og sjálfsmyndum rými.

Með hinu vinsæla dansformi baba karam, þar sem hinsegin þrá er alltaf til staðar, viljum við kanna drag og karlmennsku út frá sjónarhorni sem endurskapar ekki endilega sannleikann sem við tökum sem sjálfsögðum hlut innan hvítrar draghefðar.

Í gjörningnum er tónlist og dansi blandað saman við heimildarmyndir og persónulegar sögur um hvernig dans getur haft áhrif á líf fólks. Sýningin er virðingarvottur til áhrifamestu og þekktustu amerísk-írönsku danshöfundana Jamileh og Mohammad Khordadian sem hvöttu milljónir manna um allan heim til að dansa. Verk þeirra breyttu sýn fólks á hverju dans getur áorkað.

Ful er hinsegin-femínískur listahópur sem, með gagnkvæmum skilningi á listviðburðinum, gerir gjörninga, sviðsmyndir, sýningar, útgáfur og stýrir erindum og fundum. Ful var stofnað árið 2008 og samanstendur af listamönnum og aktívistum sem vinna við greiningu, kenningu og þekkingarmótun í gegnum list með hinsegin femínískar hugmyndir og hugsanir, decolonial starfshætti og postcolonial fagurfræði sem grunn. Ful hefur starfað í Svíþjóð og á alþjóðavettvangi.

Meðlimir Ful eru Nasim Aghili, Malin Holgersson, Rani Nair, Hanne Lindberg.

 

AÐGENGI: Elissa (salur) og salerni hússins eru aðgengileg hjólastólum og öll salerni hússins eru kynhlutlaus. Tungumál sýningarinnar eru: enska og sænska.
Ókeypis aðgangur.
Sýningin fékk rausnalegan styrk frá: Puls og Globus.