Jólakortaföndur


13:00 - 15:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Við bjóðum ykkur velkomin í jólakortaföndur Norræna hússins, fyrsta sunnudag á aðventunni.

Föndursmiðjan er opin öllum frá klukkan 13:00 – 15:00. Við útvegum öll efni svo það eina sem þið þurfið að gera er að mæta með skapandi huga og jólaskapið.

Við bjóðum einnig uppá létta hressingu, notalegt jólate frá Sónó.

AÐGENGI: Elissu salur og salernin eru aðgengileg fyrir hjólastóla. Öll salerni hússins eru kynhlutlaus.