PIKKNIKK TÓNLEIKAR: Angela Rawlings & Rike Scheffler


15:00
Gróðurhús
Aðgangur ókeypis

Sumartónleikaröð Norræna hússins heldur áfram! Næst á dagskrá er Angela Rawlings ásamt Rike Scheffler, sunnudaginn 23. júlí kl 15:00. Tónleikarnir fara fram í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn.

Kanadísk-íslenska listamanneskjan Angela Rawlings og þýska ljóðskáldið, tónlistarkonan og listakonan Rike Scheffler frumsýna nýtt samstarf sitt á Pikknikk í Norræna húsinu þann 23. Júlí næstkomandi.
Með samstarfi sínu og á tónleikunum í gróðurhúsinu munu þau nýta sér hljóðheim votlendisins og nærumhverfis.

Verið velkomin!
Hægt er að versla veitingar hjá SÓNÓ og taka með sér út. 

Pikknikk tónleikasería ársins er skipulögð af José Luis Anderson. 

Mynd: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir