FIMMTUDAGURINN LANGI: Opið til klukkan 21:00

Síðasti fimmtudagur hvers mánaðar er Fimmtudagurinn langi! Verið velkomin á langa opnun fimmtudaginn 27. Júlí. Við verðum með opið 10:00 – 21:00 í Hvelfingu þar sem sjá má sýninguna „For Those Who Couldn’t Cross the Sea“, sýningarstjóri er Elham Fakouri. Adel Abidin (IQ/FI) Ahmed Umar (SD/NO) Ibi Ibrahim (YE/US) Thana Faroq (YE/NL) Pınar Öğrenci (TR/DE) Myndir: verk Pinar Ögrenci í […]

GRÍMUR

Árið 1983 komu til landsins tveir norskir myndlistamenn þeir Gøran Ohldieck og Kjetil Berge. Tilgangur ferðar þeirra var að setja upp stóra sýningu í sal Norræna hússins GRÍMUR/MASKER – yfir 200 ljósmyndaverk og skyggnur sem rík voru af hinsegin orðræðu og fagurfræði. SÝNINGARSKRÁ Það voru ekki margir sem sáu þessa sýningu þar sem hún var einungis uppi […]

PIKKNIKK TÓNLEIKAR: Kurt Uenala & Jack Armitage

Sumartónleikaröð Norræna hússins heldur áfram! Næst á dagskrá eru Kurt Uenala & Jack Armitage sunnudaginn 30. júlí kl 15:00. Tónleikarnir fara fram í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn. Verið velkomin á síðustu tónleikana í PIKKNIKK Sumartónleikaröð Norræna hússins 2023. Það gleður okkur að kynna stórkostlega tónlistarmanninn Kurt Uenala ásamt Jack Armitage. Fyrir þessa tónleika […]

PIKKNIKK TÓNLEIKAR: Angela Rawlings & Rike Scheffler

Sumartónleikaröð Norræna hússins heldur áfram! Næst á dagskrá er Angela Rawlings ásamt Rike Scheffler, sunnudaginn 23. júlí kl 15:00. Tónleikarnir fara fram í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn. Kanadísk-íslenska listamanneskjan Angela Rawlings og þýska ljóðskáldið, tónlistarkonan og listakonan Rike Scheffler frumsýna nýtt samstarf sitt á Pikknikk í Norræna húsinu þann 23. Júlí næstkomandi. Með […]

PIKKNIKK TÓNLEIKAR: Stijn Brinkman

Sumartónleikaröð Norræna hússins heldur áfram! Næst á dagskrá tónlistarmaðurinn Stijn Brinkman, sunnudaginn 16. júlí kl 15:00. Tónleikarnir fara fram í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn. Á fjórðu tónleikunum í PIKKNIKK Sumartónleikaröð Norræna hússins býður tónlistarmaðurinn Stijn Brinkman upp á tónleika og listinnsetning um ást til heimsins í kringum okkur, byggða á skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, […]

LISTAMANNASPJALL: For Those Who Couldn’t Cross The Sea

Verið velkomin á listamannaspjall með listamönnunum Adel Abidin, Ahmed Umar, Thana Faroq og Ibi Ibrahim, Sunnudag 11. Júní kl 14:00. Sema Erla Sedar tekur einnig þátt í samtalinu og flytur stutta hugvekju. Sýningarstjórinn Elham Fakouri leiðir spjallið.  Athugið að samtalið fer fram á ensku. For Those Who Couldn’t Cross the Sea er þverfagleg samsýning sem sýnir verk fimm miðausturlenskra listamanna. […]

FJÖLSKYLDUSTUND: Nýtt kort af Norræna húsinu eftir Rán Flygenring

Glænýtt kort myndhöfundarins Ránar Flygenring verður aðal viðfangsefni fjölskyldustundar næsta laugardags. Kortið sýnir á skemmtilegan hátt virkni Norræna hússins á efri og neðri hæð ásamt því að draga fram útisvæðið og fuglana sem er algengast að finna á fuglaverndunarsvæðinu fyrir utan. Litablöð byggð á nýja kortinu verða á staðnum og hægt verður að lita útisvæðið, […]

Surtsey LAVALOVE: Listamannaspjall

Norskir og íslenskir sviðslistamenn, tónskáld og rithöfundar þau Beatur, Jón Magnús Arnarsson, Mette Karlsvik og Sondre Pettersen koma saman í Norræna húsinu fimmtudaginn 8. júní og spjalla saman um sviðslistir á Íslandi og í Noregi. Væntanlegir tónleikar þeirra Surtsey LAVALOVE, sem haldnir verða í Laugarneskirkju Föstudaginn 9. Júní, verður upphafspunktur samtals þeirra. Horfið á tónleikabrot […]

SUMARNÁMSKEIÐ: Hvaða fuglar búa í kringum Norræna húsið?

Á sumarnámskeiði Norræna hússins verða gerð listaverk og föndur í tengslum við fugla, náttúru og sýningar hússins. Lagt verður áhersla á skapandi leik og verður nýtt kennslu efni frá Rán Flygenring notað til að læra um húsið. 19. – 22. júní kl. 9:30-12:00 Aldur 8-12 ára Kennarar verða Hrafnhildur Gissurardóttir fræðslufulltrúi Norræna hússins, Sean Patrick […]

PIKKNIKK TÓNLEIKAR: Sara Flindt

Verið velkomin á aðra tónleika PIKKNIKK Sumartónleikaröð Norræna hússins. Næst er það Sara Flindt sem spilar fyrir okkur sunnudaginn 2. júlí.  Tónleikarnir fara fram klukkan 15:00 í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn.   Sara Flindt sem er fædd í Danmörku og uppalin á Íslandi, mótaðist í æsku af skóglendi og talar nú til […]

PIKKNIKK TÓNLEIKAR: MC MYASNOI

Sumartónleikaröð Norræna hússins heldur áfram! Næst á dagskrá eru MC MYASNOI sunnudaginn 9. júlí kl 15:00. Tónleikarnir fara fram í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn. MC MYASNOI hefur verið sérstaklega virk í afbyggðri raftónlist utan úr geimnum, en eins og íslenska veðrið getur allt breyst mjög óvænt með MC MYASNOI. Textar þeirra eru á […]

PIKKNIKK TÓNLEIKAR: Sakaris

Sumartónleikaröð Norræna hússins hefst með hinum færeyska SAKARIS. Verið velkomin í PIKKNIKK Sunnudaginn 25. Júní! Tónleikarnir fara fram klukkan 15:00 í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn.   „J-pop meets 80s glam pop meets devastating Nordic skepticism.“ Allt frá fyrstu breiðskífu sinni árið 2012 hefur þessi færeyski raftónlistamaður getið sér nafns sem holdgervingur sérkennilegrar, melódískrar og einstaklega […]

Kynning á styrkjamöguleikum

Ertu með hugmynd fyrir verkefni innan lista/menningar og samstarfs á Norðurlöndum og/eða Eystrasaltslöndum? Ertu í leit að fjármagni til að gera hugmyndina að veruleika? Eða viltu kannski bara kynna þér möguleikana sem eru í boði? Þriðjudaginn 23 Maí klukkan 17:00 verður Geir Lindahl ráðgjafi hjá Nordic Culture Point með kynningu á lista-/menningar- og samstarfsstyrkjum í […]

Komdu og hittu sérfræðinga Bruun Rasmussens-uppboðshússins á Íslandi

Við leitum að nútímalist og norrænum listaverkum fyrir haustuppboðin ásamt hönnunargripum, eldri málverkum, skartgripum, silfurmunum og armbandsúrum, myntum, heiðurspeningum, peningaseðlum og frímerkjum, bréfum og gömlum póstkortum. Staðsetning fyrir mat á hlutum: Elissu salur Norræna hússins 31. maí frá kl. 14-17.  Ef frekari upplýsinga er óskað eða heimsóknar til að meta hluti, vinsamlegast hafið samband við:Peter […]

LÖGVERNDUN NÁTTÚRU OG UMHVERFIS Á TÍMUM STRÍÐS OG FRIÐAR: UMHVERFISMORÐ SEM REFSIHÆFUR GLÆPUR

*Íslensk þýðing væntanleg* Biologisk mangfold og et velfungerende økosystem er grunnleggende for å opprettholde en harmonisk balanse mellom livene på jorda og en bærekraftig sivilisasjon. Ikke minst for å regulere klimaet. Dagens naturvern blir sjeldent overholdt. I fredstider er håndhevingen av naturvern mager, og i krigstider havner den i skyggen av andre grusomheter og menneskerettighetsbrudd. […]

For Those Who Couldn’t Cross the Sea

SÝNINGARSKRÁ I want to go home, but home is the mouth of a shark. Home is the barrel of the gun and no one would leave home unless home chased you to the shore.Unless home told you to quicken your legs, leave your clothes behind, crawl through the desert, wade through the oceans,drownsavebe hungrybegforget pride.your survival […]

HÖNNUNARMARS: Opnun í Norræna húsinu

Verið velkomin á opnun í Norræna húsinu í tilefni að Hönnunarmars. Hjá okkur verða margir viðburðir og sýningar, fyrir alla aldurshópa. Lesa má um alla viðburði hér á heimasíðu okkar: Adapt & Evolve Kofinn: Fjölskyldustund Norræn Hönnunarhefð í Argentínu Stólar: Fjölskyldustund Lúpína í Nýju Ljósi Varðveisla á SÓNÓ Hönnum Húsgögn: Fjölskyldustund Kvikmyndahátíð Hönnunardeildar LHÍ DJ […]

HÖNNUNARMARS: Fjölskyldustund

Með ímyndunarafli, blýanti, pappír, skærum og límbandi búum við til samansafn af litlum þrívíðum hlutum í formi stóla (kvarði 1:5). Smiðjan miðar að því að móta hversdagslegan hlut á fljótlegan og auðveldan hátt. Jafnframt ætti æfingin vonandi að vekja áhuga þátttakenda á hönnun, formi og skapandi ferli. Bettina Nelson er sænsk-enskur tilraunahönnuður með aðsetur í […]

HÖNNUNARMARS: Kvikmyndahátíð Hönnunardeildar LHÍ

Fyrsta hönnunarkvikmyndahátíð Listaháskólans verður haldin dagana 4. maí – 6. maí í Norræna húsinu. Þátttakendur eru nemdendur á BA og MA stigi hönnunardeildar, hollnemar og kennarar við háskólann. Hátíðin stendur yfir í þrjá daga í tvo tíma í senn og verða stuttmyndir sýndar með umræðum í kjölfarið. Fyrsta hönnunarkvikmyndahátíð Listaháskólans verður haldin í Norræna húsinu […]

HÖNNUNARMARS: Varðveisla

Hugmyndin að Varðveislu byggist á gömlum hefðum í matargerð sem varðveita þau góðu áhrif sem matvæli geta haft á líkamann. Á þann veg er stuðlað að betra sambandi líkama og matvæla og neyslu þeirra á heilsusamlegan hátt. Varðveisla er vörulína með ílátum úr steinleir. Ílátin auðvelda matargerð með náttúrulegum ferlum þar sem örverur eru við […]

FRAMTÍÐIN ENDURSKRIFUÐ #2

Hvernig getum við ímyndað okkur og skapað sjálfbæra framtíð fyrir menn og náttúru? HORFA Í BEINU STREYMI Nú, meira en nokkurn tímann áður, er þörf á frásögnum sem lýsa annarskonar hugsanar- og lifnaðarháttum. Félagslegt ímyndunarafl, drifið áfram af áhrifaríkum sögum, gæti vel verið lykildrifkraftur í grænum og réttlátum umskiptum. Sögur sem sem ýja að yfirvofandi […]

HÖNNUNARMARS: Norræn hönnunarhefð í Argentínu

íslensk þýðing væntanleg Designer Bettina Nelson’s work draws on her time spent in Buenos Aires. The Lola wicker chair was developed alongside the local architect and craftswoman Dolores Mallea, and the wallhanging is part of a suite of tapestries named Elena. The material for the tapestry came from Argentina’s last remaining rolls of formio, a […]

MÖGULEG ÆXLUN: Sýning Brákar Jónsdóttur

Gróðurhúsinu í Vatnsmýrinni hefur verið breytt í tilraunastofu þar sem kynlegir hlutir hafa átt sér stað. Þegar stígið er inn fyrir dyrnar verður man hugsað til lífsins sem er í þann mund að kvikna í mýrinni allt um kring. Þarna kúra verur sem virðast einmitt á mörkum þess að verða og vera til. Þær eru […]

HÖNNUNARMARS: Lúpína í nýju ljósi

Lúpína í nýju ljósi : trefjaefni framtíðar Efnasmiðjan kynnir verkefnið Lúpína í nýju ljósi – trefjaefni framtíðar, sem hefur það að markmiði að þróa umhverfisvænt trefjaefni úr alaskalúpínu, fyrir t.d. umbúðir og byggingarefni. Á alþjóða vísu er mikið horft til þess að við jarðarbúar tileinkum okkur sjálfbærni á öllum sviðum. Ein hlið sjálfbærni er að […]

HÖNNUNARMARS: Adapt & Evolve

Adapt & evolve er þverfagleg sýning þar sem list og arkitektúr mæta vísindum. Markmið þessarar sýningar er að fræða samfélag okkar um kolefnisneikvæð efni og auka vitund um sameiginlega framtíð okkar. Með því að kanna kolefnisneikvæð efni og sjálfbærni í byggingum og umhverfinu, kynnir Neuza hluta af rannsóknum sínum á getu okkar til að endurnýja […]

SÖGUSTUND Á SUNNUDEGI: Finnska og íslenska

Öll fjölskyldan er velkomin á norræna sögustund sem fer fram í barnabókasafni Norræna hússins. Lesnar verða stuttar sögur á finnsku og íslensku. Að upplestri loknum er gestum velkomið að vera áfram og nýta sér aðstöðu safnsins. Í boði verða blöð og litir fyrir áhugasama. Um lesara: Elli er grunnskólakennari frá Tampere, sérhæfð í myndlist og […]

List fyrir Úkraínu: List til friðar

Verið velkomin á vinnustofuna “List fyrir Úkraínu: List til friðar” 💙💛. Þessi viðburður er skipulagður af úkraínsku friðarsamtökunum Color Up Peace, sem hafa síðan árið 2016 notað list og sköpun sem tól til þess að stuðla að friði og frelsi. Vinnustofan er hluti af stærra verkefni sem samtökin vinna nú að í Úkraínu, Finnlandi og […]

Alþjóðleg Barnamenningarhátíð í Norræna húsinu

Alþjóðleg Barnamenningarhátíð í Norræna húsinu 18.-23. apríl 2023 Norræna húsið vinnur að fjórum verkefnum sem miðast við börn á aldrinum 12-17 ára undir þemanu Alþjóðleg Barnamenningarhátíð. Verkefnin eru ólík en eiga það sameiginlegt að stuðla að menningarlæsi í gegnum ólíka sköpun. Ísland hefur á örskömmum tíma orðið afar fjölþjóðlegt samfélag. Mikilvægt er að við kynnumst […]

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ: R.E.C Arts Reykjavík: Community Milkshake

R.E.C Arts Reykjavík: Community Milkshake: Sýning á vinnu ungmenna í vinnustofum undanfarnar vikur: Alþjóðleg Barnamenningarhátíð í Norræna húsinu.  Listamanna- og aktívista hópurinn R.E.C Arts Reykjavík, í samstarfi við Norræna húsið, hefur þróað verkefni sem skapar listrænan vettvang fyrir ungmenni með fjölbreyttan bakgrunn sem búa á Íslandi. Þetta verkefnið bauð hópi nemenda frá mörgum skólum að […]

KOFINN: Fjölskyldustund á Hönnunarmars

Öll fjölskyldan er velkomin að taka þátt í vinnustofu þar sem smíðað verður leik-kofi með pappírsmassa-kubbum, pappa, timbri og öðru efni. Verkstæðið samanstendur af stöðvum þar sem gestir geta gert sína eigin kubba sem þeir bæta síðan við líkan af leik-húsi til að hjálpa til við að klára smíðina. Með þessu fá börn og fjölskyldur […]

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ: Friðarskúlptúrar

Velkomin á opnun á Friðarskúlptúrum á gangi Norræna hússins á lokadegi Alþjóðlegra barnamenningarhátíðar. Skúlptúrarnir sem prýða ganginn verða unnir af nemendum grunnskóla í Reykjavík. Nemendur fá stutta leiðsögn um sýninguna ,,Hvernig komst ég í sprengibyrgið?“ sem sýnir verk úkraínskra listamanna en áherslu verður lögð á skúlptúra lista teymisins Kinder Album. Að leiðsögn lokinni verður nemendum […]

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ: Áður en vötnin sofna

Öll fjölskyldan er velkomin á smiðjuna  Áður en vötnin sofna, sem kennd verður af kennurum Lettneska skólans í Reykjavík. Smiðjan er byggð á lettneskri teiknimynd, sem er innblásin af ljóði eftir skáldið Māras Čaklā. Ljóðið er upphaflega vögguvísa: Sólin sest, vindar lægja, grasið sofnar, vötnin þagna, hvert lítið dýr hjúfrar sig í hreiðrinu sínu. Í […]

Sögustund á sunnudegi – sænska

Öll fjölskyldan er velkomin á sænsk sögustund sem fer fram í barnabókasafni Norræna hússins. Lesnar verða stuttar sögur á sænsku. Að upplestri loknum er gestum velkomið að vera áfram og nýta sér aðstöðu safnsins og í boði verða blöð og litir fyrir áhugasama. Sögumaður er Inga Birna Friðjónsdóttir. Inga er tónlistarkona og fatahönnuður sem bjó […]

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ: Vögguvísur

Vögguvísur heimsins eru afar ólíkar, bæði hvað varðar texta innihald og tónlist en eiga það sameiginlegt að þjóna þeim tilgangi að svæfa ungabörn. Það tengir okkur öll og er áminning um að frá upphafi eru allar manneskjur heims með sömu þarfir. Verkefnið Vögguvísur opnar fræðslu og innsýn í mismunandi menningarheima í gegnum tónlist og textarýni. […]

Fjölskyldustund – Hönnum húsgögn!

Smiðja sem tekur innblástur sinn af hönnun Alvar Aalto – Í húsgagnasmiðjunni fá börn og fjölskyldur tækifæri til að vera hönnuðir og búa til sín eigin módel af húsgögnum! Notaður verður silkileir og er innblástur sóttur í fallega byggingu og húsgögn Norræna hússins sem hannað er af hinum þekkta finnska arkitekt Alvar Aalto. Hvernig myndu […]

Norræna húsið í Reykjavík: Laus staða í 50% starfshlutfalli

Í Norræna húsinu í Reykjavík er skrifstofa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Við leitum nú að staðgengli fyrir skrifstofustjóra okkar. Starfið er 50% og um tímabundna ráðningu er að ráða til tímabilsins 1.8.2023 – 31.3.2024. Vinnustaðurinn er í Norræna húsinu í Reykjavík en starfið fer fram í nánu samtali við menningar- og samskiptadeildir […]

Hvalveiðar eður ei?

Þverfaglegar umræður um hvalveiðar frá hinum ýmsu sjónarhornum – þar með talið vistkerfaþjónustu hvala, siðfræði og réttindum náttúrunnar, náttúruvernd og sjálfbærni auk líffræðilegum fjölbreytileika. Meðal þeirra sem taka til máls og verða í pallborði eru: Ralph Chami, hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Helga Hvanndal Björnsdóttir, meðlimur í Nordic Youth Biodiversity Network Kristín […]

BÓKMENNTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 2023

Það er loksins komið að því! Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík verður haldin í sextánda skipti dagana 19.-23. apríl 2023. Óhætt er að segja að hátíðin sé einn líflegasti bókmenntaviðburður ársins og bókaunnendur geta nú þegar farið að láta sig hlakka til.  Á hátíðinni gefst einstakt tækifæri til að heyra sögur og frásagnir heimsþekktra rithöfunda sem […]

UNDURHEIMAR ASTRID LINDGREN: Leiksýning

Í sýningunni er ykkur boðið með í ferðalag um hinn stórkostlega sagnaheim Astrid Lindgren. Með söng, dans og sýnishornum úr hennar fjölbreytta sagnaheimi kynnist áhorfandinn Línu Langsokk, Emil í Kattholti, Ronju ræningjadóttur, Rasmus og öllum hinum söguhetjunum. Við sem sýnum leikritið erum sjálfstæður leikhópur frá Ingarö í Svíþjóð á aldrinum 8 – 12 ára. Okkur […]

DAGUR NORÐURLANDA 2023

Dagur Norðurlanda: Norræn samstaða og máttur menningar á stríðstímum Norræna húsið, Norræna félagið og Norræna ráðherranefndin bjóða ykkur hjartanlega velkomin á Dag Norðurlanda, en hann markar undirskrift Helsinki-sáttmálans sem leggur grunn að samstarfi norrænna þjóða. Dagskráin í ár hverfist um frið og norræna samstöðu á stríðstímum og samanstendur af pallborðsumræðum, ræðum og menningarlegum uppákomum. Viðburðurinn […]

KONUR Í STRÍÐI: Finndu rödd þína á stríðstímum

Hvernig hefur stríðið í Úkraínu áhrif á samfélög og einstaklinga? Í átta heimildarmyndaþáttum er rætt við konur frá Úkraínu, Hvíta-Rússlandi, Rússlandi og Eystrasaltslöndunum sem búsettar eru á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum. Við reynum að varpa ljósi á áhrif stríðsins í Úkraínu á samfélög almennt og þar með lýðræðið í okkar heimsálfu og síðast en ekki […]

STOCKFISH 2023: Viðburðir í Norræna húsinu

Við erum spennt fyrir samstarfi okkar og kvikmyndahátíðarinnar Stockfish! Að venju munu þau bjóða uppá áhugaverða viðburði, pallborð og sýningar á frábærum kvikmyndum.  Sjá dagskrána í Norræna húsinu hér fyrir neðan. SUNNUDAGURINN 26. MARS  Kl. 12:30 – 13:30 Elissu Salur BRANSI Í BRENNIDEPLI Það er nýjung þetta árið að að Stockfish býður upp á dagskrá sem […]

LAUST STARF INNAN TÆKNI- OG VIÐBURÐATEYMIS

Norræna húsið – 50% starf Norræna húsið óskar eftir að ráða traustan og drífandi einstakling í 50% starf til að hafa umsjón með samskiptum við innri og ytri aðila vegna bókana og skipulags viðburða í Norræna Húsinu. Um er að ræða spennandi starf í því fjölbreytta og fjölþjóðlega menningarumhverfi sem einkennir Norræna Húsið. Starfið felur […]

NÝBYLGJU KLIPPIMYNDIR: Sýning

Nýbylgju klippimyndir Kvöldsýning íslenskra „klippimynda“ sem gerðar voru á síðustu 5 árum. Allar kvikmyndirnar notast fundið myndefni og endurheimt efni til að búa til  nýtt kvikmyndalistaverk. Alls verða sýndar 26 kvikmyndir í leikstjórn 29 listamanna. Dagskráin er sett saman af Lee Lorenzo Lynch og einnig verður glærusýning með verkum listamannsins Atla Bollasonar. Listamenn: Kamile Pikelyte, […]

MARS: Leiðsagnir á íslensku & ensku

Verið velkomin á leiðsögn um sýninguna Hvernig ég komst í sprengjubyrgið.  Hvernig ég komst í sprengjubyrgið er þverfagleg sýning sjö úkraínskra listamanna í Norræna húsinu, sýningarstjóri er Yulia Sapiha. Í sýningunni kafa listamennirnir djúpt ofan í eigin reynslu af stríðinu, þrána eftir friðsælu lífi, leiðina til þess að þrauka af og vonina um framtíðina. Listamenn sýningarinnar eru: […]