BARNAMENNINGARHÁTÍÐ: Áður en vötnin sofna


13:00-15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Öll fjölskyldan er velkomin á smiðjuna  Áður en vötnin sofna, sem kennd verður af kennurum Lettneska skólans í Reykjavík.

Smiðjan er byggð á lettneskri teiknimynd, sem er innblásin af ljóði eftir skáldið Māras Čaklā. Ljóðið er upphaflega vögguvísa: Sólin sest, vindar lægja, grasið sofnar, vötnin þagna, hvert lítið dýr hjúfrar sig í hreiðrinu sínu. Í smiðjunni eru hreyfingar vatns kannaðar (desibel) – hvaða áhrif hljóðbylgjur hafa á vatn og hvernig blek hreyfist í vatni og á pappír.

Smiðjan er unnin í samvinnu við Lettneska skólann í Reykjavík, sem heldur reglulegar kennslustundir í Norræna húsinu. Hún er hluti af fjórum verkefnum sem Norræna húsið heldur á Alþjóðleg barnamenningarhátíð í Norræna húsinu. Verkefnin eru ólík en eiga það sameiginlegt að stuðla að menningarlæsi í gegnum ólíka sköpun. Breytum sjónarhorninu og skoðum heiminn út frá vögguvísum, ljóðum og ýmissi listsköpun. Í gegnum skapandi nálgun eykst skilningur sem getur dregið úr fordómum gagnvart öðrum menningarheimum.

Smiðan fer fram á lettnesku, ensku og íslensku.

Ókeypis aðgangur og öll velkomin!

Alþjóðleg barnamenningarhátíð Norræna hússins þakkar fyrir styrk frá Barnamenningarsjóði Reykjavíkur