(Post)


Hvelfing
Aðgangur ókeypis

Á sýningunni (Post) má sjá listaverk frá árunum 2005 til 2021, mestmegnis eftir norræna listamenn sem spyrja krefjandi spurninga um og endurspegla samtíð okkar og framtíð. Undirliggjandi þema er mannkynið eða mannöldin. Flest verkanna sýna eða tákna áhrif (post) iðnaðarmannvirkja sem vekja upp spurningar um hvernig eigi að hugsa til framtíðar.

Á sýningunni verða verk eftir eftirfarandi listamenn:

 

Nana-Francisca Schottländer (DK), Katie Paterson (UK), Marte Aas (NO), Rita Marhaug (NO), Anna Líndal (IS) og Rúrí (IS).

 

Sýningarstjóri er Ruth Hege Halstensen listfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Trafo Kunsthall í Asker, Noregi. Halstensen leggur sitt af mörkum sem gagnrýnandi fyrir Klassekampen, Empirix, Numer, Barnebokkritikk og Periskop.

Sýningin verður hluti af Listahátíð í Reykjavík 2024.

Fylgist með, frekari upplýsingar koma síðar.

Mynd;

„Fatet“2022 eftir RitaMarhaug. Ljósmynd: Bjarte Bjorkum